Thursday, June 11, 2009

Bekkpressa

Bekkpressan var tekin í KR (Þrekhúsinu) á mánudaginn. Síðustu vikur hafa gengið vel og hver sjúkrabætingin eftir önnur rokið upp. Því var nú svo komið að verkefni dagsins átti að vera 195-200 kg á bekknum. Hins vegar kom í ljós að ég var ekki í miklu stuði. Fann til í framhandleggjunum og sloppurinn var ekki að gefa mér mikið þennan daginn. Það gengur vonandi betur næst, en ég tók þó 185 kg með stoppi og fannst það vera algjör toppur þann daginn. Palli Patró tók hins vegar vel á bekknum í nýja sloppnum sínum. Það kom bara flott út, enda sloppurinn í Latabæjarstíl, fallega rauður.

Myndband

Palli tekur 120 kg í bekkpressu hér:

Daginn eftir missti ég svo Nikon vélina mina í gólfið heima. Þetta var bara stutt fall um 15-20 centimetrar niður á dúnmjúkt teppið. En þetta lýtur samt ekki vel út. Fór með vélina til sérfræðings sem faðir minn mælti með. Vona að þetta sé ekki ein af síðust myndum úr vélinni D-50 frá Nikon. Þetta er Hermann Haraldsson kepppandi á Evrópumótinu í Amsterdam. Hrikalegur í sloppnum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home