Thursday, March 15, 2007

Botninum náð IV

Held að ég sé líka búinn að ná botninum í líkamsþyngd. Er bara rétt rúmlega 100 kg og hef haldið þeim "status" undanfarnar vikur. Svo hafa húsnæðismálin tekið sinn toll, því það tekur á taugarnar að standa í milljónabissnes. En núna hafa þau mál verið í góðum fargvegi og allir útreikningar sýna að dæmið gangi vel upp. Þannig að það lítur út fyrir að íbúðin sem við fengum afhenda 1. febrúar verði ekki notuð af okkur fyrr en 1. mars árið 2008 í fyrsta lagi! Fínt að þurf ekki að hafa áhyggjur af flutningum næstu mánuði.

Æfingablogg: Núna er maður víst byrjaður að "æfa" hnébeygjur í fyrsta skipti í mörg ár. Þá er ég að meina hneybeygjur með keppni í huga, svokallaðar powerhnébeygjur, en ég það ætti að verða til þess að maður verði sterkari í réttstöðu í leiðinni. Svo er ég búinn að ákveða að skúnkast í öllum mótum sem boði eru fram á vor. Þar að segja í báðum samböndum, en kraftlyftingasamböndin eru tvö, WPC og Kraft. Næsta mót er einmitt um helgina, en þá keppi ég sem gestur á móti hjá WPC sambandinu.

Botninum náð III

Hvernig í ósköpunum fóru Barcelóna að tapa fyrir miðlungsliði Liverpool í vikunni. Ég er búinn að vera gjörsamlega í rusli. Í fyrsta lagi spilaði Eto eins og maður sem hefði ekki komið við bolta í mörg ár. Ég hefði haldið bolta betur en sá draugur. Aðrir í liðinu voru vara eins og skugginn af sjálfum sér a.b Ronaldinho. Svo er eithvað mikið að gerast í með liðsandann í liðinu. Eiður Smári hefur bent réttilega á hvað er í ólagi hjá þessu liði, enda eru leikmenn ekki að spila fyrir hvern annan. Vonandi fær léttfeiti (Eiður) tækifæri til að spila gegn Real Madrid (El Clasico) um helgina. Maður hefur á tilfinningunni að Eiður sé ekki að falla nógu vel inní hópinn. Þetta eru allt latínó-gæjar ættaðir frá Suður-ameríku, Spáni og Portugal, en Eiður sker sig úr í hópnum. Spái að hann fari yfir til West Ham þegar þeir komu aftur upp í úrvalsdeild á næsta ári! Barca er svo sannarlega búin að að ná botninum í vetur. Núna liggur vegurinn bara uppávið. Við tökum spænsku deildina og konungsbikarinn í staðin. Áfram Barca.

Botninum náð II

Já, talandi um botninn. Ég horfði þrumulostinn á West Ham tapa niður unnum leik gegn Tottenham í gær. Skelfilegt að sjá þetta og það eru eins og álög séu á West Ham þessa dagana. Eins gott að maður sé ekki í viðskiptum við Landsbankann, því þeir eiga örugglega eftir að hækka vextina þegar West Ham fellur endanlega í næstu umferð. Samt gaman að þessu að taka þátt í þessari dellu, því alltaf heldur maður með Íslendingum á erlendri grund og skiptir þá engu hvað drullusokkar er um að ræða. Áfram West Ham.

Við Skagamenn unnum þriðju deildina í Íslandsmóti skákfélaga um helgina. Samt varð ég ekki Íslandsmeistari í þriðju deild, því ég gat ekki teflt með þeim í haust vegna Thailandsferðar og núna um helgina var ég að vinna svo mikið, en ég var beðin um að tefla á föstudaginn. Á laugardaginn þurftu þeir ekki á mér að halda, þegar ég loks gat teflt. Missti þar með af medalíu, en hefði viljað tefla eins og eina skák í keppninni. Næsta ár ætlum við nokkrir að stofna nýtt lið, Kínaklúbbinn og hefja keppni í fjórðu deild. Ég segi því sennilega skilið við skagaliðið í vor.

Æfingablogg: Ég er farinn að æfa hnébeygjur! Alveg satt, en ég ætla ekki að lofa neinum "tölum" strax. Stefni á að keppa á nokkrum mótum fram að sumri og vonandi bætir maður sig í einhverju, td hnébeygju. Svo hefur þetta vonandi keðjuverkun, því sterkar lappir gera mann sterkari í réttstöðulyftu osf. Svo ætla ég að panta alvöru bekkpressuslopp að utan, til að klára 200 kg, eins og ég var búinn að lofa sjálfum mér (og öðrum). Það þýðir einfaldlega það, að maður hættir við að hætta í vor.

Hér má sjá baksvipinn á "húsinu mínu" á Thailandi. Kannski við kíkjum þangað fljótlega ef allt gengur eftir í "braskinu" hérna heima. Þá getur maður farið að snúja sér að því að innrétta húsið almennilega. veit hins vegar ekki hvort skákborði mitt sé ennþá á sínum stað. Verð þá bara að kaupa nýtt!

Botninum náð

Ég var búinn að lofa Spjóta því að taka þátt í öðlinga&unglinga mótinu í kraftlyftingum sem fram fór í gær. Ég lofaði því, en hótaði jafnframt að verðá í léttari flokk til að verða öruggur um að ná hærra verðlaunasæti. Ég lofaði að veita honum harða keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu, en ég væri hins vegar búinn að taka svo fáar hnébeygjuæfingar eftir að ég kom heim, þannig að maður vildi helst vilja losna við þá leiðindar grein. Þegar leið að móti var ljóst að ekki var allt með felldu. Ég hafði verið lasinn dagana áður, en hafði samt gengið vel að komast í þyngedarflokkinn minn (léttast) og vildi því ekki skorast undan áskoruninni. Á mótsdag kom í ljós að ég var aðeins of þungur, auk þess sem ég hafði líkað klikkað á að fá pössun fyrir "Tigerinn". Ég íhugaði a.m.k fjórum sinnum á mótsdag að pakka saman og hætta við. Þegar ég ætlaði síðan að fara að hita upp fyrir bekkpressuna, þá byrjaði strákurinn að verða óvær. Ég sá engann í húsinu sem ég treysti mér til að biðja um að aðstoðað mig. Ég ætlaði að tilkynna mótstjórn um að ég yrði að draga mig úr mótinu, þegar bekkpressarinn Skaga-Kobbi birtist óvænt og bjargaði málunum. Ég vissi að hann var þrælvanur að handleika svona kríli, þannig að ég rétt náði að hita upp, en komst þá að því að ég hafð misst allan mátt í bekknum. Skipti þá engu þótt sloppurinn væri alltof víður, þá átti ég alltaf að geta leikið mér að byrjunarþyngdinni. Ég féll þar með úr mótinu, en nýjar reglur leyfa núna keppendum að klára allar greinar þrátt fyrir að falla úr leik. Ég endaði mótið hins vegar með því að gera allar réttstöðulyfturnar gildar og tók 250 kg. Það var því eina ljósið í myrkrinu að ég náði að verða sterkastur af öllum í eldri flokki í réttstöðunni. Fékk þó enginn verðlaun fyrir það. Óformlega er ég því Íslandsmeistari öldunga í réttstöðu! Ég verð þó að líta á þetta sem "góða" æfingu og þótt æfingin hafi misheppnast, þá veit ég núna að botninum var náð. Hins vegar kæmi það mér ekki á óvart að stjórn Kraft ákvæði að banna keppendum að koma með aðstoðamenn sem væru yngri en tveggja ára. Stefán Spjóti stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði okkar flokk. Í apríl ætla ég að skora á Spjótann og nokkra aðra að mæta mér í einvígi, því þá verður farin fjölskylduferð til Akureyrar til að bæta upp fyrir þetta hneyksli. Þá ætla ég að sýna kraftlyftingum þá virðingu að koma í betra formi á Íslandsmótinu hjá Kraft. Svo verður hitt sambandið WPC með nokkur alvöru mót fram að vori, en núna að leyfilegt að taka þátt í mótum beggja sambandana án þess að verða útilokaður frá öðru sambandinu.

Veikur

Ég hef verið pínu lasinn í vikunni. Erfitt er að greina hvort ekki blandist inn ofsaþreyta og mikið álag. Svo var ég líka búinn að ákveða að taka æfingu á morgun. Ég kalla þetta æfingu, því ég er ekki viss um að maður getir beitt sér að fullu af fyrrgreindum ástæðum. Það eru líka ár og dagar síðan ég hef misst úr vinnu vegna veikinda. Ég hef líka verið manna dómharðastur um þá sem ekki nenna að mæta í létta innivinnu. Maður er jú ekki lengur að vinna í frystigeymslunni á Kirkjusandi eða Búr. Mín skoðun er sú að menn melda sig veika hægri og vinstri, en sérstaklega um helgar svo undarlegt sem það nú er. Og alltaf er hringt í mig á þessum frídögum og boðaður á aukavakt oftast á laugardagskvöldi. Þá hafði einhver starfsmaðurinn skyndilega fengið flensuna. Skrítið!