Saturday, April 29, 2006

Hvert fer Eiður Smári?

Ég tel það mjög líklegt að Eiður Smári fari frá Chelsea í sumar. Eftir að hafa horft á leikinn í dag milli Man. Utd og Chelsea sem Eiður kom ekkert við sögu eru íslenskir íþróttafréttamenn farnir að velta fyrir sér nýju liði fyrir Smárann. Þetta skiptir marga Íslendinga máli því Chelsea á mjög marga stuðningsmenn útaf Eiði og engum öðrum. Þeir munu margir fylgja honum til t.d Newcastle. Það tel ég vera rétta liðið fyrir hann. Stór klúbbur, sem kallaður er sofandi risinn. Svo væri auðvitað rosalega gaman að sjá hann á Ítaliu eða Spáni, td AC Milan eða Barcelona. Þar er boltinn ekki eins harður og þar myndi ég telja að hann gæti blómstað. Eða bara vera áfram hjá Chelsea og vera einskonar Sólkjer, þs spila 2-10 leiki á tímabil og hugsa eingöngu um hag fjöskyldunnar, sem vil varla flytja mikið að óþörfu. En hann færi nú varla til annars Lundúnarliðs og ekki er spennandi að snúa aftur til Bolton. Væri það ekki afturför?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home