Thursday, June 30, 2016

Ísak Jónsson

Bóndi í Skógum, Fjarðarsókn, S-Múl. 1880. Síðar bóndi á Krossi í Mjóafirði, S-Múl. Flutti vestur um haf 1887. Kom aftur til Íslands og kenndi löndum sínum að byggja og reka íshús. Húsráðandi á Akureyri, Eyj. 1901. Drukknaði.

Árið 1905 fór hann að búa á Þönglabakka í Þorgeirsfirði og druknaði þar 4. júlí 1906.

Meira um Þönglabakka í Þorgeirsfirði hér:  

Brekkuþorp, gam­all út­gerð­ar­stað­ur þar sem Ísak Jóns­son byggði fyrsta ís­hús á Ís­landi 1895. Þar er kirkja og skóli. Aðalatvinnuvegir eru sauð­fjár­rækt og fiskverkun. Þar var Þór­ar­­inn Jóns­son tón­skáld (1900–74) fædd­ur og upp­­­al­inn. Það­an er Vil­hjálm­­ur Hjálm­ars­son fyrr­um ráð­herra (f. 1914).


Í minningum frá Möðruvöllum örlar á skákiðkun skólapilta og þó nokkrir embættismenn bæjarins höfðu kynnst skákíþróttinni í Reykjavíkurskóla og úti í Kaupmanna höfn. Loks var látið til skarar skríða þ.24.nóv 1901, þegar 6 menn komu saman hjá Boga veitingamanni Daníelssyni á Barðsnefi (Hafnarstræti 64) að ræða um stofnun taflfélags. Í stjórn voru kosnir Jón Jónsson söðlasmiðir á Oddeyri, Ísak Jónsson íshússtjóri á Oddeyri og (Óli) Steinback Stefánsson tannlæknir. Hér væri réttnefni undirbúningsnefnd, því nokkrum dögur síðar, 5.des., er Jóni Jónssyni, Otto Tulinius og Ásgeir Pjeturssyni falið að semja lagafrumvarp fyrir félagið og viku síðar, 12.des.1901 voru lögin samþykkt og nú kosin stjórn og skift verkum þannig.
Formaður Otto Tulinius (1869-1948) kaupmaður.
Skrifari Asgeir Pjetursson (1875-1942) útgerðarmaður
Gjaldkeri Jón Jónsson (1853-1913) söðlasmiður.






Linkar

1.  Konráð Hjálmarsson 
2.  Var hann erlendur fjarfestir?