Saturday, July 25, 2009

Fyrsta æfingin

Fyrsta æfingin eftir evrópumótið & Guttorms & Íslandsmótið í deddi var í World Class í gær föstudaginn 24 júlí.

Hnébeygja 130 kg x3
Réttstöðulyfta 170 kg x3

Þetta var svona létt æfing, en í vetur er hugmyndin að toppa á réttum tíma, þs á HM í Vegas í nóvember. Aukaæfingar voru m.a, róður, niðurtog, fótrétta osf. Á meðan ég æfði voru Begga & Siggi í barnaössun hjá WC. WC er góður staður að því leitinu að hægt er að æfa við erfiðar aðstæður þs þegar maður er með tvo lítil kríli allan daginn. Fékk meira að segja harðsperur eftir hnébeygjuna, enda lítð tekið af beygjum síðustu vikur og mánuði. En fyrir Vegas verður hins vegar allt sett á fullt. Stefni á að keppa í öllum greinum ef gamla gigtin tekur sig ekki upp. Annars bara réttstaðan og kannski bekkpressa. Hlakka mikið til að fá að prófa eitt HM mót áður en maður snýr sér að boccia.
HM í pover hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home