Tuesday, June 02, 2009

Bekkurinn

Bekkurinn var tekinn í gær, annan í Hvitasunnu. Því miður var ég á næturvakt nóttina áður og þurfti svo að hugsa um börnin þegar ég kom heim, því frúin er byrjuð að vinna. Svo þurfti ég að geysast á neyðarfund í Víkingaklúbbnum kl 14.00, því í Víkingaskákinni eru stórir hlutir að gerast. Fundurinn snérist um stórar peningaupphæðir og það var því nauðsynlegt fyrir formann Víkingakúbbsins að mæta á eigin fund. Mætti svo á æfingu kl 17.00 og var þá orðinn hundþreyttur og myglaður. Hins vegar vissi Masterinn að 190 kg myndi liggja í valnum þennan dag, sama hversu dagsformið væri lélegt. Ingvar Ringo var líka í miklu stuði og tók 220 kg á kjötinu og 240 kg skítlétt í sloppnum mínum. Við skiptum á bekkpressusloppum, því Ingvar tók minn Viking með þunna efninu númer 58, en ég fékk hans King bencher númer 56. Vonandi gagnast þessi skipti báðum. Hermann Haralds er að koma upp með bekkinn enda á leið til Amsterdam. Hann tók 200 kg á sinni fyrstu sloppaæfingu. Sir Magister Cat og Palli Patró tóku líka á því. Magsiterinn var í beygjum og Palli bætti sig í bekkpressu, þegar hann tók 120 kg létt. Nokkrir aðrir molar mættu á svæðið, m.s Hörður, Sverrir Sig, Frissi Fríski og sjálfur LARS. Það skal taka fram að tæknin er ekki með besta móti. Kann ekki að færa af videovél yfir í dikital. Því tók ég mynd af mynd, þs tók mynd af Plasmaskjánum mínum. Myndböndin eru ekki í bestu gæðum, en það ætti samt ekki að koma að sök.

Myndbönd

Ingvar tekur 220 kg á kjötinu hér:
Master tekur 190 kg með stoppi hér:
Hermann Haralds tekur 200 kg hér:
Ingvar Ringo tekur 240 kg hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home