Wednesday, April 26, 2006

Vísa-greifi

Það er nú ekki til að minnka paranoiuna í manni að þeir hjá Dagsbrún/stöð 2/sýn eða hvað þeir heita eru núna að stríða mér með því að láta mig tví og þríborga fyrir Sýn. Ég mæti alltaf um mánaðarmótin til að borga fyrir Sýn tilboð fyrir OG1 greifa, en á meðan er sama fyrirtæki að taka af mér boðgreiðslur fyrir sömu þjónustu. Hver gaf þeim eiginlega leyfi til þess, þótt ég hafi einhverntíman verið í boðgreiðslum osf. Ég vil ekki hafa neitt svona í boðgreiðslum, þótt ágætt sé að hafa Orkuveituna, sem maður þarf auðvitað skilyrðislaust að borga á hverjum mánuði, en það sama er ekki hægt að segja um einhverjar áskriftir. Bæ þeee vei. Ég var að kaupa mér nýjan bíl, Opel Vectra 98 og fer (að margra mati) úr drusluflokknum í meðalfjölskyldubíl. Og að sjálfsögðu er ég með tvo bíla í notkun í einu, því þannig haga GREIFAR sér, en þó ekki Vísagreifar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home