Wednesday, April 26, 2006

Scala

Látinn er í Reykjavík Sigurður Demetz Fransson (Vincenzo (Sigurður) Demetz) söngkennari. Ég kynntist honum litilega, en þá var hann kominn á tíræðisaldur. Sigurður var mjög merkilegur maður, en hann fæddist í Austurríki, nánar tiltekið suður Tírol, sem seinna varð hluti af Ítalíu, en ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki svo vel til staðhátta, en ég las æfisögu hans á síðasta ári, en hann afrekaði það meðal annars að syngja í sjálfri Scala óperunni í Milanó, en ég held það hafa bara tveir íslenskir ríkiborgarar afrekað. Sigurður lenti svo í því að framadraumar hans brustu, en einhverja hluta vegna endar hann uppá Íslandi, þar sem hann gerist söngkennari og meðal nemenda hans var meðal annars Kristján Jóhannsson. Sigurður auðgaði okkar mannlíf, en með honum fengu Íslendingar að kynnast suðrænum lífskúnsner, sem lifði hér á norðurhjara meira en helming æfi sinnar. Hann er gott dæmi um hvernig hægt er að auka menningu og listir hjá einni þjóð með einum manni. Öll okkar tónlistahefð kemur frá öðrum löndum, meðal annars varð "sprenging" í tónlistalífi Íslendinga á stríðsárunum með komu Breta og Bandaríkjamanna hingað til lands. Öll eigum við okkar drauma. Scaladraumurinn er draumur óperusöngvarans. Hjá okkur hinum blundar okkar eigin Scaladraumar. Nauðsynlegt er að setja sér markmið í lífinu, en hins vegar er hamingjan ekki fólgin í frægð og frama, en með því að gera okkar besta og njóta þess sem við erum að fást við þá getum við orðið sátt við allt og alla. Bæði guð og menn. Minn Scaladraumur fer senn að rætast.