Monday, October 26, 2009

Bigarmót Metal

Bikarmót Metal var eiginleg lokaæfing fyrir Vegas. Ekki verða fleirri toppar teknir og því lét maður tilleiðast og skráði sig til keppni. Þorði ekki að keyra í gegnum mótið af fullu afli, en ákvað að vera með í hnébeygjunum til að vera með í keppninni. Svo reiknaði maður með bætingum í bekkpressu og réttstöðunni.

Hnébeygja: Endaði í 225 kg í hnébeygjum. Átti í vandræðum með dýptina og fékk því tilraun tvö ógilda. Er nokkuð viss um að taka 240-50 kg ef maður þá á annað borð toppar út í Vegas.

Bekkpressa: Tók 185 kg létta fyrstu tilraun. Fór svo beint í 200 kg. Eftirá að hyggja hefðu maður bara átt að setja 195 kg í annari og taka svo 202.5 kg í þriðju. Fyrri tilraunin við 200 kg var ekki nógu vel útfærð og lyfti aðeins fjósinu. Annars er þessi 200 kg ekkert mál. Hef tekið 200 kg það oft að ég hef ekki tölu á, þótt ekki hafi ég fengið það gilt á móti ennþá. Tilraun tvö var bara þokkaleg og sloppurinn er hólkvíður á mér. Þyrfti kannski að breyta stýlnum örlítið. Þetta er bencherbolur frá Metal númer 56, en ég er enn að bíða eftir 54 númerinu sem ég á að fá fyrir þann sem sprakk um daginn.

Réttstöðulyfta: Fór í fyrstu tilraun í 265 kg létt. Fór svo beint í bætingu 285 kg sem fór lipurlega upp. Fór svo beint í 660 pundinn, en þau fóru ekki upp í dag. Hefði átt að sýna meiri skynsemi og taka 290-295 kg í þriðu tilraun og vera ekki svona "obsessed" á 300 kg múrnum. Hann bara kemur þegar hann kemur.

Að lokum: Þetta mót var fín lokaæfing fyrir Vegas. Gerði nokkur mistök sem gerðu mann pirraðann langt fram á næsta dag. Auðvelt að vera gáfaður eftirá, því ef maður hefði kannski tekið á fullu afli í hnébeygjum. Sýnt smá skynsemi í bekkpressu og réttstöðulyftu hefði maður tekið þyngstu lyftur mótsins í samanlögðu og eflaust unnið sjálfan stigabikarinn. Þá hefði þetta litið eitthvað svona út:
Hnébeygja 240 kg, Bekkpressa 195 kg og réttstöðulyfta 292, 5 kg eða samanlagt: 727,5 kg, sem hefði verið mesta þyngd mótsins. Ég átti samt næst mestu bekkpressu mótsins eftir Þór Sigurðsyni og næstsmesta dedd mótsisn eftir Bjarka Hrika!

Annars var mótið flott og margir nýmolar áttu gott mót. Þór Sigurðsson er athyglisverður moli sem vann stigabikarinn. Þröstur Ólason er heimsklassa unglingur og margir aðrir komu á óvart. Vonbrigði mótisins eru væntanlega hjá undirrituðum, þeim bræðrum Bjarka Hrika og Sigurjóni sem oft hafa gert betur og svo hjá Fjölni Teygjutvister sem ætlaði sér líka mun betri hluti. það kemur vonandi í Vegas hjá okkur báðum, enda erum við enn á ný reynslunni ríkari.

Setti samt ágætt öldungamet í réttstöðu í flokki 40 ár plús hjá Metalsambandinu. Átti fyrri tvö metin, 270 kg og 275 kg frá því í Amsterdam (var aldrei skráð). Þess ber að geta að ég á líka metið í 100 kg flokki, en það er bara 252, 5 kg, sett í vor, þegar ég tvíbætti met Svavars Smárasonar.

Úrslit hér:
Þyngra hollið í réttstöður hér:
Léttara hollið í bekkpressu hér:
Þyngra hollið í bekkpressu hér:




Monday, October 19, 2009

Squat


Hnébeygjuæfingin fór ekki eins til var ætlast. Ætlunin var að fara í 230-40 kg í græjunum. Taka svo létta réttstöðu og enda svo í laufléttum aukaæfingum. Hugmyndin var að kanna sig á laugardaginn í réttstöðulyftu. Ég er skráður til leiks á Bikarmóti Metals í kraftlyftingum. Það er naðsynlegt að taka eina opna deddæfingu fyrir framan fullt af fólki, því það mun verða múgur og marmenni á Riviera hóteliu í Vegas í Nóvember. Það verður að viðurkennast að markmiðið er að taka þar 300 kg. Og á laugardaginn gæti maður vonandi tekið eitthvað nálægt því.

En í hnébeygju dagsins fraus ég niðri með 230 kg. Var eitthvað svo hægur og stirður. Kenni svínaflensusprautunni um máttleysið. Harkaði síðan af mér og ákvað að taka 220 kg tæknilyftu og hún var svo tekin létt og í góðri dýpt. Er samt nokkuð viss um að taka 240-50 kg á mótinu. Meira verður það víst ekki að þessu sinni, það er ljóst. En þrátt fyrir niðurbrot þá verður maður að hugsa um það að hnébeygjan skiptir minnstu máli fyrir fyrirhugað mót. Aðalatriðið er að bekkpressan og réttstöðulyftan verði mér ekki til skammar. Þar mæti ég til leiks sem evrópumeistari öldunga í 110 kg flokki og hef því heiður að verja.

Svo er það sem skiptir lang mestu máli. Begga litla byrjaði að labba í vikunni. Ég hafði verið að vinna svo mikið að ég missti alltaf af þessu stuttu sprettum hennar. En í gær var hún komin á fullt skrið. Þá var hún loksins til í að labba fyrir mig.

220 kg squat hér:
230 kg squat hér:
Begga byrjuð að ganga hér:
Bjarki hriki hér:

Sunday, October 18, 2009

Keppendur í Vegas

Andstæðingar mínir í Las Vegas verða ekki af verri endanum í öldungakeppninni. Það er því óþarfi að halda því fram að ég þurfi ekkert að hafa fyrir hlutunum, ef ég verð svo heppin að koma heim með verðlaunapening. Eins og sannur brjálæðingur er ég skráður í þrjú mót, sérstakt powermót í aldurflokknum 40-44ára, sérstakt bekkpressumót og sérstakt réttstöðulyftumót. Í powermótinu mæti ég m.a sjálfum Evrópumeistaranum Peter Bongers frá Hollandi. Hann keppti út í Amsterdam og varð glæsilegur sigurvegari í 125 kg flokki, en hann lyfti 847.5 kg í samanlögðu (345, 202,5 &310) og varð sterkasti öldungurinn í power yfir alla aldurflokka, en var með næstmesta deddið á öllu mótinu. Aðeins Dave Carter lyfti meiru í deddi, en hann tók 320 kg. Það skal taka fram að í sjálfu deddmótinu var mesta þyngdin aðeins 275 kg í öllum öldungaflokkunum, en hana tók undirritaður.

Annar andstæðingur minn í powermótinu er Dave Smiley, en hann á heimsmetið í bekkpressu í flokki 40-44 ára hjá WPF sambandinu, eða 237.5 kg. Ekki veit ég hvað hann tekur í samanlögðu, en það verður spennandi að komast að því.

Andstæðingur minn í bekkpressumótinu er m.a heimsmethafinn í single-lift í bekkpressu, Jim Chaaban, en hann á 248 kg í 110 kg flokki hjá WPF sambandinu.

Að sjálfsögðu ætla ég að sýna þessum mönnum í tvö heimana í deddi og lyfta meiru, en bæði Bongers og Smiley í deddinu. Stefni að sjálfsögðu á gullið í deddinu!

Peter Bongers hér:
Dave Smiley
Jim Chaaban

Hér er hægt að skoða árangur sumra Bandaríkjamannana m.a, Smiley & Chaaban á :
USPF National PL, BP, DL
July 3-5, 2009
LaMirada, CA

Friday, October 16, 2009

205 kg í bekk

Eftir að hafa rifið sloppinn á mánudaginn þurfti maður smá uppreisn æru. Því þurfti maður endilega að prófa 205 kg bætingu. Lyftan fór upp, en tæknilega á ég að gera mun betur. Fór allt of hratt niður brjóstkassann og var spennulaus. Sloppurinn hefði getað legið betur, en þetta var samt fín upprisa. Þetta var nýr sloppur og tveim númerum stærri en sá sem rifnaði. Metal King Bencher númer 56. Fór síðan beint í símann þegar heim var komið og sendi Sveini Inga sms. Ég hef nú jafnað þig í bekkpressu elsku karlinn!

Gunz tekur 205 kg hér:
Gunz tekur 190 kg tæknibekk hér:
Flosi leikur sér með 180 kg hér:

Monday, October 12, 2009

Sloppurinn rifnaði

Ætlaði að taka góða æfingu á bekk. Fór í nýja Meta(l) sloppinn og fílaði mig nokkuð vel. Fékk góða hjálp frá félögunum. Var í góðum málum þegar ég fór í upphitun með 190 kg. Ætlaði síðan að stökkva í metlyftu, jafnvel fleirri en eina. C.a frá 210-220 kg, en því miður. Bingó! Sloppurinn rifnaði!?

Mynbönd

Kári hjólar hér:
Gunz tekur nokkrar lyftur hér:

Monday, October 05, 2009

Hnébeygjur & dedd

Tók frekar þungan dag í hnébeygju og réttstöðulyftu í Stevegym í kvöld. Kalt var í hjallanum og því var það löngu ákveðið á tekin væri þung æfing á mánudögum í Super-gym annan hvern mánudag. Þrátt fyrir kuldan, þá fór ég aðeins yfir 200 kg á kjötinu í beygjum. Enn er dýptin vandamál. Svo var tekið réttstöðulyfta. Var kominn í góðan fíling, en vildi ekki toppa alveg í dag. Því kom sú hugmynd að bæta sig á léttri upphækkun, þs tvær mottur. Flestir æfa með eina mottu og taka varla eftir því. Fór fyrst í bætinguna 285 kg og stökk svo í 300 kg. Rétt klikkaði á þyngdinni. Veit ekki hversu skynsamlegt þetta var, en það hefði verið óneytanlega gaman að taka 300 kg í frostinu í Steve-gym.

Myndbönd

202,5 kg í hnébeygjum hér:
285 kg í réttstöðulyftu (upphækkun) hér:
300 kg í réttstöðu (upphækkun) hér:

Sunday, October 04, 2009

Fógetamótið

Tók þátt í F'ogetamótinu í bekkpressu á laugardaginn. Þegar nær dró móti var ég orðinn harla efins að þetta mót myndi gangast mér mikið. Í fyrstal lagi hafði ég ekki æft hreinan kjötbekk síðustu vikur, heldur droðist í allskonar sloppa, en tekið í staðinn æfingar eins og keðjubekk, þröngan bekk og trýsepæfingar. Í öðru lagi myndi ég missa úr eina mikilvæga sloppaæfingu. Ég hafði fyrir nokkru tekið æfingabætingu í nýja sloppnum og klæjaði í fingurna að teka fleirri.

Ég var hins vegar einn af þeim fyrstu sem skráðu sig í mótið í vetur og kunni engan vegin við að draga mig út úr mótinu á síðustu stundu eins og svo margir gera. Taldi þó að ég væri upp á 160-70 kg á kjötinu og sloppurinn gæfi mér því um 40 kg viðbótarstyrk. Hins vegar fór það svo að ég átti ekki séns í 162.5 kg sem kom manni í opna skjöldu. Er það virkilega svo að sloppurinn er að gefa mér heil 50 kg? Ég er ekki svo viss um það, því eins og áður segir hafa æfingar mínar miðast við að taka bekk í slopp, auk þess sem tækni mín í sloppum hefur stórlagast. Tíminn á eftir að leiða það í ljós hvort ég klári ekki 200-210 kg í nóvember.

Mótið var hins vegar vel heppnað og Silli Trappi vann minn flokk glæsilega. Gerði reyndar smá mistök í síðustu lyftunni, sem varð til þess að hann sat eftir með 165 kg. Hann fór með 175 kg upp, en fékk hana dæmda ógilda.

Úrlit mótsins má nálgast hér:
202.5 kg lyfta mín í sloppnum má sjá hér:
162.5 kg lyfta mín slopplaus má sjá hér:
Trailer úr Steve-gym hér:
Big Ben með þyngstu lyftu mótsins hér: