Nýr maður
Ég ætlað að prófa mig áfram í að breyta útlit bloggsíðunnar. Til að byrja með er ég búinn að færa allt yfir á aðra síðu í tilraunaskyni og þegar nýji liturinn er fundinn get ég prófað að breyta. Það gæti vel verið að maður notað þessa slóð: gunzfreyr.blogspot.com, sem er auðvitað mun auðveldara að muna. En ég hef ekki tekið ákvörðun um það. Best að fara rólega í sakirnar, enda mjög íhaldsamur í þessum efnum. Það væri gaman að fá "comment" um litinn, en byrja á hvítum. Annars er ég á leiðinni í útskiftaveislu hjá sjálfum mér á eftir. Erum að útskrifast sem Félagsnördar. Kannski heldur maður uppá þetta í kvöld, en það er ekki víst, því við erum ekki formlega útskrifuð, því sumir eiga eftir að klár eithvað smotterí og ég á til dæmis eftir lítið próf og fara í smá húllahopp "félagslega virkni". En sumir eiga eftir einhverja fötlunar áfanga. En allir ættu að vera búnir eftir rúmlega viku. Annars hafa þau í Mími staðið sig frekar illa í að koma klára þetta. Til dæmis er eitt og hálft síðan ég var húllahoppinu. Það voru þrír tímar eftir og ég spurði kennarann hvort ég kæmist til Norður Thailands. Jú, alveg sjálfsagt mál, þú bara leysir sérverkefni og málið er leyst. En því miður var skrifstofan, sem sé um námið fyrir Eflingu & LSP ekki á sama máli, þannig að ég ég á eftir að taka snú-snú áður enn ég útskrifast. Ég ætla samt að mæta í Lloyd skónum mínum á eftir upp í Eflingu, því það er ekki á hverjum degi sem maður fær gráðu.
TILRAUNABLOGG HÉR
TILRAUNABLOGG HÉR
<< Home