Friday, May 29, 2009

Réttstöðulyftan

Enn var mætt í gymmið. Smá kvíði kom upp, enda hefur maður verið með vott af flensu í vikunni. Stefnt var að því að taka 250 kg x 3 og það tókst, enda var farið í stálbrók. Í næstu viku er stefnt að því að repsa 260 kg. Fullt af fólki var mætt í gymmið í dag. Sumir voru ferskir en dagsformið á mönnum var misjafnt.

Myndbönd

Gunz tekur 250 kg hér:
Sir Magister tekur 250 kg hér:
Palli Patró repsar 220 kg hér:

Friday, May 22, 2009

Réttstöðulyftan

Masterinn var mættur í réttstöðuna á gamalkunnar slóðir. Ekki verður farið frekar út í hvers vegna hann hefur ekki mætt í æfingastöðina í 3. ár, en hann var í ágætum gír og stefndi á sjúkrabætingu. Hann tók 240 kg x 3 og það fór fram úr hans björtustu vonum, enda hefur hann átt í slæmum meiðslum í mjöðm. Gunz stefnir á að jffna sitt bezta í lok júní, en ekki er ljóst hvað mjöðmin þolir. Bekkurinn er hins vegar á hraðri uppleið. Á æfinguna voru m.a mættir, Ingvar Invars sem tók 260 kg létt. Bjarki Geysir, Bjarki Hriki, Sigurjón, Sir-Magister, Palli Patró, Sverrir Sig, Silli, Rúnar, Baldvin osf.

Myndbönd

Master tekur 240 x 3 hér:
Sigurjón tekur 24o kg hér:
Sir Magister-Cat tekur beygjur hér:

Gunz er nú orðinn kartöflubóndi í Skammadal





Monday, May 18, 2009

Bekkurinn

Bekkurinn var nú tekinn þriðja mánudaginn í röð í KR eða Þrekhúsinu. Þar hittist nú alltaf þéttur hópur til að taka bekkinn. Í síðustu viku fór Masterinn í 145 kg x 2. Í þessri viku var hins vegar farið í bekkpressuslopp og með honum náðist að flengja upp 180 kg. Gleymdi að vísu að stoppa, en þetta var frekar frísk lyfta sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Ingvar Ringo bætti sig svo á bekk á kjötinu með lappirnar uppi. Hermann, Ísleifur, Kári og Palli Patrópáver voru líka að taka vel á því.

Myndbönd

Ingvar tekur 200 kg hér:
Ingvar tekur 190 kg hér:
Kári með sjúkrabætingu hér:
Sleifur pumpar 140 kg á kjötinu hér:
Master 160 kg hér:
Master 170 kg hér:
Master 180 kg hér:


Friday, May 08, 2009

Réttstöðulyfta

220 kg x 2

Aukaæfingar td tók vel af fótréttum og bakæfingum. Ætla mér að þjálfa upp allar hugsanlegar aukaæfingar, því ég get því miður ekki ennþá tekið hnébeygjur. Þorði ekki hærra í dag, enda engin ástæða til. Fann lítið til mjöðminni og reikna með að taka 230 kg á næstu æfingu og stefna stöðugt upp á við.

Var bara einn í æfingasalnum, fyrir utan einn öflugan trimmara sem var að taka hnébeygjur. Er mjög ánægður með að finna ekkert til eftir æfinguna og komst m.a upp stigann upp á þriðju hæð heima án þess að finna neitt til. Það er í raun frábærar fréttir. Ég missti nefnilega af tíma hjá sérfræðilækni í gær og vonandi þarf ég ekkert að heimsækja hann í næstu viku.

Með þessu áframhaldi ætti 280 kg plús að ganga upp í lok júní. Get ekki verið með neinar draumavæntingar, þótt Ingvar Ingvarsson hefði spáð því að ég myndi taka 300 kg í sumar!

En það er ljóst að ég verð að liggja í öllum aukaæfingum ef ég á að byggja upp góðan styrk í baki og fótum.

Wednesday, May 06, 2009

Föstudagur

Á föstudaginn er komið að ögurstund. Þá mun Masterinn fara á deddlyftæfingu og kanna sig. Ef hann tekur 220 kg án þess að finni mikið til í mjöðm, þá mun hann skrá sig á stórmót í þessari grein í júní. Ef hins vegar meiðslin verða þess eðlis að stöngin haggist ekki þá mun hann draga sig í hlé. Hins vegar er mjög líklegt að hann reyni sig í bekknum í staðin. Þar er tvisturinn handan við hornið!

Monday, May 04, 2009

Bekkurinn

Bekkpressa 140 kg x 2
Bekkpressa 130 kg 3x3
Þröngur bekkur 120 kg x 5

aukaæfingar

Þetta var mánudaginn 4 mai. Föstudaginin áður hafði bekkurinn svo verið tekinn í WC, 115 kg 3x5 og mánudaginn þar á undan var bekkurinn uppá

135 kg x 3

Bekkurinn hefur því verið tekinn frekar stíft og næsta æfinga ætti því að vera létt. Stefnt er að því að taka allar mánudagsæfingarnar með Metal-molum í KR. Slæmu fréttirnar eru að það gengur hægt að lækna verkina í mjöðminni. Þetta er í áttina, en óvíst er hvort hægt sé að taka þunga réttstöðu á næstunni. Tíminn mun leiða það í ljós.

Masterinn gat þess vegna ekki varið Íslandsmeistaratitil sinn í WPC sambandinu frá árinu 2008, þegar hann tók 715 kg í samanlögðu. Hann var því meðal áhorfanda þegar Bjarki Geysir vann 110 kg flokkinn með ágætri frammistöðu.
Úrslit 2008 hér:
Úrslit 2009 hér