Thursday, April 09, 2009

Feb-mars-apríl

Æfingarnar þessa dagana eru aðeins uppá við. Æfi á morgnana í WC. Vegna tímaleysis að sjáflsögðu. Tók svo örfáar æfingar þungar. Mætti m.a í Big-Daddygym sem nú er aftur kominn á sinn gamla stað. Einnig keypti ég 10 x kort í Þokkabót, en hef þar bara mætt einu sinni. Ætla að mæta þar á næstunni, enda ætla ég að keppa á tveim mótum til viðbótar á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera ekki í formi þá lét ég til leiðast að keppa á þrem mótum í röð! .Spurning hvort ég hefði ekki átt að hætta í mai í fyrra, þegar ég tók 715 kg í samanlögðu? Mótin sem ég tók þátt í gríni voru:

1. Kjötmót WPC, úrslit hér:
2. Pull & push WPC, úrslit hér: & hér:
3. Íslandsmót Metal í kraftlyftingum 2009, úrslit hér:

Nðurstaðan var tvö gull og eitt silfur. Hljómar vel, en árangur er auðvitað aðhlátursefni. En maður spyr sig líka hvers vegna gamlingi eins og ég megi ekki keppa. Ég setti m.a tvö öldungarmet hjá Metalsambandinu í réttstöðulyftu í 100 kg flokki. Tók metið að Svavari "Hlölla" Smárasyni, sem var 230 kg. Tók 232,5 kg í fyrstu tilraun og 250 kg í annari. Reyndi svo við 260 kg. Næst á dagskrá er auðvitað að bæta fullorðinsmetið. Það er 287,5 kg hjá Metal og er í eigu Sigurjóns Ólafssonar. En ég vann einmitt vin minn á Pull & push um daginn. Það stundum gaman að keppa ef maður vinnur. Og hvers vegna er má maður ekki stundum keppa máttlaus. Þá er auðvitað mikilu skemmtilegra næst þegar maður mætir vel undirbúinn til leiks. Einn hálfrakaður...hehhe

2 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Þetta skegg hefði nú getað orðið að ágætis Lenín held ég :)

8:58 AM  
Blogger Gunz said...

Já, gæti leikið Lenin á Rauða Torginu og unnið mér inn nokkrar rúbblur. En þetta skegg lifði bara nokkra mínútur... því miður :)

9:35 AM  

Post a Comment

<< Home