Sunday, November 08, 2009

Þá er bara að gera sitt bezta

Nú er hafinn hvíld fyrir mótið. Æfingar gengu þokkalega, en í bekknum varð sá miðaldra fyrir því áfalli að sloppurinn rifnaði. Sloppur sem var svo þröngur um framahandleggina að það stórsá á mánninum. Samt komst hann á sinni annarri alvöru æfingu niður með 202.5 kg og pressaði það léttilega upp. Hinn sloppurinn er aðeins stærri og væntingarnar því mun minni.

Hnébeygjan hefur ekki gengið eins vel. Æfingarnar hafa ekki verið markvissar og væntingun því líka slegið í hóf. Td. mistókst ein grundvallaræfing fyrir mánuði þegar beygja átti 230 kg léttilega. Eftir það náðist andinn aldrei á flug, en væntanlega verður bara toppað vel á næsta ári.

Réttstaðan þarf kannski ekki eins miklar æfingar og útbúnað. Í réttstöðunni er bara hreinn kraftur án aukaútbúnaðar. Gæta skal vel að ofþjálfun í deddi. Vonandi verður maður bæði sterkur og frískur. Ef ekki þá bæti ég líka úr því eftir rúmlega hálft ár.

Skrítið að verða orðinn miðaldra....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home