Monday, September 27, 2010

Síðustu æfingar

Síðustu æfingar voru í þyngri kanntinum. Fyrst tók maður ágætt deddlift á föstudaginn í Stevegym, en endaði þá í 250 kg x3. Tók svo nokkur vinnusett. Svo skemmtilega vildi til að einn æfingafélagi minn er sterkast deddliftari í heimi og endaði hann í 400 kg x 4.

Myndband af Benedikt Magnússyni að taka 400 x 4 hér:

Sjálfur tók ég 250 kg x 3 sem er það mesta sem ég hef tekið á þessu ári. Samt er þetta auðvitað algjör krypplingaþyngd í samanborið við 400 kg. Myndband í myrkri hér:

Á bekkpressuæfingunni í World Class í dag var farið í þyngdir á kjötinu. Endaði í 150 kg x 3 sem mér þótt bar ágætt miðað við að yfirleitt eru léttu dagarnir teknir í WC. Hins vegar var æfingafélaginnn sem leyfði mér að koma inn í bekkin með 200 kg í þröngum bekk og tók hann það þrisvar. Það skal taka fram að hann var búinn að pumpa vel 5x5 áður og hefði því átt að taka meira!

Myndband af Ara að taka bekkinn hér:

Það er ljóst að þessu miklu jötnar eiga eftir að gefa manni aukinn kraft til að gera enn betur. Maður fer ekki hoppandi af gleði heim eftir að hafa tekið 150 kg minna en æfingafélgainn í deddlift. Og taka svo 50 kg minna en næsta maður í bekk á næstu æfingu. Þessir yfirburðamenn gefa manni vonandi aukinn kraft á næstu vikum. Mikið verk er óunnið áður en maður stígur á sviðið á HM í Bath á Englandi.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

þetta eru nú miklum mun þyngri molar en þú sem þú ert að miða þig við!
Þú ert bara að gera góða hluti fyrir utan æfingasvikin í WC

KV.Catzilla

3:58 PM  

Post a Comment

<< Home