Sunday, October 18, 2009

Keppendur í Vegas

Andstæðingar mínir í Las Vegas verða ekki af verri endanum í öldungakeppninni. Það er því óþarfi að halda því fram að ég þurfi ekkert að hafa fyrir hlutunum, ef ég verð svo heppin að koma heim með verðlaunapening. Eins og sannur brjálæðingur er ég skráður í þrjú mót, sérstakt powermót í aldurflokknum 40-44ára, sérstakt bekkpressumót og sérstakt réttstöðulyftumót. Í powermótinu mæti ég m.a sjálfum Evrópumeistaranum Peter Bongers frá Hollandi. Hann keppti út í Amsterdam og varð glæsilegur sigurvegari í 125 kg flokki, en hann lyfti 847.5 kg í samanlögðu (345, 202,5 &310) og varð sterkasti öldungurinn í power yfir alla aldurflokka, en var með næstmesta deddið á öllu mótinu. Aðeins Dave Carter lyfti meiru í deddi, en hann tók 320 kg. Það skal taka fram að í sjálfu deddmótinu var mesta þyngdin aðeins 275 kg í öllum öldungaflokkunum, en hana tók undirritaður.

Annar andstæðingur minn í powermótinu er Dave Smiley, en hann á heimsmetið í bekkpressu í flokki 40-44 ára hjá WPF sambandinu, eða 237.5 kg. Ekki veit ég hvað hann tekur í samanlögðu, en það verður spennandi að komast að því.

Andstæðingur minn í bekkpressumótinu er m.a heimsmethafinn í single-lift í bekkpressu, Jim Chaaban, en hann á 248 kg í 110 kg flokki hjá WPF sambandinu.

Að sjálfsögðu ætla ég að sýna þessum mönnum í tvö heimana í deddi og lyfta meiru, en bæði Bongers og Smiley í deddinu. Stefni að sjálfsögðu á gullið í deddinu!

Peter Bongers hér:
Dave Smiley
Jim Chaaban

Hér er hægt að skoða árangur sumra Bandaríkjamannana m.a, Smiley & Chaaban á :
USPF National PL, BP, DL
July 3-5, 2009
LaMirada, CA

2 Comments:

Blogger Gunz said...

http://www.powerliftingwatch.com/node/11884

http://wvuspf.com/USPF%202009%20Meet%20Results/2009_USPF_National_PL_BP_DL.pdf

6:00 PM  
Blogger Gunz said...

Sennilega verður baráttan um 1. sætið í povermótinu milli Hollendingsins og Bandaríkjamannsins. Þeir dedda líka báðir yfir 300 kg.

Congratulations to Dave Smiley for a successful Nationals! Dave placed 3rd in the OPEN class and 1st in the MASTER division as a 242 pound competitor. Dave just turned 40! Dave set 4 new personal records with a 661 squat, 523 benchpress, 661 deadlift and a 1846 Total. Dave seems to steadily increase his lifts meet after meet.

6:22 PM  

Post a Comment

<< Home