Monday, May 03, 2010

1. mars-1. mai

Gunz var að komast í góðan anda þegar nær dró Metalmótinu í kraftlyftingum. Metalmótið átti að vera létt upphitun fyrir það sem koma skyldi. Náði fljótlega góðri líkamsþyngd, en svo gerðist eitthvað á einni morgunæfingunni í World Class. Sennilega í hnébeygjum með 100 kg. Taldi að um minniháttar mál væri að ræða og um viku síðar átti að vera þung æfing í hnébeygjum og réttstöðulyftu. Þá var ennþá tæplega tvær vikur í Metalmótið. Fór upp í hnébeygjum. Beygði m.a 200 kg í útbúnaði, en var svo rekinn af félögunum í 215 kg, sem fór einnig upp. Sjálfur hafði ég fundið til í upphitun, en eftir að hafa fengið upphitunarkrem, þá kenndi maður sér ekki meins. Fór svo í 240 kg x 3 í réttstððunni. Fór svo heim nokkuð sáttur, en fljótlega fór að bera á slæmum verkjum í hné. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að mikill vökvi hafði safnast fyrir ofan hné. Því miður var það ljóst að Íslandsmót Metals var farið út um gluggan auk þess sem, RAW mót Versins var einnig ónýtt. Svo virðist sem Evrópumótið á Akureyri sé einnig ónýtt, því ég get því miður ekki æft réttstöðulyftu, þar sem ég átti öldungatitil að verja. Einnig óttast maður að sjálf heimsmeistarmótið í nóvember gæti verið í hættu ef það kemur meira bakslag í batann. Það skal taka fram að læknar hafa lítð geta gert fyrir karlinn. Í fyrsta sinn (annan í páskum) var tappað 160 ml af hnénu, en í seinna skiptið var ekkert gert og karlinn beðinn um að jafna sig sjálfur.

En þrátt fyrir gífurlegt svekkelsi vegna þessara meiðsla þá hafa æfingar í bekkpressu gengið framar vonum. Gat alltaf æft bekkpressu jafnvel út í Thailandi þegar hrunið mikla í líkamsþyngd átti sér stað. Þá var þó hægt að taka bekkinn og efri skjóðuna. Síðan þegar heim var komið fóru þyngdirnar að þjóta upp. Tók fljótlega 140 kg x3, síðan 145 x3 og 150 x 3 og 155 x 2 á frekar þreyttum degi. Mætti svo á bekkpressuæfingu í síðustu viku og var þá tilbúinn í slaginn með bekkpressubol frá Ingvari Ingvarssyni í farteskinu. Bolurinn sem reyndar er vel víður á karlinn virkaði vel. Tók 180 kg létt, en setti svo 200 kg á stöngina, sem Fjölnir læknanemi taldi að færi upp. Eftir að hafa þeytt þeirri þyngd upp vildi Fjölnir setja 210 kg á stöngina, sem var 5 kíló bæting. Sú þyngd fór einnig upp frekar létt. Því miður er ekki til video af þeirri lyftu, en eftir var tekið smá sjúkrabætingu í kjötbekk. 170 kg var tekið og náðist sú lyfta á myndband vegna þess að Haukur kvikmyndagerðarmaður var mættur á svæðið.

Bekkpressumarkmiðin fyrir sumarið hafa því verið hækkuð svakalega til að vega upp hin leiðindin. Núna er markmiðið að taka 230 kg á Evrópumeistaramótinu í sumar og verja öldungatitilinn sem vannst í Amsterdam. Bæting upp á 30 kíló er markmiðið! Til þess að þessi markmið náist verður að æfa eins og skeppna fram á sumar. Léttu æfingarnar verða teknar í World Class, en þungu æfingarnar í Stevegym. Vonandi gengur þetta allt upp í frábærum útbúnaði.

Að lokum skal minnast á að Rúnar Óttarsson æfingafélagi okkur er að flytjast til Norgegs til að vinna og massast upp. Við óskum honum góðs gengis í draumalandinu!