Thursday, June 11, 2009

Hnébeygja

Léttu dagarnir eru ætið teknir í WC (World Class). Yfirleitt eru þeir nú ekki léttir í þeim skilningi, heldur er oftar en ekki tekið gott pump á þriðjudögum og fimmtudögum. Mikið er af góðum tækjum þarna og því hefur þetta prógram gengið ágætileg. Hins vegar er nú stutt í mót og þreyta farin að segja til sín. Því verður léttur dagur að vera léttur eins og Jón Gunnarsson kallaði það. Maður verður að gæta sín að lenda ekki í ofþjálfun og því verður nú hvíldin að ráða meiru næstu vikurnar. Hins vegar hef ég aðeins verið að leika mér í hnébeygju einn og óstuddur á morgnana. Með stöngina uppi og án beltis tók ég í síðustu viku 130 kg x3 án þess að finna neitt til. Í þessari viku tók ég svo 140 kg x 3 með sama ferskleika. Í næstu viku tek ég svo 150 kg x 3 og læt byrja svo að æfa hnébeygjur að fullu aftur, enda er stefna tekin á Las Vegas í nóvember!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home