Wednesday, November 04, 2009

Hvað á ég að gera?

Þar sem ég tek nú þátt í þrem kraftlytingamótum eftir viku, þá er ég í smá vandræðum. Hef sennilega sjaldan eða aldrei verið í betra formi, en málið er ekki svo einfalt

Ég er skráður til leiks í þrem mótum. Í kraftlyftingamóti á fimtudaginn þar sem keppt er í öllum þrem greinum kraftlyftinga. Þar mæti ég rosalegum andstæðinum sem eru margfaldir meistarar, m.a Heims & evrópumeisturum og heimsmethafar. Í kraftlyftingunum ætti ég að bæta minn samanlagða árangur. Er reyndar ekkert eins góður í hnébeygjum og ég vonaði og bekkurinn hefði líka mátt vera betri.

Ég er skráður til leiks í bekkpressu á sunnudaginn þar sem ég mæti sjálfum heimsmethafanum í bekkressu í flokki 40-44 ára í single lift. Er ekkert sérstakur í bekkpressu og er í frekar víðum slopp, eftir að hafa rifið nýja sloppinn minn um daginn. Ég ætti samt að bæta mig.

Ég er skráður til leiks í réttstöðulyftu þar sem mínir mestu möguleikar liggja. Stefni á bætingu c.a 290-300 kg.

En hvað á ég að gera? Á ég að taka endalaust á því í öllum mótunum, vera ferskur í fyrst og spara mig fyrir deddið osf. Ég get eiginleg ekki ákveðið mig og bið því um smá hjálp.

2009 WPF WORLDS -- LAS VEGAS, NEVADA, USA !!

November 10-15









1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hvaða kjaftæði er þetta?...Auðvitað tekur þú endalaust á því..
Maður keppir ekki í páver til að vera eldhúsmella eða eitthvað..

kv. Sir Cat

3:35 PM  

Post a Comment

<< Home