Tuesday, June 30, 2009

Evrópumótið

Evrópa skalf og nötraði þegar sterkasti öðlingur Evrópu setti 290 kg á stöngina í réttstöðulyftu. Draumlyftan var framundan og tröðfullur salur af allra þjóða kvikindum görguðu á Masterinn og hvöttu hann til dáða. Nú skildi evrópa verða afgreidd. Masterinn hafði í tilraun sinni á undan tekið öryggislyftu upp á 275 kg í annari tilraun og skilið alla öldunguna í öllum þyngdarflokkum og öllum aldursflokkum réttstöðunni fyrir aftan sig. En því miður þá stoppaði lyftan á leiðinni.....

Masterinn var orðinn svo þreyttur og ruglaður að hann hélt lengi vel að hann hefði farið í 300 kg í deddi í siðustu tilraun sinni. Þetta var auðvitað bara 290 kg, en samt bæting um 7,5 kg. Þá hefði kannski verið betra að melda 282,5 kg, en það gengur vonandi betur næst.

Bekkurinn seinn um daginn gekk ekki eins vel, en þar gerði karlinn fjölda af mistökum, en hefði átt að taka í það minnsta 190 kg.

Íslendingarnir stóðu sig samt vel og komu heim með fimm gull og eitt brons, sjá Kraftameima.net

Nokkrir keppendur vöktu mikla athygli, m.a David Carter öldungurinn á sjötugsaldri sem tók 320 kg bæði í hnébegju og bekkpressu og Búlgarinn Alexander sem bæði léttur og grannur beygði 360 kg og tók 900 kg í samanlögðu.

Myndbönd

David Carter á sjötugsaldri tekur 320 kg hér:
Gunz tekur upphitun & 250 kg hér:
Gunz tekur 275 kg hér:
Gunz reynir við 290 kg hér:
Heljarmennið Richard Fricker (GB) deddar hér:
Peter Malfa (Ger) deddar hér:
Alexander (Bul) deddar 295 kg hér:
Kári tekur 240 kg hér:
Kári tekur 220 kg hér:

Nánar um mótið fljótlega, en minni á Kraftameima.net

Fleirri myndbönd eru á leiðinni.....




0 Comments:

Post a Comment

<< Home