Sunday, December 25, 2011

Íslandsmót GPC 17. desember

Fyrsta Íslandsmót Power Global Iceland var haldið í Stevegym 17 desember. Mót var mjög skemmtilegt og þarna voru m.a slegin nokkur met.

Æfingar fyrir mótið: Ætlaði alltaf að vera með á mótinu, en var ekki viss um hvernig formið yrði, eftir að hafa komið frá heimsmeistaramóti WPF í nóvember. Fyrstu 10. dagarnir eftir Florida var hvílt að mestu eða tekið mjög létt, en svo tók maður m.a tvo þunga föstudaga í bekkpressu, fór í 190 kg x 2 af búkka fyrri daginn og næsta föstudag tók ég 200 kg af tveim búkkum fislétt. Hefði farið í 210 kg ef Baldvin bekkur hefði ekki þurft að fara í jólahlaðborð. Tók amk eina alvöru æfingu í hnébeygju og deddbrók, þar sem ég fór í 180 kg x3 og 200 kg x 1 í beygju og fór svo þyngst í 220 kg raw x 3 í deddi og 250 kg frískt í brók. Var því nokkuð vel undirbúinn fyrir Íslandsmótið, sem kannski yrði mitt síðasta powermót á Ísandi.

Mótið; Var fyrir smá vonbrigðum með hnébeygju og deddið. var að vonast eftir að skila c.a 260 kg í beygjum og amk 290 kg í beygjum. Árið var því frekar dapurt í powerlifting hjá mér, en bekkurinn var hins vegar ágætur og ég endaði með 217.5 kg í 2. tilraun og átti svo sæmilega tilraun við bætingu, 230 kg.

Að lokum: Úrslitin voru ekkert sérstök fyrir mig, en ég vann minn 110 kg flokk, með 732.5 kg í samanlögðu (245, 117,5 & 270). Ég náði í bikarinn fyrir bestu bekkpressu mótsins, en hefði átt möguleika á sjálfum stigabikarnum, ef að ég hefði deddað örlítið meira. Núna verður að öllum líkindum tekið frí í 1. ár, en þó er möguleiki að keppa í raw bekk á næsta evrópumóti gpc í mai.

Úrslit má nálgast hér:
217.5 kg bekkur hér230 kg bekur hér: