Friday, July 28, 2006

Þegar ég hitti KAZ

Ég var svo frægur að tala nokkur orð við Bill Kazmaier og Ode Wilson á sínum tíma, þegar þeir héldu fyrirlestur í gamla World Class húsinu fyrir margt löngu. Kaz er alveg svakaleg týpa og hrikalegasti maður sem ég hafði augum litið. Ég ákvað að spyrja þá um hvernig ég gæti stækkað bysepinn og þeir voru hinir almennilegustu og Kaz gaf mér svo plakat með sjáfum sér. Síðan var ég svo frægur að ná í eiginhandaráritun hjá Kaz og Jón Páli á móti í Reiðhöllinni, en ég hafði mig ekki í að biðja þá um áritunina sjálfur, heldur fékk ég Narfa bróður í verkið. Ég held alltaf mikið upp á þennan páppír. Annars er þetta frábært framtak hjá Hjalta Úrsusi (Legend) að sýna allar gömlu keppnirnar, eins og Sterkasti maður Evrópu 1983, Sterkasti maður heims 1982-4 osf, en þessi mót hafa ekki verið sýnd hérna fyrr en nú. Svo er bara að hlakka til haustsins og sjá myndina um Jón Pál, en vonandi á goðsögnin Hjalti eftir að gera alveg ógleymanlega heimildamynd, en síðustu daga hef ég verið að horfa á flottar heimildamyndir um m.a Tiger Wood, Maradona, Beckham. En vonandi á myndin um Jón Pál eftir að slá þeim öllum við. Hann var mitt goð eins og svo margra annara.

Tuesday, July 25, 2006

VESEN

Þyrfti að laga bílinn, en ég kann ekki að skipta um viftureim. Alltaf vesen með þessi ökutæki, ef maður getur ekki bjargað sér sjálfur úr vændræðunum. Sem betur fer á ég tvo bíla þannig að ég er ekki að ræða um fjölskyldubílinn, heldur hinn fræga Herramann II.

Hver vill

Hver vill drepa saklaust líf? Ekki nokkur maður vænti ég, en í stríði virðist hins vegar alltaf hafa gilt önnur lögmál. Tökum dæmi um George Bush hinn "góða", sem er að sjálfsögðu á móti fóstureyðingum. Hann er meira að segja á móti stofnfrumurannsóknum af trúarlegum ástæðum. En þessi "maður" hikar ekki við að samþykkja loftárásir á saklausa borgara í skjóli nætur, þar sem saklaust fólk er drepið, börn, konur og gamalmenni, en Bush sefur samt rólegur um nætur, því hann telur sig vera að framkvæma vilja guðs. Meira að segja Kári Stefánsson benti mönnum á þetta tvíeðli Bush um daginn, þegar rætt var um "afstöðu" Bush um stofnfrumurannsóknir. Stofnfrumrannsóknir gætu hjálpað milljónum manna um allan heim, sem þjást af skelfilegum sjúkdómum, eins og krabbameini, Parkinson, MS osf. Nei mesti fjöldamorðingi heims er á móti fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum, því hann er sannkritstinn "góður" maður, allveg eins og Bush "eldri", hinn fjöldamorðinginn í fjölskyldunni, sem kom hingað um daginn. Bandarískum stjórnvöldum er líka skítsama um stríðsgglæpi Ísraela gegn saklausum borgurum í Líbanon. Ég segi saklausum, því meirihluti þeirra sem Ísraelsmenn hafa slátrað í Líbanon eru saklaus börn, konur, gamalmennni, kristnir, múslimar, Drúsar og örfáir Hizbollamenn. Við Íslendingar höfum kynnst drullueðli Ísraelska stjórnvalda áður, meðal annars í framkomu þeirra við íslenska ríkisborgara, en frægasta dæmið er auðvitað hvernig þeir komu fram við hana Dorit. En það var auðvitað saklaust, vegna þess að hún slapp lifandi úr landi, en núna verður alþjóðasamfélagið að taka á þessum stríðsglæpum, en ekki að fylgja Bandaríkjamönnum. Við Íslendingar getum samt sjálfum okkur kennt að hluta, því það vorum við sem bárum ábyrgð á því að þessi ófreskja (Ísrael) varð til á sínum tíma.

Ármannsheimilið rifið

Þá er það ljóst að gamla Ármannsheimilið er að hverfa til feðra sinna. Því miður gat ég ekki æft þarna sem skildi, en leit við nokkrum sinnum í vetur til að grípa í lóð. Stundum lenti ég á erfiðum húsverði, sem vildi ekki hleypa mér inn, en oftast fékk ég að grípa í stöng. Undir lokinn var of seint að falst eftir lyklum, en Ármenningar ætla að halda áfram að lyfta í nýrri og betri aðstöðu í Laugardalnum. Vissulega er sjónarsviptir af gamla húsinu. Þarna byrjaði ég að dútla með Sveini Inga, sem kenndi mér undirstöðuatriðin. Seinna tók Ólafur Ólafsson við, en ég var aldrei lengi í sportinu, en náði þó silfri í snörun og bronsi í jafnhöttun og samanlögðu á mínu eina Íslandsmóti í greininni árið 1988. Þegar ég byrjaði var lyftingasalurinn í hinum enda hússins (þurfti að ganga í gegnum fimleikasal), en áður hafði lyftingaaðstaðan verið á öðrum stað í húsinu, í sérstökum skúr, en sá skúr var sennilega ekki viðbyggingin sem ég byrjaði að lyfta í. Síðustu 15. ár hefur lyftingaherbergið verið vinstra megin við aðalinngang (bláa hurðin, sjá mynd). Margir frægir lyftingamenn hófu sinn feril í Ármannsheimilinu. Núna er því miður þessi aðstaða að hvefa fyrir einhverjum blokkaríbúðuðum, en lyftinga (og fimleika)aðstaðan mun færast annað. Þá er það ljóst að allir gömlu staðirnir sem maður æfði á í upphafi heyra nú sögunni til. Ármannsheimilið, Orkulind (síðar kallað Steve-gym), Orkubankinn og Kjörgarður. Ég keyrði fram hjá húsinu í gær og ákvað að smella mynd af þessu húsi, sem gaf manni svo mikið. Far í friði.













Myndin í tækinu

Ég rakst á eina góða mynd á bókasafninu fyrir tveim dögum. Myndin heitir Myrkrahöfðinginn eftir hinn magnaða Hrafn Gunnlaugsson. Myndin er byggð á píslasögu Jóns Magnússonar frá 17. öld. Allveg mögnuð svört mynd um þann viðbjóð sem heittrúarstefnan skapaði á Íslandi. Menn (og konur) voru brendir á báli fyrir litlar sem engar sakir því fulltrúar guðs í landinu töldu sig vera að berjast gegn djöflinum, sem þeir töldu sig sjá í hverju horni. Séra Jón var bara venjulegur strákur sem afvegaleiddist í sinni "trú". Einhvernvegin er mér hugsað til morðanna fyrir botni miðjarðarhafs þegar ég sé þessa sögu frá 17. öld. Ennþann dag í dag er verið að slátra saklausu fólki, bara vegna þess að það hentar málstaðnum. Ísraelsvinir spretta nú væntanlega upp og verja blóðbaðið í Líbanon. Eða eins og Strindberg orðaði þetta svo glæsilega í Fröken Júlíu. Englarnir eru fljótir að breytast í djöfla og djöflarnir breytast í engla. Þannig var þetta í Myrkrahöfðingjanum, því eina "góða" manneskjan í sögunni er unga daman sem er brígsluð um galdra.

Framsókn

Maður er búinn að vera hálf "þunglyndur" eftir að Guðni Ágústsson ákvað að fara ekki í formanninn heldur að halda sig áfram í varskeifusætinu. Hrikalegt áfall því þótt ég sé ekki Framskóknarmaður, þá er Guðni maður fólksins og ég hefði allveg hugsað mér að kjósa þennan mann, sem er í raun holdgerfingur hinnar gömlu framsóknarmennsku. Furðulegt hjá Halldóri að koma því þannig fyrir að varaformaðurinn taki ekki við af formanninum, heldur var farið í Seðlabankann til að leita að arftakanum. Verð að viðurkenna að þegar ég heyrði fréttina um ráðherravalið um daginn að þá þekkti ég ekki þennan Jón Sigurðsson, heldur hélt ég að "kratinn" Jón Sigurðsson frá norræna bankanum hefði verið hent aftur inn í pólitík, en nú fyrir Bændaflokinn. Sá Jón Sigurðsson kom líka beint úr atvinnulífinu, en bauð af sér mun betri þokka, en þessi skólameistari og besservisser. Það er ekki hægt að fara svona með varaformanninn og hin aðlmenna framsóknarmann að ná í einhvern karl uppí Seðlabanka. Og enginn þorir að setja sig á móti þessari leikfléttu hjá Halldóri Ásgríms. Ég vona að Sif kynbomba skynji sinn vitjunartíma og fari fram gegn flokkseigendaklíkunni.

Sama vaggan í 40 ár

Goð / skúrkur

Tveir menn sem ég þekki og horfa aldrei á knattspyrnu, vildu allt í einu fara að ræða úrslitaleikinn á HM við mig. Hvorugar hafði séð leikinn, en annar þóttist reyndar hafa séð hann, sem var örugglega ekki satt. En ástæðan fyrir áhuga þeirra nú, var uppákoman með Zidane. Um þetta höfðu þeir miklar skoðanir á atvikinu og allt í einu nennti ég ekki mikið að ræða um fótbolta við þessa menn. Kannski var þetta einhver hroki í mér að nenna ekki að ræða um fótbolta við menn sem hafa hvorki áhuga, né hundsvit á tuðrusparki. Hinu er ekki að neita að álit mitt á Zidane stórjókst við árásina. Þezzi Materazzi er hættulegri en "sikopati" með exi, sagði Logi Ólafsson fyrrum landsliðsþjálfari um manninn, en Íslendingar kynntust þessum "manni", þegar hann spilaði á Laugardalsvelli um árið. Kynþáttafordómar eiga ekki að líðast í sportinu og stundum er réttlætanlegt að lumbra á mönnum. En hefði ekki verið betra fyrir Zidane að jafna um hann eftir leikinn, en ekki fyrir framan milljarð áhorfandi sem horfðu á? Þvílík dramatík að spila sinn síðasta leik á ferlinum fyrir framan einn milljarð áhorfanda í sjálfur úrslitaleiknum á HM og missa sig í geðveikina. En ég virðist alltaf vera þannig gerður að ég held mest upp á ólíkindatólin og þá breysku. "Brjálaðir" snillingar eins og Maradona, Tyson, Fischer, Ronney og Zidane eru í miklu uppáhaldi. Reyndar skilur maður vel með tvítugan strák eins og Ronney að missa sig, en Zidane hefði átt að bíða með barsmíðarnar þangað til eftir leikinn.

Forza Ítalia

Megi betra liðið vinna í dag. Ítalía ætti að hafa það, enda tel ég þá vera með þéttara lið og meira sannfærandi. Frakkarnir gætu þó haldið áfram að gera góða hluti og sjálfstraustið ætti að vera í botni hjá hinum hæga Zidane. Gott að þetta er búið. Flestar stjörnurnar í þessu móti náðu ekki að sýna sitt besta eða hreinlega drulluðu á sig. Sumir sáust lítið eins og Ronaldinho, eða duttu út úr keppni með góðum liðum, eins og stjörnurnar í liðum Argentínu, Spánar, Brasilíu og Englands Sama var sagt um franska liðið eftir riðlakeppnina, því þeir voru alveg skelfilegir. En það ekki alltaf besta og skemmtilegasta liðið sem vinnur, eins og sannaðist fyrir tveim árum þegar Grikkir urðu Evrópumeistarar. Það væri eftir öllu að Frakkar myndu stela þessu, en ég spáði þó vonandi rétt. Áfram Ítalía.

Kominn heim

Þá eru þau loksins komin heim af LSP. Fótbolti dafnar bara vel og þá er málið að gera við bílinn, því nokkkrum tímum áður en hann fæddist bakkaði ég létt á auglýsingaskilti og mölbraut afturrúðuna. Þetta var svona líka þegar ég fæddist, því þá skilst mér að faðir minn hafi vafið sínum bíl í kringum staur. Sem betur fer var bílrúðan tryggð í bak og fyrir hjá Sjóvá.

Fóbolti

"Litli Fóbolti" kom of snemma í heiminn, en það var auðvitað ekkert við því að gera. Sama dag var haldið alveg magnað bekkbressumót á Ólafsvík, en nokkrir keppendur voru langt frá sínu besta. En aðrir voru alveg ótrúlegir, eins og Ringo og Hlölli. Hlölli hafði varla æft neitt í nokkrar vikur, en reyndi samt við metið í 100 kg ásamt Ringo og Binnster. Litli fótbolti kemur líka þegar HM í knattspyrnu er við það að ljúka. Einungis fjögur lið eru eftir, en ég er búinn að missa áhugann á þessari keppni. Frakkland, Þýskaland og Portugal eru búinn að grísa sig í gegnum keppnina. Ítalía vinnur þetta, því þeir eiga þetta skilið eftir hremmingar heima fyrir.

Nong Fodbold

Lítill maður kom í heiminn í nótt, en hann var tekinn með keisaraskurði. Þeim mæðginum heilsast vel, en strákurinn dvelst á vökudeild.

Færeyskir dagar

Á færeyskum dögum í Ólafsvík verður haldið heljarinnar veisla, m.a er veglegt bekkpressumót sem haldið verður til minningar um Héðinn Magnússon, en hann fórst langt fyrir aldur fram í sjóslysi. Héðinn var sonur Magnúsar Óskarssonar kraftamanns, sem keppti m.a í lyftingum og vaxtarrækt og í Stuðmannamynd. Miklir kraftamenn eru í þessari ætt, en Héðinsmótið hefur nú verið haldið í nokkur ár með með miklum glæsibrag. Þar ætla(ði) ég að mæta á morgun og taka c.a 200 kg í bekkpressu í fyrsta skipti. Einungis fjölskylduaðstæður hefðu stoppað mig af. En læknarnir vilja endilega setja allt í gang núna um helgina, strax í dag. Mér var því ráðlagt af Sibbu lækni að vera ekki að þvælast út á land á morgun, ef ég ætti ekki að missa af öllum herlegheitunum. Helvítis læknarnir ætla að trufla bætingarnar eða hvað?
http://padregio.blogspot.com/benchpress.gif

Rusl

Ég var að horfa á þátt um David Beckham þar sem hann lýsti áráttuþráhyggjuhegðan sinni. Man nú reyndar ekki hvað þessi kerling gerði, en snérist það ekki um uppröðun í ísskáp, eða boxernærbuxur? Síðana var ég að lesa grein nýlega um Báru í bleiku, sem aldrei þjáðist af verkkvíða heldur dreif hlutina áfram eins og harðduglegt fólk gerir alla jafna. Það er málið. Ég er með þessa áráttuþráhyggju sem lýsir sér í því að ekki má henda neinu, sem síðan blandast við verkkvíða heimavið. Það hefur orðið til þess að maður hefur safnað í kringum sig rusli og aldrei mátti henda neinu. Núna er tími til að bretta upp ermarnar og byrja að henda rusli. Byrjaði á gamla sjónvarpinu.

Skírn

Ég mætti í skírnarveislu hjá félaga mínum í dag og mætti á hárréttum tíma, eða þannig. Ég mætti kl. 2.30 á mínútunni, en presturinn séra Braga lá svo mikið á að ljúka athöfninni að hann byrjaði um fimm mínútum fyrr. Þessi athöfn var haldin í kapellunni á kvennadeildinni, þannig að þegar maður mætti á svæðið þá var presturinn um það bil að skíra barnið. Ferlega neyðarleg uppákoma, sem skrifast á prestinn, því það voru fleirri gestir sem komu á eftir mér sem misstu líka af athöfninni. Presturinn vildi sennilega ná HM leiknum milli Englands og Equador. Hlýtur eiginlega að vera?
Tefldu á QueenAlice.com

Vikan

Vikan var alveg ótrúlega strembin, enda á fjórum morgunvöktum. Maður var ótrúlega uppgefinn í dag, en ákvað áð taka bekkpressuæfingu. Það ótrúlega gerðist að karlinn ákvað að prófa styrkinn og viti menn þá var 160 kg sett á stöngina. Hefði eflaust getað repsað þá þyngd, en rétt áður var ég svo heppinn að einn gamall kraftlyftingamaður var svo góður að bjóðast til að lána mér slopp Fury númer 50, en hann er nú reyndar fyrir 125 kg mola. Fékk síðan hjálp hjá Binnster eiganda gym 80 og Borgarneströllinu við að komast í bolinn. Lyfturnar voru hálf asnalegar, en ég endaði í 190 kg sem ég tók reyndar tvisvar, en í fyrra skiptið komst ég ekki niður með þyngdina. Tæknilega var hún auðvitað frekar ömurleg, hélt víst of þröngt, fór of hratt niður stoppaði ekki, en á hinn bógin var þetta samt al-time bæting. Æfingabekkur tekur engin alvarlega, en samt gaman að "bæta" sig. Hef kannski lyft meiru á kjötinu einhverntíman, en þetta gefur samt ákveðinn anda. Svo hefur maður aldrei nennt að æfa í júní. Hlýt að taka stefnuna á kjötmótið í haust. Kjötmótið í bekkpressu til minningar um Ólaf Sigurgeirsson. Mótið verður haldið í september og ef fjölskylduaðstæður leyfa mun ég keppa á Héðinsmótinu næstu helgi.

Norðmenn

Ég komst að því í dag að ég er meiri Norðmaður en mig grunaði. Vissi að vísu um að forðfeður mínir væru norskir víkingar og írskir þrælar. Vissi m.a um það að Egill Skallagríms-Kveld-Úlfsson væri forfaðir minn (eins og allra Íslendinga), en móðir Kveldúlfs var samísk (finnsk). En það sem ég vissi ekki var að einn af forfeðrum mínum frá 18 öld var alnorskur, en hann hét Lauritz Hansson Scheving. Og ég sem var sannfærður um að ég væri "alíslenskur", fyrir utan basknesku tenginguna, því ég hef alltaf verið sannfærður um að ég væri kominn af frönskum og basneskum sjómönnum, frá sömu öld, því móðurafi minn og hans fólk var áberandi dökt á hörund, en hins vegar get ég ekki fært haldbær rök fyrir þesari kenningu minni önnur en dulafullur áhugi minn á norður-Spáni. Þessi norski forfaðir minn sem ég uppgötvaði í dag var langalangalangafi langafa míns. Þetta er ekki svo langt aftur, en þessi uppgötvun mun verða til þess að ég mun hér eftir ekki hatast við Norðmenn, eins og ég hef hingað til gert. Hef talið að þeir væru að innlima okkur, fyrst með því að lauma sér inn á okkur og núna eru m.a tveir ráðherrar hálf norskir. Og Geir Hardee hin nýji landsfaðir okkar er einmitt annar af þeim. Já, takið eftir því að sjálfur forsætisráðherra okkar er í raun hálfur Norðmaður. Sif heilbrigðisráðherra og kynbomba er líka hálf norsk og hin "geysivinsæla" Valgerður Sverrisdóttir er gift Norðmanni. Einnig hafa "þeir"reynt að stela af okkur sjálfum Leifi Eiríkssyni og sagt hann vera norskann. Ég held að fólk hafi ekki áttað sig á þessari norsku innrás enda er stutt í innlimun þeirra á okkur, eftir að herinn fer burt. Hlutirnir gætu breyst á einni nóttu eins og gerðist á Balkanskaga, þar sem Norðmenn munu innlima okkur eins og þjófur að nóttu. Við munum ekki einu sinni verða þess vör, en núna er ég ekki svo hræddur lengur, því ég er sjálfur miklu meiri Norðmaður en ég mig grunaði. Heyja NORGE. SKOL

17. júní

Enginn tími fyrir þjóðhátíð. Var á leiðinni heim eftir morgunvakt til að horfa á handbolta, ákvað að skella mér í bæinn. Ætlaði sko ekki að láta einhvern handbolta skemma fyrir mér þjóðhátíðardaginn. Alveg útí hött að fara að líma þjóðina við kassann á sjálfri þjóðhátíð útaf einhverjum fúlum handbolta. Svo ar fagnað ógurlega í lokinn, eftir að hafa tapað fyrir Svíum. Um kvöldið var keyrður einn hringur, en ákveðið að stíga ekki útúr bílnum þegar maður sá alla þessa unglingadrykkju. Og ekki komst maður á neina kraftakeppni í dag, því miður. Maður nennir varla að hreyfa sig lengur, enda er maður að hlaupa í spik. Enda á maður nóg af Marud-snakki fyrir næsta HM leik. Skjóðuþyndin er núna 110 kg. Metið er innan seilingar. Vantar bara 2,5 kg til að ná persónulegu meti.

Til hamingju Argentína

Ég horfði á hádegisleikinn heima með þeim miklu fótboltaspekingum Magnúsi Colý og Haldóri Faaborgmeistara. Þvílíkur leikur hjá Argentínu og frábært að vinna svona stórt, en það telur ekkert þegar liðið er komið lengra í keppninni. Sagan sýnir að þau lið sem rúlla upp undanriðlunum fá oftar en ekki á baukinn í úrslitunum. Einnig er það staðreynd að suður-ameríkuliðunum hefur ekki gengið vel í Evrópu. Spánverjar og Argentínumenn eru með ein skemmtilegustu liðin í mótinu, en Brassar virðast þreyttir. Spá mín um að Ítalía vinnu stendur enn, því ekki fer maður að draga spánna til baka, en vonandi kemst Argentína sem lengst. Áfram Argentína!

Til hamingju Ísland

Ég ætla eins og áður sagði ekki að vera með neinar væntingar um veru Eiðs hjá Barca. Barca er stærsti klúbbur í heimi og hin síðustu ár hefur liðið verið á bullandi uppleið, en það er ekki langt síðan að liðið var í miklum öldudal. Til dæmis eftir að ég heiðraði borgina um nokkra vikna skeið árið 1999 sigldu þeir inn í slæman öldudal, en þeir urðu einmitt meistara það árið. Síðan gekk eiginlega ekkert upp fyrr, en í fyrra þegar þeir urðu meistarar, en árið áður skutust þeir upp í annað sætið. Richard þjálfari hefur verið að vinna frábært starf og hann er ekkert endilega að byggja lið sitt upp á einhverjum stórstjörnum, heldur líka á liðsheild. Það hafði líka mikið að segja að fá Ronaldinho í sínar raðir, en hann er eins og Eiður algerlega laus við stjörnustæla að mínu mati. Það er einmitt þessvegna sem Richard hefur litist vel á Eið, að hann verður örugglega seint til vandræða, þrátt fyrir að vera breyskur maður eins og við hin. Menn eins og Edgar Davis og fleirri egoflipparar eru ekki týpur sem Richard vill í sitt lið. Eiður á þó vonadi eftir að spila einhverja leiki í búningi meistarana, en gefum honum þann tíma sem þarf til að koma sér fyrir í nýju landi og nýrri menningu. Ég er búinn að bíða eftir því mörg ár að sjá Íslending í spænsku deildinni, en þeir bræður Þorður Guðjónsen og Jóhannes léku með Betis og Las Palmas, en því miður lentu þeir fljótlega útí kuldanum hjá sínum liðum.

Ég er geðveikur

Mitt í öllu HM fárinu er ég núna andvaka og ætla að pína mig til að klára að horfa á þriðja NBA leikinn sem stendur til c.a þrjú í nótt. Jafnvel þó að ég eigi að mæta á morgunvakt á mest kefjandi deild sem ég hef unnið á. Nýt þess svo hrikalega að horfa á sportið í nýja breiðdjaldstækinu að maður er farinn að horfa á NBA í miðri fótboltaveislu. Þvílíkt rugl. Vona að Miami hafi það, því ég er mikill aðdáandi Miami borgar, sem sem fleirri tala spænsku en ensku. Hver man ekki eftir Miami Vice, sem sýndir voru hérna fyrir fjölmörgum árum. Langflottustu lögguþættir sem ég hef séð. Annars er þetta sumar öðruvísi en önnur, því maður kemst varla úr bænum af skiljanlegum ástæðum. Engar útilegur, ekkert golf, engar fjallgöngur, engar gleðimolaferðir til Spánar eða Thai Engar ferðir í sumarhúsið á Hornströndum eða í Húsafelli. Bara vinna, fótbolti og át meðan maður bíður þess að frúin verði léttari. Svo hefur maður bara æft þokkalega vel síðan maður hætti að "æfa" í næturklúbbnum. Núna er einhver gamall fílingur að taka sig upp, enda ekkert annað að gera. Minnir mig á eina stúlku sem var að segja frá kærasta sínum sem þurfti að gista á Litla Hrauni um hríð. Hann getur ekkert gert annað en að borða og æfa. Mér líður þannig núna "fastur" í Reykjavík, því ég geri ekkert annað í júní, en að horfa tuðruspark og éta, já og stundum að æfa í besta gymminu í dag, Gym 80.

HM

Nú er HM í knattspyrnu byrjað og maður rauk auðvitað í vekefnið að kaupa nýtt sjónvarp. Keypti þetta risastóra Plasmatæki, sem verslanir hafa nú byrjað að hreinsa út, til að ríma fyrir næstu kynslóð af tækjum. Þetta eru hins vegar ágætis tæki, þótt ekki sé sent út í breiðtjaldsformi hér á landi (sýn extra II gerir það nú reyndar..gott framtak). Horfði þó á fyrsta leikinn í Borgarleikhúsinu, þar sem Gothestofnunin bauð öllum á Þjóðverjaleikinn og allt flæddi í bjór. Ég var því ekki með "fule fem" þegar ég keypti mér sjónvarpið eftir leikinn. Að sjálfsögðu passaði þetta flykki ekki inní innréttinguna og því horfir þetta til vandræða. Verð að taka nokkrar aukavaktir til að bæta upp þetta eyðslubrjálæði. 155 þúsund kostaði tækið, en að sjálfsögðu ekki á borðið. Samt hefur maður verið að horfa á leikina á þessum börum. Hitti til dæmis skólafélaga mína þá Kristján Hlöðverz og Aðalstein Thorarensen yfir leik Argentínu og Fílabeinsstrandarinnar. Við horfðum á leikinn á einhverri biljardstofu á Hverfisgötu. Hef líka kíkt á aðstæður á Hressó og Pravda. Einnig er fínt HM horn á litlu ölstofunni við Kirkjutorg osf. Gaman að kanna þessa fótboltabari, en vil að sjálfsögður forðast helvítis reykinn. Bíð spenntur eftir leik Angóla og Íran. Ajatolarnir gegn mannætunum. Mín spá fyrir keppnina er sú að Ítalía vinni. England verði í öðru og Argentína í þriðja. Vona hins vegar að Argentína hafi það, eins held ég dálítið með Spánverjum og Englendingum. Síðan koma Ítalir. Sagan sínir hins vegar að suður ameríkuliðin hafa aldrei gengið vel í Evrópu (Fyrir utan Brasilíu í Svíðþjóð árið 1970). Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Held að Brassarnir og Argentínumenn séu sterkastir á pappírunum, en maður veit aldrei. Það er líka spennadi að fylgjast með því hvort Eiður léttfeiti verði keyptur til Barcelona. Þá eignast þeir örugglega marga nýja aðdáendur á Íslandi. Þá er líka hætta á því að þetta verði einum of tengt Eiði. Ætli hann eigi ekki eftir að gugna á þessu og endi hjá United. Að sjálfsögðu sem varaskeifa líka, en engu að síður tilbreyting fyrir hann.
Spá:
1. Ítalía
2. England
3. Argentína
Spá II:
1. Argentína
2. Brasilía
3. Spánn

Silver 60 ára

Þessi síungi maður er orðinn 60 ára. Hann er ennþá að lyfta á fullu, eins og sjá mátti í Smáralindinni um daginn. Það er er ljóst að enginn maður á Íslandi á eins farsælan og langan feril í lyftingum og Guðmundur Sigurðsson.

Framsókn að klofna

Helvíti var þetta nú lélegt hjá spunameisturum framsóknar að klúðra svona fyrir Halldóri. Valgerður Sverrisdóttir "uppáhaldið" mitt var líka með vel hugsuð comment, sem gerðu bara illt verra. Guðni Ágústsson er í mínum huga framsóknarmaðurinn holdi klæddur, þs. fulltrúi hins gamla bændaflokks, hins gamla tíma. Hins vegar er einhver "borgarelíta" að reyna að ýta honum út. Það gengi aldrei. Framsókn er í grunninn alltaf gamli góði bændaflokkurinn, sem sækir sitt fylgi í dreifbýlið. Ég sem sagði alltaf að Framsókn væri hluti af þessu 4-5 flokka kerfi sem myndi standa að eilífu. En það verður ekki úr þessu. Af hverju geta þessir bjálfar ekki komið saman sem eitt lið, eins og íhaldið gerir alltaf. Helst hefði ég viljað fá "Denna" aftur, því ég var alltaf mikill aðdáandi Steingríms Hermannssonar eins og öll þjóðin var á sínum tíma (hann er vinsæll og veit af því), en núna gerir hann sig sekann um að hafna sínum eigin bróður. Það þarf bara að horfa á myndina af Lúðvíki Gizurasyni og pabbanum, til að sannfærast um skyldleikann og ef fjölskylda Denna er svona viss um að maðkur sé í mysunni, þá ætti hún að leyfa DNA próf. Þetta er auðvitað sorglegt mál og það er sennilega bara mannlegt að bregðast svona við, þegar miklir peningar eru í húfi. Maður spyr bara eins og Kain forðum: "Á ég að gæta bróður míns?" Eða var það Abel?

Fæðingadeildin

Furðulegt hvað maður hittir marga á kvennadeildinni. Sumir eru hálf undarlegir og læðast með veggjum. Sumum þorir maður ekki að heilsa, því þeir eru kannski með viðhaldinu. Allavegana eru menn furðu freðnir, en í dag hitti ég einmitt gamlan vinnufélaga og í fyrradag hitti ég síðan enn einn osf. Annars er frú Deng búin að vita hvers kyns barnið er og er að sjálfsögðu búin að kjafta því í allar vinkonurnar.

Armenar unnu

Sveit Armeniu sigraði glæsilega á ólympíumótinu í skák, sem nú er nýlokið. Glæsilegt hjá þessari sterku sveit. Armenar eru reyndar alveg stórmerkileg þjóð, sem urðu einna fyrstir til að taka upp kristni og eru dreifðir víða um jarðir. Þeir hafa löngum átt óvinveitta nágranna og voru lengi vel innlimaðir í sovéska heimsveldið. (sem vér söknum reyndar mikið) Armenar hafa löngum átt alveg þrususkákmenn, eins og Tigran Petrosjan fyrrum heimsmeistara, en hann ríkti á undan Boris Spassky. Einnig má benda á að Kasparov sjálfur er hálfur Armeni og sagður hálfur gyðingur, en hann breytti sínu gyðinglega föðurnafni sínu úr Weinstein í Kasparov. Kasparov er reyndar kenndur við Baku í Azerbajtjan, en móðir hans var armensk. Ég þekki reyndar einn Armena, sem er mjög stoltur af uppruna sínum. Hann hefur reyndar aldrei komið til Armeniu og heldur ekki forfeður hans í margar kynslóðir, en hann kynnir sig auðvitað alltaf sem Armena, þótt hann hafi búið í Líbanon, Frakklandi, Danmörku og Íslandi. Þetta er minn ágæti vinur Róbó. Hann veit líka hvað Tyrkir gerðu hans þjóð í upphafi tuttugustu aldarinnar. Það var eitt mesta þjóðarmorð sögunar.

Bekkurinn

Þeir kalla mig nú orðið "fatlafólið", af því ég var svo heppinn að fá að æfa í Íþróttahúsinu í Hátúni í rúmlega mánuð. Núna er þó verið að loka salnum í sumar, því það á að stækka hann um helming. Þetta var ekki stór hópur sem æfði þarna, en ég hef ekki í langan tíma hitt menn sem æfa eins vel og taka tilsögn Loggsins og Þorsteinn Sölvason, Sveinbjörn, Vignir og co. Ég er alveg klár á því að ég hefði farið að bæta mig fljótlega á bekk, hefði ekki átt að stækka salinn. Í sumar er því bara einn staður sem kemur til greina, en það er sjálfur raunveruleikinn, sem Jón Páll byrjaði með á sínum tíma. Hins vegar er litli salurinn á Grettisgötu búinn að vera. Sá staður verður aldrei samur aftur eftir að aðalmennirnir hættu að æfa þar. Meðan "foringinn" var jákvæður, var nokkuð þéttur hópur sem æfði þarna, en núna skilst mér að ekki séu margir eftir. Ég fékk að keppa sem "gestur" á mótinu og var bara þó nokkuð ánægður með þyngdina sem ég náði að pressa, en tekinn var svokallaður flatur bekkur og öllum reglum framfylgt, m.a annars fékk ég rautt á mína aðra lyftu, vegna þess að ég stoppaði ekki. Rúnar Gísli lyfti hins vegar öllum sínum lyftum og náði í brons í sínum flokk.

Bekkurinn

Þeir kalla mig nú orðið "fatlafólið", af því ég var svo heppinn að fá að æfa í Íþróttahúsinu í Hátúni í rúmlega mánuð. Núna er þó verið að loka salnum í sumar, því það á að stækka hann um helming. Þetta var ekki stór hópur sem æfði þarna, en ég hef ekki í langan tíma hitt menn sem æfa eins vel og taka tilsögn Loggsins og Þorsteinn Sölvason, Sveinbjörn, Vignir og co. Ég er alveg klár á því að ég hefði farið að bæta mig fljótlega á bekk, hefði ekki átt að stækka salinn. Í sumar er því bara einn staður sem kemur til greina, en það er sjálfur raunveruleikinn, sem Jón Páll byrjaði með á sínum tíma. Hins vegar er litli salurinn á Grettisgötu búinn að vera. Sá staður verður aldrei samur aftur eftir að aðalmennirnir hættu að æfa þar. Meðan "foringinn" var jákvæður, var nokkuð þéttur hópur sem æfði þarna, en núna skilst mér að ekki séu margir eftir. Ég fékk að keppa sem "gestur" á mótinu og var bara þó nokkuð ánægður með þyngdina sem ég náði að pressa, en tekinn var svokallaður flatur bekkur og öllum reglum framfylgt, m.a annars fékk ég rautt á mína aðra lyftu, vegna þess að ég stoppaði ekki. Rúnar Gísli lyfti hins vegar öllum sínum lyftum og náði í brons í sínum flokk.

Ný stjarna

Nýjar stjörnur fæðast á hverjum degi. Í pólitíkinni voru það m.a Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri Grænum, sem stóð sig frábærlega. Einnig Björn Ingi, sem náði að vinna frábæran varnarsigur fyrir "okkur" Framsóknarmenn. Ég sá að Vilhjálmur Íhald fagnaði ógurlega í gær, en gleymdi því alveg að þetta eru næst verstu úrslit fyrir D-listann í um hálfa öld. Samt eru þeir í oddastöðu í borginni úr því að R-listinn leystist upp í frumeindir sínar, en gömlu R-listaflokkarnir voru með um 5% meira fylgi í íhaldið. Þessvegna get ég ekki kosið Vinstri Græna, úr því þeir rústuðu R-listanum. Annars hafði ég ekki hugmynd um að minn gamli skólabróðir Hermann Valsson var ofarlega á lista hjá Vinstri Rauðum. Hefði ég nennt að skoða lista þeirra hefði ég eflaust kosið hann. Kveðja Ragnar Reykás.

Vesturgötuvillan

Hvað á maður eiginlega að kjósa í dag? Yfirleitt hef ég verið viss í minni sök. Hef eins og meirihluti landsmanna verið að velta fyrir mér hvaða vinstri flokk ég á að kjósa. Er auðvitað jafnaðarmaður, en enginn stjórnmálaflokkur getur eignað sér hugtakið. Er meirað að segja að hugsa um að brjóta öll lögmál (sem er auðvitað leyfilegt í bæjar og sveitarstjórnarkosningum) og kjósa félaga minn Björn Inga, þrátt fyrir Íraksstríð, gjafakvóta, stóriðjustefnu og "farsæla" stjórnarsetu á landsvísu. Það skiptir mig engu máli núna, þegar ég hugsa um hag borgarinnar. Ég treysti Birni best og vona að hann komist inn. Svo er hann líka fjölskylduvinur, sérstaklega fyrir kosningar. Ég er hins vegar mikill stuðningsmaður Stefáns Hafsteins og var mjög svektur þegar hann tapaði fyrir Degi Bergþórusyni. Tími Dags Bergþórusonar mun eflaust koma seinna. Það er nefnilega alltaf þörf fyrir góða lækna. Björn Ingi er hins vegar sannur Vesturbæingur og heldur með KR. Hans lið í enska boltanum er Tottenham. Hann mun örugglega sækja stuðning sinn í Vesturbæinn, þar sem hann á vonandi bakland. Sumir vilja alltaf búa í Vesturbænum, en það er ekkert skilyrði að halda með KR, en áður fyrr jaðraði það við guðlast að gera það ekki. Þessa dagana er hins vegar unga fólkið í Vesturbænum að hugsa um eithvað annað en kosningar og fótbolta, því núna eru "krakkarnir" að búa til bensínsprengjur og stríðsástand er að skapast á Vesturgötu, þar sem margir virðulegir borgarar hafa kosið að eiga heimili. Það er reyndar ekkert nýtt að brjálæðingar sækja í Vesturbæinn. Þegar faðir minn var ungur sprengdu einhverjir félagar hans upp hina frægu hafmeyju, en málið komst aldrei upp. Faðir minn veit hins vegar hver gerði það.

SINGHA BJÓR

Æfingar eru nú hafnar að nýju, en núna er best að vera ekki með neinar yfirlýsingar. Bara það að bæta eigin "árangur" er markmiðið, en að sjálfsögðu mun maður fá sér SINGHA við og við til að hressa sig við. Ég ætla allavegana að kjósa SINGHA á laugardaginn.

Páll

Talandi um Hrókinn þá langar mig að minnast fallins félaga sem borinn var til grafar í dag. Páll Gunnarsson var drengur góður, sem ég kynntist í gegnum skákina, Eflingu, Grandið og síðan vorum við að vinna hjá Samskip á svipuðum tíma. Páll byrjaði seint að tefla, en hann bjó yfir miklum hæfileikum og gat teflt snilldarskákir. Sú minnistæðasta var á Hróksmótinu fyrir nokkru, þar sem hann náði jafntefli við rússneskan ofurstórmeistara eftir að hafa verið með unna stöðu. Páll var einn af þeim sem kenndi mér á ICC netskákklúbbinn á sínum tíma og tefldum við oft saman fyrsta árið mitt þar. Hann var mikill félagi þeirra bræðra Ellerts og Birgirs Berndsen. Páll var samt mikill einfari og einsemd skákarinnar fylgir honum í æðri tilveru.

Íslandsmeistarar

Við á deild 12 náðum að verja Íslandsmeistaratitil okkar á meistaramóti geðdeilda sem fram fór í dag. Í öðru sæti var harðsnúinn sveit frá sambýlinu Hringbraut, en önnur lið voru m.a deild 11, deild 13, Bergiðjan og Hvítabandið. Teflt var á þrem borðum allir við alla, en mótið var samstarf Hróksins og skákklúbb Vinjar við Hverfisgötu. Ég tefldi bara eina skák á fyrsta borði og náði að sigra í þeirri skák. Annað árið í röð fengum við því forláta verðlaunagrip og allir eru að rifna úr monti. Reyndar vildu mótshaldararnir lána mig og Ágúst Örn starfsmann í önnur lið vegna þess að við vorum með ofursterkt lið og því tefldi ég bara þessa einu skák fyrir okkar menn, en ég sigraði allar þrjár skákir mínar.

Taugadeildin

Ég er farinn að vinna á taugadeild og er í 2. mánaða leyfi frá taugataugadeild (geðinu). Á taugadeildinni koma þeir sjúklingar sem eru með Parkinson, MS og MND osf. Rosalega erfitt, en líka mjög gefandi, því ég dáist af þessu fólki sem tekur erfiðum sjúkdómum með miklu æðruleysi og styrk. En vonandi á ég eftir að halda þetta út, því þetta er hluti af mínu "stórmerkilega" námi, þar sem skilda er að vinna á handlækningadeild. Kem oft heim örmagna á kvöldin og hef enga orku í neinar aukavaktir. Get eins og fyrri daginn ekkert talað eða skrifað um vinnuna, því það ríkir lögbundinn trúnaður. Hins vegar var ég að heyra sögur þar sem trúnaður, er orðinn einhver þráhyggja hjá ákveðnum stjórnendum. Það má aldrei verða svo að einhverjir yfirmenn fara að elta einhverjar kjaftasögur til að finna einhvern hugsanlegan leka. Það gengur aldrei upp. Hins vegar verður að fara reglulega yfir þessa hluti, en ekki að stunda einhverjar nornaveiðar.

Barca vann!

Þetta var umdeildasta atvik leiksins, þegar Lehmann braut á Eto og var vísað út af í kjölfarið. Gjörsamlega skemmdi leikinn. Markið átti að standa og Lehmann átti að fá að halda sér inná. Því miður var ég sannspár með dómara leiksins Hauge, sem var allt of sýnilegur í leiknum. Samt frábært hjá Barca.
Barca-Arsenal 2-1

Barca vann!

Þetta var umdeildasta atvik leiksins, þegar Lehmann braut á Eto og var vísað út af í kjölfarið. Gjörsamlega skemmdi leikinn. Markið átti að standa og Lehmann átti að fá að halda sér inná. Því miður var ég sannspár með dómara leiksins Hauge, sem var allt of sýnilegur í leiknum. Samt frábært hjá Barca.
Barca-Arsenal 2-1

Hvernig fer leikurinn?

Þetta verður spennandi leikur á eftir. Ég er þó skíthræddur um að Arsenal fimmta besta lið Englands nái að "grísa" í leiknum eins og Liverpool gerði í fyrra. Það væri eftir öllu ef unglingalið Arsenal næði að vinna. Svo var línuvörðurinn sem átti að dæma stærsta leik lífs síns að láta mynda sig í Barca búning og alþjóða knattspyrnusambandið valdi annan línuvörð í staðin. Þvílíkur hálfviti að missa af svona stórleik, enda bara smábörn sem láta góma sig svona. Dómari leiksins verður hins vegar Haugen hinn norski. Alveg glataður dómari er mér sagt.
Spá: Vona að Barca vinni, en er hræddur um að Gunners hafi þetta. Nú ef við töpum, þá kaupum við bara Henry frá Arsenal.

Lyftingar

Loksins fengum við að sjá lyftingar, en Norræn landskeppni í lyftingum var haldin í Smáralindini í dag. Þótt Íslendingar hefðu ekki riðið feitum hesti, þá var Guðmundur Sigurðsson einn af mönnum mótsins, en hann var að reyna við heimsmet öldunga á mótinu. Flestir keppendur voru ekki fæddir, þegar Gvendur keppti á Ólympíuleikunum árið 1976. Hann æfði líka með föður mínum lyftingar, þegar Fischer og Spassky tefldu hérna um árið. Þetta var flott mót, en slæmt að hafa það á sama tíma og enska bikarinn. Flottast bikarleikur sem ég hef séð, en Liverpool hafði West Ham í vítaspyrnukeppni, eftir að hafa verið undir tvö núll, í fyrri hálfleik.