Friday, May 08, 2009

Réttstöðulyfta

220 kg x 2

Aukaæfingar td tók vel af fótréttum og bakæfingum. Ætla mér að þjálfa upp allar hugsanlegar aukaæfingar, því ég get því miður ekki ennþá tekið hnébeygjur. Þorði ekki hærra í dag, enda engin ástæða til. Fann lítið til mjöðminni og reikna með að taka 230 kg á næstu æfingu og stefna stöðugt upp á við.

Var bara einn í æfingasalnum, fyrir utan einn öflugan trimmara sem var að taka hnébeygjur. Er mjög ánægður með að finna ekkert til eftir æfinguna og komst m.a upp stigann upp á þriðju hæð heima án þess að finna neitt til. Það er í raun frábærar fréttir. Ég missti nefnilega af tíma hjá sérfræðilækni í gær og vonandi þarf ég ekkert að heimsækja hann í næstu viku.

Með þessu áframhaldi ætti 280 kg plús að ganga upp í lok júní. Get ekki verið með neinar draumavæntingar, þótt Ingvar Ingvarsson hefði spáð því að ég myndi taka 300 kg í sumar!

En það er ljóst að ég verð að liggja í öllum aukaæfingum ef ég á að byggja upp góðan styrk í baki og fótum.

1 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Mér líst vel á þetta Gunni! Þú ert á réttri leið. Svo sjáumst við á mánudaginn á æfingu!!!

8:02 AM  

Post a Comment

<< Home