Sunday, January 30, 2011

Æfingaprógram-jan-mars

Æfingar eru nú hafnar fyrir næsta mót (hvenær sem það verður). Markmið ársins er að bæta sig í deddi. Ekki er þó alveg hægt að gefast upp á hnébeygjunum. Þótt líklegt sé að "powerferillinn" sé nú búinn. Þá er ég að tala um að keppni í öllum greinum kraftlyftinga hugnast mér varla lengur. Nú eru menn farnir að keppa í single lift, í bekk og deddi. Ekki er naðuðsynlegt lengur að renna í gegnum heilt powermót. Samt er alltaf einhver möguleiki að gefa þetta ekki alveg upp á bátinn. Það er þarna met í bekk og deddi sem eru í powerkeppni sem séns er í. Verð að viðurkenna að beygjurnar hafa verið svo lélegar, meiðsli og gigt osf hafa dregið úr manni tennurnar. Deddið er samt eftir og ég ætla að taka Skúla Óskarsson á þetta, en ekki að loka öllum hurðum

Er með axlareymsli sem hafa hrjáð mig síðan í byrjun des. Hef því ekki getað tekið bekkpressu að viti í nokkrar vikur. Hef þó geta tekið les-píu-æfingar sem hafa haldið manni á floti. Â enn eftir að leita ráðgjafa sérfræðinga og sjúkraþjálfa. Þangað til verður bara hugsað um dedd.

Mán: Brjóst, axlir og handleggir (þungt, "þegar ég verð betri")-WC eða Stevegym
Þri: Hnébeygjur raw, létt 6-8 reps, róður, styff dedd, niðurtog, trappi, osf (létt)-WC
fim: Brjóst, axlir, handleggir (létt)-WC
fös: Hnébeygjur, tog, dedd af búkka, keðjudedd, hippi, osf-Stevegym

Föstudagur er þungur dagur, en þegar álagið fer að aukast má búast við þyngri degi annan hvern föstudag. Prógrammið verður svo endurskoðað þegar nær dregur. Þó má búast við að ég keppi á Wpc móti til að kanna deddið og stimpla inn 280-290 kg í frískri lyftu. Geyma svo bætingarnarnar, en markmiðið er 305-320 kg.

Hef verið að fikra mig upp á föstudagsæfingum. Æfi bara raw, sleppi belti, brók og öllu drasli, æfi á palli, en fer svo á gólf í lokin með keðjum.

föstudagur 27 jan, dedd af palli, raw 220 x 3, keðjudedd og hippi osf
föstudagur 20 jan, dedd af palli, raw 210 x 3, keðjudedd og hippi
föstudagur 13 jan, dedd af palli, raw 200 x 3, keðjudedd og hippi

4 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Þetta lítur vel út, en ég held að það þurfi kannski að endurskoða þessa gigtargreiningu aðeins.
Þú getur vel verið með á pávermótum ársins, enda aldrei neitt tiltökumál fyrir þig að taka 220kg eða meira í beygjum með örlítilli vinnu. Beygjurnar er líka hægt að sníða að mjaðmaeymslum þannig að þær angri þau ekki eins mikið.

Annars þarftu bara að stefna að því að ná mér á bekk bráðlega. Ég fer að stinga þig af. Seinasti séns fyrir þig til að gera eitthvað á móti mér er núna á Íslandsmeistaramótinu í bekkpressu, þar getum við félagarnir mæst í tíunni!

3:52 PM  
Blogger Gunz said...

Jâ.. ég játa mig sigraðan á næsta móti. Reyni kannski að elta þig í bekk, seinna...en er ekki bjartsýnn. Kannski maður bæti frekar tótalið og haldi smá keppni í gangi þar..annars langar mig niður í 100 kg flokkinn fyrst og taka metin þar...enda svo í 128 kg í Florida...þá á eg kannski séns á bekknum :)

9:27 AM  
Blogger Fjölnir said...

Hvað vegurðu mikið núna Gunni?

Mér líst vel á að þú verðir 128kg í Flórída, það verður stórglæsilegt!

1:03 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það vantar bara aðeins meiri anda í þig og þá kemur þetta...taka þetta skref af skrefi..þú átt nú eftir að vefja þig í beygjum..það léttir álagið..
Þú ferð auðvitað aldrei aftur af viti oní 100kg flokk nema til þess að vera aumingi þá..en þar sem þú ert heimsmeistari þá eru gerðar kröfur til þín um að líta vel út og geta alltaf dedað vel. Þú nærð allavega markmiði þínu eftir nokkra mánuði em er 300kg dedd og þá kemur aukinn andi og allt gigtarhjal hverfur út í veður og vind
kv. World-Cat

2:39 PM  

Post a Comment

<< Home