Tuesday, November 16, 2010

Næstu mót

Hugmyndin var að hvíla þetta brölt, en úr því bekkurinn misheppnaðist gjörsamlega á HM og markmiðin í réttstöðulyfu (300 kg eða 305.5 kg) gengu ekki eftir á mótinu, þá tekur maður amk eitt gym-mót í viðbót á þessu ári. Þs til að klára 300 kg plús á móti í deddi.

Næstu mót:

1. Meistaramót Stevegym í Deddi 26. nóv í Stevegym
2. Bekkpressa hjá Metal í Janúar (óljóst)
3. Îslandsmót Metal í power í april (til að taka M2 deddheimsmet í 100 kg flokki í power)
4. Evrópumót WPF á Írlandi í mai (taka heimsmet í M2 í deddi)
5. HM á Miami í Florída í nóvember (taka heimsmet í M2 í deddi)

300 kg dedd!

Tók 300 kg í deddi á æfingu 15. nóvember. Mætti frekar þreyttur eftir nv og var þá búinn að tefla nokkrar skákir í Rauðakrosshúsinu áður. Hitaði lítið upp og ætlaði ekki í neinar toppþyndir enda stílað inn á gymmótið þann 26. nóv. Steve rak mig hins vegar í 300 kg og vonandi skrifar einhver upp á þetta. Var ekki með tónlist, únliðsvafninga eða nægt púður. Ekkert þannig lagað undirbúinn, enda var lyftan þung. Vonandi hreinsar þó þessi lyfta hausinn og gefur manni sjálfstraust á mótinu eftir rúmlega 10. daga!!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ísl,mót Metal í bekk verður líklegast í mars..ákveðið á Aðalfundi 4 des,verður að mæta þá.
------------
Ætlarðu að fara megra þig í 100kg flokkinn ha,ha,ha!

kv. Magister Cat

10:15 AM  

Post a Comment

<< Home