Monday, June 24, 2013

Bekkpressa

Bætti mig í bekk á æfingunni í dag.  Fór nýja sloppinn í annað skiptið og tók góða seríu

Bekkpressa:  20, 40, 60, 80, 100, 120 kg x 3
Bekkpressa sloppur:  160 (3. búkkar), 180 (2 búkkar), 200 (1. búkki), 212. 5 kg, 225 kg, 232.5 kg (bæting).

Videó:

Gunz 212.5 kg bekkpressa hér:
Gunz 225 kg bekkpressa hér: 
Gunz 232.5 kg bekkpressa hér:
Baldvin 232.5 kg bekkpressa hér:
Freddi Fighter 265 kg hnébeygja hér:





Wednesday, June 19, 2013

Beygjur og Dedd

Beygjur og dedd voru tekin miðvikudaginn 19. júní.  Mikil tæknivandamál enn í beygjunum.  Er nokkuð viss um að sérhæfðu lyftingaskórnir séu með of háum hælum.  Tók núna beygjur í sléttbotna deddskóm.  Fòr bara upp í 220 kg eitt reps.  Ákvað að spara mig fyrir deddið, sem er síðasta þungadeddæfing fyrir evrópumótið.  Hnébeygjur get ég svo tekið aftur eftir viku.  Vonandi get ég tekið góðar beygjur upp í 240 kg amk.

Deddið gekk vel, en fann mikinn frískleika tók 120, 160, 200, 230, 260 og 290 kg x 1, sem ég var bara mjög sáttur við.  Vissulega bæting með nýja stílnum og það næst mesta sem ég hef nokru sinni tekið á æfingu.

Nokkur Videó (síðustu daga)

Gunnar 290 kg dedd hér:
Hilmar henning 260 kg dedd hér:
Kári 255 kg dedd hér:
Freddi 185 kg bekkur hér:
Freddi 180 kg bekkur hér:
Kári 165 kg bekkur hér:
Hilmar bekkur (3. búkkar) hér:
Freddi 240 kg hnébeygjur hér:

Friday, June 14, 2013

Bekkur

Tók fína æfingu með strákunum föstudaginn 14. júní.  Fjölmenni var í gymminu, vegna thess að Fjölli var í bænum og við vorum búnir að mana upp einhvern trylling, ts. raw einvígi.  Ég náði að taka 170 kg raw, áður en ég fór í slopp.  Tók svo fína seríu í nýja sloppnum:

Bekkur sloppur:  160 kg x 3 (3. búkkar), 190 x 3 (2. búkkar), 220 kg x 1 (2. búkkar), 232.5 kg x 1 (1.búkki)

Bekkur raw:  20, 60, 100, 120, 140, 155, 170 kg x 1

Videó

Raw bekkur 170 kg hér:
Búkkabekkur, 232.5 kg á 1. búkka hér:


Monday, June 10, 2013

Beygjur og dedd

Var nú mættur aftur eftir 9. daga hvíld frá thungum beygjum og deddi.  Var reyndar búinn að vinna 7. næturvaktir og var illa sofinn mánudaginn 10. júni.  Ákvað samt að taka á thví og vera ekki með neitt væl.

Beygjurnar voru vandamálið síðast thar sem síðasta beyjguæfing var eiginlega misheppnuð.  Síðast gat ég ekki notað brókina góðu lengur thar sem ég hafði thyngst um c.a 8. kíló.  En í dag gekk eitthvað betur og ég er næstum kominn í dýptina.  Tók seríuna:  20, 40, 60, 100, 140, 160, 180, 205 og 225 kg x 3.  Beygjurnar voru reyndar ekki í löglegri dýpt, en samt vissulega léttir að útbúnaðurinn myndi samt nýtast mér á endanum.

Deddið var frekar threytt.  Tók bara súmóstíl:  120, 160, 200, 230, 250 og 280 kg x 1.  Thetta var 10 kg bæting frá síðustu sómóbætingu.  Hafði ekki tíma til að klára æfinguna, en mun taka nokkur dedd í World Class á morgun til að fá aukaæfingar inn í dæmið.  Er enn fullur bjartsýni á súmóstílinn.  Ferillinn hefur verið tóm vonbrigði með gamla dedd-stílnum og í haust gætu góðar bætingar í deddi dottið inn.

Hnébeygjur 225 kg x 3 hér:
Súmódedd 280 kg x 1 hér:
Æft fyrir Aldershot hér:
Baldvin með 230 kg bekk á einn búkka hér:

Monday, June 03, 2013

Bekkur

Þung bekkpressa var tekin í Stevegym mánudaginn 3. júní.  Mætti í gymmið rúmlega 16.00.  Hitaði upp nokkur sett og naut aðstoðar Eiríks Einarsson og Óskars Eiríkssonar.  Fór upp í 165 kg x 2 í raw bekk, sem er seinni tíma bæting.  Hef ekki getað baun í bala í raw bekkpressu.  Keppti c.a 3-4 raw mót síðustu þrjú ár og hef náð hæst 160 kg, sem reyndar er GPC öldungamet í powerbekk.

Í gamla daga tók ég 177.5 kg, c.a árið 1996, en það var fyrir daga litlu myndavélana.  Hef ekki getað bætt það síðan.

Sloppabekkurinn gekk vel.  Tók seríuna;  150, 170, 195, 225 kg x 3 af tveim búkkum.  Tók svo 215 kg x 2 af einum búkka og átti inn.  Hefði eflaust átt að taka meira, en átti góðan dag og verð vonandi vel ferskur eftir viku.  Repsa þá vonandi 225 kg af einum búkka!

Tók svo góða vinnslu í keðjubekk, þröngum bekk og skábekk.  Repsaði 130 kg í þröngum bekk og repsaði 110 kg í skábekk. 

165 kg x 2 raw-bekkur hér:
225 kg x 3 af tveim búkkum hér:
215 kg x 2 af einum búkka hér:
Gunz 110 kg x 5 skábekkur hér:
Kári 125 kg raw bekkur hér:
Kári 142.5 kg x 2 af tveim búkkum hér:
Kári 150 kg af 2 búkkumr hér:

Beygjur og Dedd

Beygjur og dedd voru tekin á föstudaginn 31. mai.  Því miður kom í ljós að hin frábæra brók, sem ég keypti af Fredda og ég notaði í Aldershot og á GpC/Wpc mótinu í desember er allt of þröng.  Ég náði því ekkert að beygja á fyrstu æfingu í útbúnaði.  Spurning hvað er til ráða?  Einn möguleikinn væri jafnvel að losa um hlýrana, en ég stytti hlýrana um 2. cm í fyrra.  Ef það gengur ekki, þá verður að finna aðrar lausnir.  Ég reyndi við 210 kg x 3 reps, en það var vonlaust að komast í dýpt.  Kannsi ég prófi aftur og gefi þessu einn séns.

Hins vegar reyndist brókin vel í deddi.  Ég tók sénsinn á að dedda núna með súmóstíl.  Hef verið að undirbúa súmó nokkrar æfingar, en farið hæst í 200 kg, 1 reps.  Núna bætti ég mig um 70 kg!  Tók seríuna:  230 kg, 255 kg og 270 kg.  Ég tók svo nokkur sett af búkka áður, en haldið var heim.  Var með nokkrar strengi næstu daga, en veit ekki hvað gerist næst.  Hugsanlega kýli ég á Súmó, en í haust verður sá stíll búinn að skila mér bætingum.

Súmódedd, 230 kg hér:
Súmódedd, 255 kg hér:
Súmódedd, 270 kg hér:
Kári með 180 kg x 3 Raw beygju hér: