Bekkpressusloppurinn
Sótti bekkpressusloppin út á flugvöll í gær á afmælisdaginn minn. Brunaði svo og sótti litla frænda og tók hann með í raunveruleikann. Sloppurinn er af tegundinni King Bencher númer 54, en gamli sloppurinn var af tegundinni Viking Bencher númer 58. Þetta var því djörf ákvörðun að veðja á svona þröngan slopp, en sá gamli þótti aðeins of víður á karlinn. Hann var líka úr þynra efni. Samt hafði Ingvar Ingvarsson sett glæsilegt heimsmet í sloppnum í Amsterdam í sumar,l þegar hann tók 260 kg. Ingvar fór svo upp með 270 kg í góðri lyftu, en fékk ógilt. Sloppurinn sá er því mjög merkilegur söfnunargripur, þótt hann sé aðeins og stór á Masterinn. Eins og búast mátti við gekk erfiðlega að klæða karlinn í sloppinn, en það tókst á endanum Komst ekki almennilega niður með viktina sem var aðeins 170 kg. Samt eru góðar líkur á að þessi sloppur eigi eftir að gefa góðar bætingar eftir nokkrar vikur. Stefnan er að prófa hann aftur á laugardaginn á Íslandsmóti WPC í bekkpressu.
Ingvar tekur 260 kg heimsmet í gamla sloppnum mínum hér:
Ingvar tekur 260 kg heimsmet í gamla sloppnum mínum hér:
1 Comments:
Þessi kemur til með að skila þér 200 á bekknum.
Sjálfur verð ég sennilega kominn með KING presser no.54 í hendurnar á föstudaginn í staðinn fyrir no.56 sloppinn minn. Það verður gaman að sjá hverju það breytir.
Post a Comment
<< Home