Saturday, August 08, 2009

Off season

Æfingarnar eftir mótið hafa verið allavegana. Nú er hins vegar kominn tími til að koma sér í gang aftur. Fór td um daginn í Njarðvíkina og tók bekkpressu með Spjótanum. Þar tók ég 160 kg á kjötinu, sem var eitthvað minna en ég hafði vonað, en sannaði mér að ég tæki a.m.k 30 kg meira í bekkpressu í víða bekkpressuslopnum sem ég keypti fyrir einu og hálfu ári. Svo hef ég verið að taka æfingar 3-4 sinnum í viku í World Class, m.a hnébeygju, bekk og réttstöðulyftu þs án útbúnaðr og án beltis. Réttstaðan er tekin af búkka til að styrkja neðra baki enn meir. Núna eru bara rúmlega þrír mánuðir í mót, þannig að alvaran er að hefjast aftur!

Í júli lagði Masterinn evrópu að fótum sér, en í nóvember stefnir masterinn á að verða heimsins sterkasti öldungur í sínum flokki.

Dagskrá heimsmeistaramótsins má nálgast hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home