Thursday, July 09, 2009

Guttormsmótið

Keppnistímabilið hjá mér klárast 18. júlí á Guttormsmótinu svokallaða, þs Íslandsmótinu í réttstöðu & pull and push móti, þs sameiginlegur árangur í bekk og réttstöðulyftu. Hef ekki hugmynd um hvort maður geti eitthvað á mótinu, enda orðið hálfgert spennufall eftir að hafa sigrað evrópu. Planið er samt að bæta sig í réttstöðu. Reyna við 285 kg í þriðju og síðustu tilraun og kannsi meira. Kannski fær maður aukatilraun vegna öldungamets, en ég hef væntanlega slegið eigið öldungamet úti í Amsterdam, þegar ég tók 275 kg í deddinu. Fyrra met mitt í flokki 40-44 ára í 110 kg flokki var 270 kg. Í bekknum er ég ekki eins bjartsýnn. Tók æfingu í heimsmetsbolnum, þs bolnum mínum sem Ingvar setti heimsmetið í um daginn. Ég tók 180 kg á miðvikudaginn, en vildi ekki þreyta meig meira. Slopurinn er ekki að gefa mér mikið úr því ég fór auðveldlega niður með 120 kg í upphitun. Tek varla meira en 190 kg í svona víðum slopp og því verða bætingar í bekkpressu að bíða betri tíma (& betri sloppa). Þetta verður samt góður endir á erfiðum meiðslavetri. Nú hefst uppbygging aftur!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home