Sunday, April 30, 2006

Dagar víns og rósa














Saturday, April 29, 2006

Hvert fer Eiður Smári?

Ég tel það mjög líklegt að Eiður Smári fari frá Chelsea í sumar. Eftir að hafa horft á leikinn í dag milli Man. Utd og Chelsea sem Eiður kom ekkert við sögu eru íslenskir íþróttafréttamenn farnir að velta fyrir sér nýju liði fyrir Smárann. Þetta skiptir marga Íslendinga máli því Chelsea á mjög marga stuðningsmenn útaf Eiði og engum öðrum. Þeir munu margir fylgja honum til t.d Newcastle. Það tel ég vera rétta liðið fyrir hann. Stór klúbbur, sem kallaður er sofandi risinn. Svo væri auðvitað rosalega gaman að sjá hann á Ítaliu eða Spáni, td AC Milan eða Barcelona. Þar er boltinn ekki eins harður og þar myndi ég telja að hann gæti blómstað. Eða bara vera áfram hjá Chelsea og vera einskonar Sólkjer, þs spila 2-10 leiki á tímabil og hugsa eingöngu um hag fjöskyldunnar, sem vil varla flytja mikið að óþörfu. En hann færi nú varla til annars Lundúnarliðs og ekki er spennandi að snúa aftur til Bolton. Væri það ekki afturför?

Hraðmót

Ég náði að verða efstur í hraðmóti í Víkingaskák í vikunni. Ég varð efstu með 5. vinninga, en jafn mér varð enginn annar en Sveinn Ingi. Tefltar voru tvær umferði, í þeirr fyrri var umhugsunartíminn 7. mín, en 5.min í þeirri síðari. Al-heimsmeistaratitilinn var ekki í hættu að þessu sinn, enda um hraðmót að ræða, en við urðum í staðinn hraðmeistarar. Alheimsmeistari í Víkingahraðskák.

Wednesday, April 26, 2006

Nýr maður

Ég ætlað að prófa mig áfram í að breyta útlit bloggsíðunnar. Til að byrja með er ég búinn að færa allt yfir á aðra síðu í tilraunaskyni og þegar nýji liturinn er fundinn get ég prófað að breyta. Það gæti vel verið að maður notað þessa slóð: gunzfreyr.blogspot.com, sem er auðvitað mun auðveldara að muna. En ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Best að fara rólega í sakirnar, enda mjög íhaldsamur í þessum efnum. Það væri gaman að fá "comment" um litinn, en byrja á hvítum. Annars er ég á leiðinni í útskiftaveislu hjá sjálfum mér á eftir. Erum að útskrifast sem Félagsnördar. Kannski heldur maður uppá þetta í kvöld, en það er ekki víst, því við erum ekki formlega útskrifuð, því sumir eiga eftir að klár eithvað smotterí og ég á til dæmis eftir lítið próf og fara í smá húllahopp "félagslega virkni". En sumir eiga eftir einhverja fötlunar áfanga. En allir ættu að vera búnir eftir rúmlega viku. Annars hafa þau í Mími staðið sig frekar illa í að koma klára þetta. Til dæmis er eitt og hálft síðan ég var húllahoppinu. Það voru þrír tímar eftir og ég spurði kennarann hvort ég kæmist til Norður Thailands. Jú, alveg sjálfsagt mál, þú bara leysir sérverkefni og málið er leyst. En því miður var skrifstofan, sem sé um námið fyrir Eflingu & LSP ekki á sama máli, þannig að ég ég á eftir að taka snú-snú áður enn ég útskrifast. Ég ætla samt að mæta í Lloyd skónum mínum á eftir upp í Eflingu, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær gráðu.
TILRAUNABLOGG HÉR

Ronaldinho

Skildi Ronaldinho og félagar ná að komast í úrslitaleikinn í dag. Þeir gera það er þeir ná hagstæðum úrslitum á Camp Nou í dag gegn AC Miland (Milan). Ef þeir klára þetta fáum við draumaúrslitaleikinn á Parísarvelllinum í mai. En þá held ég að Arsenal verði sigurstranglegra liðið, alveg eins og Liverpool í fyrra. Þá voru Púllarar í fimmta sæti í ensku deildinni, en enduðu með evrópudolluna. Núna virðist Arsenal vera gera það sama, með því að toppa á hárrétum tíma. Hins vegar ef Miland menn vinna Barca í dag, þá taka þér Arsenal létt. Þetta er bara mín skoðun.

Ásgeir Hannes

Ég er búinn að dáðst af Hannesi Ásgeiri síðustu daga, enda maðurinn bara að segja sínar skoðanir og ég virði skoðanarfrelsið mikið. Hann hefur ekki verið með neinar upphrópanir eða dylgjur. Hann hefur ekki verið með neina fordóma heldur, því eins og hann benti spyrlinum á um daginn, þegar hann var ásakaður um fordóma. Hvað eru fordómar? Fordómar eru fyrirfram dómar. Hann hefur þá ekki að eigin sögn. Þetta er góður maður og bullið um hann síðustu daga hefur sært mig. Það eru fjölmiðlamenn sem hafa verið með ljót orð um hann og hans hugmyndir, en þetta byrjaði víst allt með einhverri skoðanakönnun. Hann afgreiddi td svertingja á Blásteini (Blásteinn er víst einhver bar uppí Árbæjarsveit) og hann hefði nú varla farið að afgreiða hann ef honum væri illa við svertingja. Svo fékk hann morðhótanir hérna um árið, frá svörtum manni sem var að fá einhvern friðarstyrk. Hafið þið séð Umbalæa, sem hótaði honum? Hann hefur allavegana mjög "skerí" útlit sem skelfir einhverja. Ég hef reyndar einhverntíman sötrað kaffi með Hannesi Ásgeiri á Kaffi París, þar sem ég treð mér stundum með ættingjum mínum. Man ekki hvort ég hafi talað við hann, en sennilega ekki því ég er oftast frekar óframfærinn maður. Það hefur sennilega verið fyrir mörgum árum við "borðið" sem nafni hans Hannes Hólmsteinn, Hrafn Krummi og Afi (svo einhverjir séu nefndir) héldu til á Kaffi París. (Núna er kominn annar Kaffi París staður sem á ekkert skilt við þann gamla góða) Svo var hann í hulduher Alberts og ég studdi Borgaraflokkinn sem unglingur. Pulsusalinn sem gerðist þingmaður er bara goð í mínum huga. Hinn íslenski draumur. Hins vegar fer í taugarnar á mér umræðan út um allt samfélagið, fólkið á litlu kaffistofunum sem er stútfullt af illum hug til náungans, td sprenglærðir heilbrigðisfulltrúar á LSP sem fyrirlýtur annað fólk af því það lítur öðru vísi, af því það talar ekki góða íslensku og af því það tekur af okkur vinnuna, stelur af okkur konunum, yðkar aðra trú, eða af því það hefur annan hörundslit osf. Ég vil endilega draga þetta fólk fram í dagsljósið, fólkið á litlu kaffistofunum um allt land, mæðurnar sem fyrirlíta hinar mæðurnar á leikskólanum af því börn þeirra hafa annan uppruna. Litlar smásálir sem hafa ekki einu sinni komið til Færeyja, en telja sig þekkja allan heiminn. Ég vona svo sannarlega að þessi flokkur komist á skrið og vil endilega heyra málflutininginn og fá mælska menn í umræðuna. Þessir flokkar eru stundum sagðir vondir við útlendinga, en góðir við gamlingja. Hvað sem þeir heita s.b Karl Hagen, Glistrup eða sá austurríski sem sló í gegn fyrir nokkrum árum. Þetta eru ekki Nýnasistar, þetta eru heiðvirðir borgarar, fjölskyldumenn sem hafna öllu ofbeldi. Það sama var örugglega hægt að segja um íslenska þjóðernisflokkinn í denn. Hvað hétu þeir bræðurnir undan Eyjafjöllum, sem stunduðu sjóinn og stofnuðu flokk. Fjöskyldur þeirra voru vinarfólk móðurfólks míns. Því miður hvarf þessi flokkur á nokkrum mánuðum, en flokkurinn var úthrópaður af fjölmiðlamönnum að ósekju. Og svo var einn gamall vinur minn einn af forsprökkum félagskaparinns Norrænt Mannkyn (forrveri þjóðernisflokksins), en hann var einmitt virtur lyftingafrömuður, framhaldskólakennari og besti drengur, en við fórum oft á fyllerí í denn. Hann er reyndar búinn að snúa við blaðinu held ég, en það er nú önnur saga.

Íslandsmótið í KRAFT

Tölurnar eru bara eftir minni, ég breyti þá bara þegar rétt úrslit munu berast. Annars þóttist ég vera að aðstoða Bjarka Geysi sem var því miður meiddur á læri og gat því ekkert beygt. Svo reyndi ég að aðstoða lærisvein minn Bjarka Hrika, sem átti eitt sitt best mót, tók m.a 282,5 kg í réttstöðulyftu létt. En Auðunn Jónsson tók víst 1040 í samanlögðu, með 400 kg í hnébeygju, 280 í bekk og 360 í réttstöðulyftu. Alltaf sama öryggið hjá meistara Audi. Í 125 kg tók Borgnesingurinn Þorvaldur 357, 220, 305, en náði ekki að lyfta á 322 kg, sem hefði þýtt 900 kg á hans öðru móti. Bjarki Geysir keppti bara í bekk og réttstöðu, en hann fékk dæmda af sér 210 kg í bekknum, en tók svo persónulega bætingu í réttstöðu 325 kg. Gamli Refurinn Víkingur Traustason náði hins vegar öðru sætinu í flokknum, en hann gat ekki tekið á því í bekknum. Akureyringurinn Þórarinn Traustason sigraði glæsilega í 110 kg með 740 kg í samanlögðu (275 182.5 282.5), en hann var mjög heppinn að komast í gegnum hnébeygjurnar, en annar varð Árni Freyr efnilegur Skagamaður, en Skagamenn framleiða núna efnilega lyftara á færibandi. Hlöllinn vann 100 kg flokkinn og María sigraði kvennabaráttuna og bætti sig að sjálfsögðu í öllu, en ég tók einmitt við hana örviðtal, sem kemur vonandi í Helgarsportinu á morgun, en sjónvarpstöðin Sýn verður að eiga mótið, enda hafa þeir staðið sig vel með Kraftasporið. Önnur úrslit koma seinna.
Nánari ÚRSLIT HÉR
Myndir I Hnébeygja
Myndir II Bekkpressa
Myndir III Réttstöðulyfta



Til Ítalíu

Viktoría og Benjamín eru útí á Ítalíu þar sem þau eru í 10. daga Zuzuki námskeiði. Helga Maria móðir þeirra fylgir þeim, en hún á afmæli í dag 16. apríl, er sem sagt Naut. Ég veit ekki hvar þau eru á Ítalíu, en þau gætu verið í Milanó og þá skoða þau vonandi hina stórmerkilegu Scala operuhúsið. Veit ekki hvort þau fái sér ekta Ítalsak Pizzu í tilefni dagsins, en við sendum kveðju til Ítalíu. Arrivederci! Bonanotte.

Scala

Látinn er í Reykjavík Sigurður Demetz Fransson (Vincenzo (Sigurður) Demetz) söngkennari. Ég kynntist honum litilega, en þá var hann kominn á tíræðisaldur. Sigurður var mjög merkilegur maður, en hann fæddist í Austurríki, nánar tiltekið suður Tírol, sem seinna varð hluti af Ítalíu, en ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki svo vel til staðhátta, en ég las æfisögu hans á síðasta ári, en hann afrekaði það meðal annars að syngja í sjálfri Scala óperunni í Milanó, en ég held það hafa bara tveir íslenskir ríkiborgarar afrekað. Sigurður lenti svo í því að framadraumar hans brustu, en einhverja hluta vegna endar hann uppá Íslandi, þar sem hann gerist söngkennari og meðal nemenda hans var meðal annars Kristján Jóhannsson. Sigurður auðgaði okkar mannlíf, en með honum fengu Íslendingar að kynnast suðrænum lífskúnsner, sem lifði hér á norðurhjara meira en helming æfi sinnar. Hann er gott dæmi um hvernig hægt er að auka menningu og listir hjá einni þjóð með einum manni. Öll okkar tónlistahefð kemur frá öðrum löndum, meðal annars varð "sprenging" í tónlistalífi Íslendinga á stríðsárunum með komu Breta og Bandaríkjamanna hingað til lands. Öll eigum við okkar drauma. Scaladraumurinn er draumur óperusöngvarans. Hjá okkur hinum blundar okkar eigin Scaladraumar. Nauðsynlegt er að setja sér markmið í lífinu, en hins vegar er hamingjan ekki fólgin í frægð og frama, en með því að gera okkar besta og njóta þess sem við erum að fást við þá getum við orðið sátt við allt og alla. Bæði guð og menn. Minn Scaladraumur fer senn að rætast.

Styttist í útskrift

Nú fer að styttast í útskriftarveisluna, því önninni fer að ljúka senn. En fyrst verður maður að rúlla upp nokkrum verkefnum. Þá verðum við Félagsráðgjafar eða eitthvað.

Berlusconi "djókar"

Ég hefði viljað kjósa signore Berlusconi í kosningunum í dag, en baráttan milli Silvio Berlusconi og Romano Prodi hefur verið mjög hatröm síðustu daga. Skoðanakannanir hafa sýnt að mjött verði á mununum. Við MILAND menn styðjum þó okkar mann.
BERLUSCONI "TEKUR" LÖGGU
Forza Milan

Meistaramót WPC

Meistaramót WPC sambandsins í kraftlyftingum fór fram í Íþróttahúsi fatlaðra í dag og áttu nokkrir molar góðan dag. Allar lyftur sem fóru í gegn skilst mér að séu Íslandsmet og voru dómararnir ekki að gefa neitt í bekkpressu og réttstöðulyftu, en hnébeygjan var væntanlega dæmd eftir WPC reglum. Margir öflugir WPC menn sáu um dómgæslu og stangarvörslu. Meðal góðra afreka var tilraun Péturs Bruno við 270 kg í bekkpressu, en hann tók 260 nokkuð örugglega í annari tilraun. Einnig reyndi mótshaldarinn Otri við góða bætingu í réttstöðulyftu 355 kg, en það fór ekki upp að þessu sinni. Gamli Stevegymmolinn Halldór Eyþórsson tók gott total, en hann tók m.a 290 kg í hnébeygju.
Nánari úrslit
& BETRI MYNDIR Á:
http://www.johannes.tv/wpc.htm
Helgarsportið
WPC-RULES



Allir í bloggi


Kári Elíson, oft kallaður Magistercat hefur opnað nýja bloggsíðu, en þar mun hann væntanlega skrifa af miklum móð um flesta hluti, en hann er auðvitað þekktastur í tölvuheimum fyrir að vera aðalritstjóri KRAFTAHEIMA (áður Stevegym.net), þannig að hann er ekki óvanur netskrifum. Hin nýja síða heitir Mennigarsíða Magisters. Annar frægur tölvu gaur fer hamförum á netinu þessa dagana, en Emil Tölvutryllir hefur haldið úti sinni bloggsíðu um hríð og vakið þar mikla athygli með vinnusemi sinni og djörfung.

Meistarar

Í ráðhúsinu um daginn hittust nokkrir meistarar, m.a Anand heimsmeitari í hraðskák, Júdid Polgar heimsins besta kona í skák (þótt hún hafi aldrei nennt að vinna kvennatitilinn) og alheimsmeistarinn í Víkingaskák, sem náði aðeins að velgja þeim bestu undir uggum í hraðskákkeppninni.

1. april

Verð að viðurkenna að 1. april fór eiginlega fram hjá mér, enda var bara um venjulegan laugardag að ræða. Á síðasta ári var ég með létt djók í gangi um spænskunám í Columbíu, en núna nennti ég ekki einu sinni að blogga og hreinlega gleymdi að plata einhvern. Líka verið mikið að gera og var m.a að klára starfsnámið í hjúkrun, þs þessar 15. vaktir kauplausar. Svo koðnaði maður niður í lyftingunum, þegar Steve fór í vanfíling og æfingafélagarnir fóru í pásu. Reyndar er Steve að hressast því á laugardaginn var hann leið á Bóhem með Bjarka Hrika og Sigurjón og ætlaði að koma þeim á kvenzu. En reyndar hélt ég ágætum styrk, td í bekkpressu og það þýðir að keppnistímabilið er ekki búið, þótt Íslandsmótið hafi klúðrast. Vona að hið árlega Héðinsmót á Ólafsvík verði eina mót mitt á þessu ári. En hvað myndu menn segja ef ég síðan keypti einbýlishús í Þorlákshöfn eins og hann GUMMI FOREST. 1. apríl?

Vísa-greifi

Það er nú ekki til að minnka paranoiuna í manni að þeir hjá Dagsbrún/stöð 2/sýn eða hvað þeir heita eru núna að stríða mér með því að láta mig tví og þríborga fyrir Sýn. Ég mæti alltaf um mánaðarmótin til að borga fyrir Sýn tilboð fyrir OG1 greifa, en á meðan er sama fyrirtæki að taka af mér boðgreiðslur fyrir sömu þjónustu. Hver gaf þeim eiginlega leyfi til þess, þótt ég hafi einhverntíman verið í boðgreiðslum osf. Ég vil ekki hafa neitt svona í boðgreiðslum, þótt ágætt sé að hafa Orkuveituna, sem maður þarf auðvitað skilyrðislaust að borga á hverjum mánuði, en það sama er ekki hægt að segja um einhverjar áskriftir. Bæ þeee vei. Ég var að kaupa mér nýjan bíl, Opel Vectra 98 og fer (að margra mati) úr drusluflokknum í meðalfjölskyldubíl. Og að sjálfsögðu er ég með tvo bíla í notkun í einu, því þannig haga GREIFAR sér, en þó ekki Vísagreifar.

Brúin yfir Kwai

Hann Ágúst Örn næturvörður og samstarfsfélagi hefði getað unnið Illuga Jökulsson í spurningakeppninni MEISTARANUM, hefði hann bara svarað lokaspurningunni og vitað í hvaða landi brúin yfir Kwai er, en reyndar gat mr. Illugi það ekki heldur. Í raun þurfti Ágúst ekki að vita það því hann hefði getað lagt eitt stig undir og unnið, en hann ákvað að sýna "íþróttamennsku" og lagði allt undir, því í raun hafði Illugi svarað nær öllum spurningum keppninar, en hafði verið of gráðugur í sérstakri peningaspurningu, en tók þá mikla áhættu og fékk þá laufléttu spurningu: Hvað heitir LUDO á indversku? Illugi fékk því slatta af mínusstigum fyrir vikið. Auðvitað hefði Ágúst átt að lækka rostann í Illuga, sem mörgum finnst ansi hrokafullur, en það er auðvitað bara orðsporið sem fer af manninum. Maður á aldrei að dæma neinn sem maður þekkir ekki, eins og almúganum er gjarnt. Ég hef dýrkað Illuga mikið, enda snjall penni og skemmtilegur útvarpsmaður, sem ég hlusta reglulega á. En hann er ekki mikill fræðimaður enda eru rit hans og pistlar ekki fyrir einhverja fræðimenn, heldur alþýðufróðleikur. Fyrir þá sem ekki vita er brúin yfir Kwai í borginni Kanchanburi í Thailandi (Við landamæri Burma-Mianmar), en hún var reist af stríðsföngum í seinna stríði og kostaði um 300.000 manns lífið. Fræg bíómynd varð gerð um atburðina með Alec Guinness í aðalhlutverki, en að sjálfögðu vissi Masterinn þetta EKKI.

Veit ekki

Hún var reyndar "endurráðin" í starfið, en ég veit ekki alveg hvað gerðist og nenni í raun ekki að athuga það. En hitt veit ég að ég náði loks að tala við réttu aðilana hjá stéttarfélaginu og ekki skemmdi fyrir að eiga tengslanet inn í raðir stórfyrirtækisins. Ég held líka að ákveðnir aðilar hafi áttað sig á að Keisarinn var ekki í neinum fötum. Annars var ég orðinn alveg uppgefinn á þessu rugli öllu og ætla ekkert að fagna sérstaklega. Fór á létta æfingu í gær í Stevegym. Foringinn var ekki kominn heim, en hann varð heimsmeistari í fjölþraut öldunga núna um daginn. Hjörtur sagði að Steve hefði sagt að ég væri í mánaðar straffi frá stöðinni, en fyrir hvað vissi hann ekki. Ekki náðist í foringjann í síma til að bera undir hann "grínið", en að sjálfsögðu hlustaði ég ekki á ruglið í Hirtinum, enda ekki hægt að fylgja þessu eftir.

Aðalfundur FL

Ég sá á netinu að aðalfundur Fl-group var haldinn í dag, en því miður misti ég af honum, en ég ætlaði að hitta á nokkra menn, m.a Magnús Ármann stjórnarmann, sem var með mér í skákinni í gamla daga, einnig ætlaði ég að spjalla lítilega við Jón Ásgeir og jafnvel Hannes Smárason. Umræðuefnið vil ég ekki fjalla um því málið er á mjög viðkvæmu stigi, en ég mun leitast við að hafa samband við þessa menn út af ákveðnu máli. Annars er ég líka spenntur að sjá hvernig stjórnin verður skipuð á morgun. Það skiptir miklu máli hver fer með völdin.

Sit ég hér

Sit ég hér á kaffihúsi
einn um miðdagsönn
kátir glaðir krakkar
leika sér að kút
kaffi og te er staðurinn
og þangað liggur straumurinn

Ég er að reyna að finna út úr þessum tæknimálum. Til þess að breyta um lit þarf ég sennilega að velja annað form, en þó get ég breytt um lit á sjálfum hausnum á blogginu. Einnig hef ég ekki ennþá komið myndvinnsluforritinu í gagnið enda bíða margar skemmtilegar myndir birtingar. En þó er aðalmálið þessa dagana ýmsar bréfaskriftir og reikningsmál, skatturinn bíður og ýmislegt annað, já og ekki má gleyma að skila bókasafnsbókunum, því nú hefur glæpafyrirtækið Intrum náð samningum við bókasafnið. Gott mál að vissu leiti. Ætla að drífa mig i að skila þessum tveim bókum sem ég er með í láni, því ég vil ekki aftur verða fastakúnni hjá Intrumeins og í denn.