Monday, February 22, 2010

Off-season 15 jan-15 feb

Því miður þurfti ég að fylgja fjölskyldu minni til Thailand vegna veikinda í fjölskyldunni. Það var ákveðið að gera gott úr þessu og reyna að æfa í gay-gymminu 3x í viku ef mögulegt væri og reyna að halda líkamsþyngd. Því miður komst ég að þvi til skelfingar að það var búið að loka Gay-gymminu. Gay gymmið var pínulítið herbergi á Amari-hótelinu með einum bekk og nokkrum lóðum. Hér má sjá það sem eftir að að gymminu, eftir að tækin voru fjarlægð.













Sem betur fer var búið að opna stórt gymm í næsta nágrenni við hótelið, eða á íþróttasvæðinu. Gymmið var stórt og rúmgott með mikið af tækjum og lóðum. Gallinn var hins vegar sá að gymmið var einungist opið eftir kl 16.00 á daginn. Einnig var ekki nein loftkæling á staðnum og því svakalegur hiti inni fyrir sem dró úr manni allan mátt. Hægt var að taka bekk og hnébeygjur í Smith-vél, en hámarkfjöldi lóða var bara 120 kg. Þarna æfðu margir bæði konur og karlar, en athyglin var því mun meiri á Masternum, en í Gay-gymminu hafði hann salinn algerlega út af fyrir sig í 1,5-2 tíma á dag. Þarna var hins vegar erfitt að halda út svo lengi vegna hita. Einnig var erfitt að komast í Smith-vélina, vegna þess að þarna æfðu nokkrir hraustir Muy-Thai strákar og því myndaðist of biðröð við vélina. Svo komst maður ekki á æfingu eins oft og maður vildi. Þarna var líka ein laus lyftingastöng, en engin hnébeygjurekki. Því varð maður að janfnhatta 90 kg yfir höfðuð og beygja svo 10-12 reps með 90 kg. Dálítið glæfralegt ef illa hefði farið. Á endanum kom maður heim til Íslands níu kílóum léttari og var fegin að vera komast burt úr hitasvækjunni í N-Thailandi. Hér má sjá nokkrar myndir úr nýja gymminu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home