Sunday, September 13, 2009

Íslandsmót WPC í bekkpressu

Skráði mig á Íslandsmóti WPC í bekkpressu sérstaklega til að prófa nýja sloppinn. Því miður þá náði ég ekki að prófa hann aftur. Gugnaði á því á síðustu stundu, enda var maður þá að falla á tíma. Stór hætta var áð að falla úr leik og lét ég mótið hafa forgang vegna þess hversu upphitun gekk illa. Fór svo í gamla rauða tvöfalda sloppinn, en hann gaf ekki neitt. Hafði ekki 177.5 kg. Lét þá hækka í 285 kg, sem ég taldi að ég gæti tekið auðveldlega í heimsmeistarasloppnum (sem Ingvar tók heimsmetið í). Það tók aðstoðamann minn Sverri Sigurðsson, einungis nokkra sekúntur að troða mig í þann slopp milli 2-3 lyftu. Tók svo 185 kg með glæsibrag eða þannig. Það er samt ljóst að þegar nýji sloppurinn fer að gefa, þá lofa ég 210 kg á æfingu í það minnsta og 200 kg á móti. Næsta mót verður hins vegar kjötmót. Þá verður maður að taka að minnsta kosti 170 kg.
Gamla kempan Magnús Ver tók 260 kg á mótinu og sigraði glæsilega yfir alla flokka. Annar var Kitzenegger með 200 kg og þriðji var Öldungardeddarinn með 185 kg.

Magnús Ver tekur 260 kg hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home