Monday, December 14, 2009

Off-season

Eftir mótið var ekki beinlínis farið í frí, heldur mætt strax á æfingu í WC. Hef verið að pumpa lóðinn eins og hver annar WC-frík. Eftir mót hafa þetta verið nokkrar endurtekningar með þessar þyngdir, auk léttari daga. Æft 3-4 sinnum í viku. Bekkur einn daginn & beygjur og dedd hinn daginn. Allt tekið RAW eða á kjötinu. Beygjurnar teknar á beltis og vafninga. Sá einn gamlan sundmann taka 200 kg high-bar beygjur um daginn. Mér fannst þetta vera góð þyngd, en hann sagði að þetta væri ekki neitt. Hann væri að pumpa sömu þyngd á kjötinu í bekknum. Svona er World Class í dag. Fullt af sterkum strákum sem eru í góðum fíling. Maður veit ekki hvað þeir heita, en þeir eru allir út um allt, keppa aldrei og verða öllum gleymdir. Annar er þetta prógrammið i desember:

high-bar squat með 140-50 kg
bekkpressa 130-140 kg
búkkadedd 180 kg
3 bord press bekkur 150 kg

Mætti stundum í Stevegym þar sem ég tók bekkinn af búkka í eitt skipti. Vona að ég geti tekið meira á búkkanum og með keðjunum. Auglýsi þó eftir æfingafélögunum. Bjarki Geysir og allir hinir sem eiga að rífa mig upp eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram. Auglýsi fljótlega á facebook eftir einhverjum sem vill æfa með evrópu og heimsmeistara alvöru dedd einu sinni i viku.

Það hljómar nefnilega vel á barnum að vera heimsmeistari (Baldvin Skúlason HM í bekkpressu 2008).

Saturday, December 12, 2009

1. mánuður eftir mót.

Það verður að viðurkennast að maður var auðvitað hæstánægður með að koma með verðlaunapening heim, en hins vegar stefndi maður á betri árangur í greinunm. Sérstaklega var réttstöðulyftan vonbrigði. Því betur sem maður hugsar málið, þá var það kannski fínt að hafa ekki náð að toppa algjörlega úti. Ef maður hefði tekið 300 kg hefði maður orðið saddur jafnvel dregið sig algjörlega í hlé. Fengið þá ágætis viðurkenningu fyrir ferilinn og sett punktinn yfir i-ið á stórmóti.

Úrslitin á mótinu er hægt að skoða víða á netinu og þar kemur í ljós að ég var mjög heppinn að vera akkúrat á rétta aldrinum í rétta þyngdarflokknum. Sem dæmi hefði ég ekki komið heim með neitt gull, ef ég hefði verið aðeins léttari, aðeins þyngri eða örlítið eldri, þs í M2 flokknum sem skipaður er fólki á aldrinum 45-49 ára.
Úrslit hér:

Kraftlyftingamóið: Fyrir einhverja skrítna tilviljun skráði ég mig á powermóitð í mínum flokki. Það hafði ég ekki hugsað mér að gera vegna þess að enn er maður ekki með nógu gott tótal, þökk sé hnébeygjunum. Enda kom það í ljós að tveir sterkir keppendur vour skráðir til leiks í flokinn, þeir Bongers frá Hollandi og Smiley frá USA. Ég sá þá báða í upphafi keppni og voru þeir ansi molalegir og þá sérstaklega Bongers. Síðar kom í ljós að Bongers keppti í flokknum fyrir ofan. Smiley átti sigurinn vísan en á ótrúlegan hátt, þá urðu mistök til þess að hann féll úr leik í fyrstu tilraun í bekkpressunni. Eina sem ég átti eftir að gera var að halda haus út keppnina. Ég endaði með 720 kg, sem voru viss vonbrigði. Hefði Smiley ekki fallið út hefði hann endað með 840 kg. Það var því sérstök tilfinning að taka við gullinu eftir að hafa horft upp á nýja félaga minn falla svona út. Ég hafði fylgst með undirbúningi Smileys á facebook síðu hans og sá að hann hafði lagt sig allan í verkefnið. Ég gat ekki annað en fundið til með honum, en svona eru víst íþróttirnar.

Bekkpressumótið: Við vorum skráðir tveir til leiks í mínum flokki. Engar tilfærslur urðu á milli þyngdarflokka eins og maður hefði búist við, heldur kom óvænt einn hrikalegur Rússi í síðustu stundu og var skráður til leiks. Hann náði svo að setja glæsilegt met í þyngdarflokknum Bandaríkjamanninum Caaban til lítillar gleði, sem sjálfur hafði sett heimsmet í fyrstu tilraun. Spurning hvort þetta hafi verið samkvæmt reglunum að leyfa Rússanum að vera með. En það breyttu litlu fyrir mig sem náði loks 200 kg á móti og var bara nokkuð sáttur við bronsið. Hins vegar verður maður að þyngja sig meira, eða að kaupa nýja slopp, því sloppurinn var ekki að gefa mér nógu mikið. Er alltof víður.

Réttstöðulyftukeppnin: Það var örþreyttur maður sem lyfti 270 kg í annari tilraun og náði að togna í baki í þeirri tilraun. Reyndi svo við 290 kg sem ekki fóru upp. Vann samt sprækan keppenaut minn frá Nigeriu, sem eins og Smiley byrjaði allt of þungt og féll úr leik. Ég stóð því einn á palli með gull um hálsinn.

Framtíðin: Akureyri í Júni og England í nóvember. Gera enn betur og þyngja mig upp um einn þyngdarflokk. Reyna að gera þetta almennilega einu sinni. Ekki að vinna 190 % vinnu og mæta svona léttur á kraftlyftingamót.

Dave Smiley kemur vonandi sterkur til leiks á næsta ári á Englandi og tekur gullið, sem hann missti svo slysalega í Vegas. Veit að hann var mjög vonsvikinn, en tekur mistökunum karlmannlega og fór heim til Pennsylvaniu og æfir eins og brjálæðingur. Því miður verður ekkert annað einvígi, því á næsta móti verð ég kominn í M2 flokkinn.