Sunday, July 05, 2009

Pistill frá Evrópumóti

Ég sá ekki eftir því að hafa farið á Evrópumót WPF í kraftlyftingum. Loksins lét maður verða af því að fara á mót erlendis. Loksins þegar maður er orðinn gamall og kominn með fjölskyldu og áhugamálunum ætti sjálfkrafa að fækka, þá lét maður verða af því.

Maður æfði nokkuð vel síðustu vikurnar, en þetta voru ekki margar vikur, því það er ekki langt síðan maður gat varla hreyft löppina vegna slitgigtar. Því var markið sett á að taka nálægt 300 kg í réttstöðulyftu og 200 kg í bekkpressu. Ég var ekki langt frá því marki, en réttstöðulyftan var reyndar mun betri hjá mér á mótinu.

Tók 275 kg í annar tilraun og fór svo beint í bætingu 290 kg. Held að það hafi ekki vantað mikið upp á því þegar ég er kominn með þyngdina yfir hné, þá næ ég alltaf að klára lyftuna með mínar sterku greipar og útréttingu. Stíllinn hjá mér er sagður lélegur, en ég byrja alltaf að toga með bakið bogið. Sést ekki vel fyrr en þyngdin er orðin of mikil. 290 kg & 300 kg verða því að bíða um hríð, en áhuginn er kominn aftur.

Í bekknum ætlaði ég mér alltaf að taka á milli 190 kg - 200 kg. Ég æltaði að byrja á 180 kg og hoppa síðan í 190 kg, en mjög erfiðar aðstæður á mótstað, m.a hiti og undangengin réttstaða fékk mig til að lækka mig í 170 kg. Ég gerði fyrstu tilraunina ógilda, m.a hélt ég of gleitt. Ákvað því að taka öryggið og fara aftur í sömu þyngd og gera það almennilega. Í þriðju tilraun stökk ég hins vegar í 200 kg, sem reyndist vera allt of mikið stökk. Hafði reyndar tekið góðan bekk vikurnar fyrir, en hefði eftirá að hyggja átt að taka 190 kg í þriðju tilraun.

Ég vil þakka félögum mínum á mótinu fyrir ómetanlega aðstoð á mótinu, en við hjálpuðum hver öðrum á mótinu. Einng kom Birgir Þorsteinsson mjög flott inn og var með ómetanlega aðstoð, auk þess sem félagi hans aðstoðaði einnig í bekkpressunni. Einnig var Skemmujarlinn, Gunnar Ólafsson algjör bjargvættur, en hann kom með félaga sínum Ingimundi Ingimundasyni frá Danmörku. Allir eru þessir menn gamlar kempur í sportinu með vel yfir 800 kg í samnlögðu. Reynsla þeirra var ómetanleg.

Maður getur varla verið að hætta núna, því þótt maður sé tvöfaldur evrópumeistari í bekk & deddi í flokki 40-44 ára, þá var árangur sjálfur ekki alveg nógu góður. Ég var þó með mesta deddið í flokki 40 ára plús. Einungis David Carter lyfti meria, en hann keppti ekki í réttstöðulyftunni eingöngu, heldur keppti hann í öllum greinunum. Lyfta mín var sú sjöunda besta yfir allt mótið, þannig að ef maður hefði náð að lyfta 290-300 kg eins og maður dreymdi um hefði maður verið með eitt mest dedd mótsins.

Því er það ákveðið að hætta ekki fyrr en eftir Akureyri 2010. Í millitíðinn skreppur maður til Vegas og tekur eitt HM.

Birgir Þorsteinsson (Litli Fúsi), reyndist svo sannarlega betri en enginn. Sérstaklega þegar Ingvar Ingvarsson fór í þrjár heimsmetstilraunir í bekkpressu. Birgir er búsettur í Amsterdam.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home