Sunday, January 30, 2011

Æfingaprógram-jan-mars

Æfingar eru nú hafnar fyrir næsta mót (hvenær sem það verður). Markmið ársins er að bæta sig í deddi. Ekki er þó alveg hægt að gefast upp á hnébeygjunum. Þótt líklegt sé að "powerferillinn" sé nú búinn. Þá er ég að tala um að keppni í öllum greinum kraftlyftinga hugnast mér varla lengur. Nú eru menn farnir að keppa í single lift, í bekk og deddi. Ekki er naðuðsynlegt lengur að renna í gegnum heilt powermót. Samt er alltaf einhver möguleiki að gefa þetta ekki alveg upp á bátinn. Það er þarna met í bekk og deddi sem eru í powerkeppni sem séns er í. Verð að viðurkenna að beygjurnar hafa verið svo lélegar, meiðsli og gigt osf hafa dregið úr manni tennurnar. Deddið er samt eftir og ég ætla að taka Skúla Óskarsson á þetta, en ekki að loka öllum hurðum

Er með axlareymsli sem hafa hrjáð mig síðan í byrjun des. Hef því ekki getað tekið bekkpressu að viti í nokkrar vikur. Hef þó geta tekið les-píu-æfingar sem hafa haldið manni á floti. Â enn eftir að leita ráðgjafa sérfræðinga og sjúkraþjálfa. Þangað til verður bara hugsað um dedd.

Mán: Brjóst, axlir og handleggir (þungt, "þegar ég verð betri")-WC eða Stevegym
Þri: Hnébeygjur raw, létt 6-8 reps, róður, styff dedd, niðurtog, trappi, osf (létt)-WC
fim: Brjóst, axlir, handleggir (létt)-WC
fös: Hnébeygjur, tog, dedd af búkka, keðjudedd, hippi, osf-Stevegym

Föstudagur er þungur dagur, en þegar álagið fer að aukast má búast við þyngri degi annan hvern föstudag. Prógrammið verður svo endurskoðað þegar nær dregur. Þó má búast við að ég keppi á Wpc móti til að kanna deddið og stimpla inn 280-290 kg í frískri lyftu. Geyma svo bætingarnarnar, en markmiðið er 305-320 kg.

Hef verið að fikra mig upp á föstudagsæfingum. Æfi bara raw, sleppi belti, brók og öllu drasli, æfi á palli, en fer svo á gólf í lokin með keðjum.

föstudagur 27 jan, dedd af palli, raw 220 x 3, keðjudedd og hippi osf
föstudagur 20 jan, dedd af palli, raw 210 x 3, keðjudedd og hippi
föstudagur 13 jan, dedd af palli, raw 200 x 3, keðjudedd og hippi

Sunday, January 09, 2011

Áramótapistill

Árið 2010 var að mörgu leiti betra en árið 2009. Bætti mig í bekkpressu og lítlilega í réttstöðulyftu á móti á árinu. Snemma árs sleit ég lærvöðva sem var til þess að öll mót fyrri hlutaárs urðu fyrir bí. Það tók mig um þrjá mánuði að jafna mig af meiðlsunum. Ætlaði m.a að keppa á WPC móti, Raw móti og Íslandsmóti Metal í pover sem og öðru á fyrri helming ársin. Það fór því svo að ég keppti bara á einu móti á fyrri hluta ársins, þs í bekknum í júní og í bekk og deddi á nóvember á HM í Bath. Bætti við svo tveim minni mótum í lok árs, þs Meistaramót Stevegym í deddi og Bikarmót Raw í bekk og deddi.

Fyrri hluti ársins.

Varð því miður að hvíla vel, en tók í staðin vel á bekknum. Þyngdirnar flugu upp og ég tók mest 217.5 kg í bekkpressubol á æfingu um þrem vikum fyrir Evrópumótið á Akureyri og 210 kg fóru svo upp á Evrópumótinu á sjálfu í lok júní.

Seinni hluti ársins.

Í byrjun júni var maður svo byrjaður að taka léttar beygjur. Tók 60 kg x 3 og varð bara hæstánægður með það. Smá þyngdi svo um 10 kg í hverri viku og sama fór með deddið. Fyrir HM í Bath var ég svo búinn að taka 280 kg x 3, sem átti að þýða 300 kg plús á mótinu. En þar tók ég 290 kg í annari tilraun, en fór svo beint í heimsmetið. Það fór ekki að þessu sinni. Æfingar í bekkpressu voru hins vegar misheppnaður og erfitt var að stilla sig inn á æfingatíma m.a að taka góða sloppaæfingu. Bekkurinn náðist því ekki á strik og því kom það ekki á óvart að ég klúðraði bekkpressunni í Bath á Englandi. Fékk 205 kg dæmd ógild og endaði með 190 kg.

Næsta ár

Var að hugssa um að keppa á nokkrum mótum á árinu 2011, með það að markmiði að taka heimsmetið í 110 kg flokki í mínum aldursflokki. Einnig tvö önnur met ef tími vinnst til. Hef hins vegar alveg misst áhugann á bekkpressunni og ætla því að einbeita mér eingöngu að að slá fleirri en eitt heimsmet í mínum aldursflokki í réttstöðulyftu. Mun grípa í bekkinn á móti, ef andinn kemur aftur yfir mig. Keppa þá RAW eða troðast í slopp ef öxlin verður góð. Einnig ætla ég mér að taka einhver deddmet hér innanlands auk heimsmetana, m.a að bæta öldungamet Metal í deddi. Bæta einhver WPC met ef metaskráin í því sambandi finnst og bæta RAW metið í deddi í mínum þyngdarflokk, en ég á það sjálfur eftir bikarmót RAW, þs 270 kg í 110 kg flokki.

Mótin sem koma til greina:

1. Íslandsmót WPC í power og single lift, 19. febrúar
2. Íslandsmótið i bekkpressu hjá Metal, 5. mars
3. Breska Meistaramótið í Bath, 16-17 apríl
4. Íslandsmót Metal í power, 16. april
5. Íslandsmót RAW í power og single lift, 7. mai
6. Evrópumót WPF í power og single lift, 2-5 júní
7. Guttorms og Íslandsmótið í deddi, 20. ágúst
8. Heimsmeistaramót WPF í Florida í power og single lift, 8-13 nóvember
9. Heimsmeistaramót GPC á Írlandi, 11-19 nóvember
10. Bikarmót Raw í deddi, 3. desember
11. Kjötmót á Bekk (Fógetamótið), 3. desember
12. Breska opna motið í bekk og deddi, 4. desember
13. Bikarmót Raw í bekkpressu, 31. desember

Heimsmetin sem koma til greina:

Power 45-49 ára

100 kg deadlift 292.5 kg Garry Grissinger USA 12.11.09
140 kg bench press 210 kg Gerhard Holleitner Aut 15.04.09

Deadlift 45-49 ára

100 kg fl. 280 kg Juri Hochstetter Ger 01.05.10
110 kg fl. 305 kg Charlie Driscoll USA 15.11.09
125 kg fl. 315 kg Anrew Ward GBR 15.11.09
140 kg fl. 297.5 kg (Viðmiðun)