Saturday, July 25, 2009

Evrópumótið í kraftlyftingum

Það skrítna gerðist á Evrópumótinu að Masterinn lyfti mestri þyngd í réttstöðulyftu öldunga. Ég vann minn aldursflokk, en lyfti einnig meira en hinir sjö keppinautar mínir í réttstöðunni í flokki 40 ára og eldri. Í kraftlyftingakeppninni sjálfri voru einungis tveir öldungar af sextán sem lyftu meiru en ég í réttstöðu, en þeir voru Peter Bongegers frá Hollandi með 310 kg og David Carter frá Bretlandi með 320 kg. Fyrir utan árangur David Cartes, sem var sterkasti deddarinn á mótinu, þótt hann væri orðinn 62. ára, þá var réttstöðulyftu standartinn skelfilegur. Það væri frábært ef íslensku strákarnir kæmu og sýndu heimnum hvernig á að taka réttstöðulyftu á HM í Vegas í nóvember, m.a þeir Benedikt Magnússon, Palli Fermeter og einhverjir fleirri. Svo kæmu Fúsdalurinn og Borgarnesbollan og sýndu beygjur vel yfir 400 kg auk þess sem Fúsdal myndi taka yfir 330 kg í bekkpressu. Úrstinn í réttstöðulyftunni í öldugaflokki karla á EM í Amsterdam urðu þessi:

AGE BDW. Name Age Class Competition Category Nation
1. 43 106,80 Gunnar F Runnarsson M40-44 Deadlift-110 ICE 275 kg
2. 43 96,30 Waldemar FreibergM40+ Deadlift -100 GER 260 kg
3. 45 96,60 Peter Malfa M45+ Deadlift -90 GER 250 kg
4. 53 72,30 Martin Heindl M50-54 Deadlift -75 AUT 225 kg
5. 48 151,00 Richard Fricker M45-49 Deadlift 140+ GB 225 kg
6. 53 74,20 Calin Eschenasy M50+ Deadlift -75 GER 217.5kg
7. 47 82,10 Stefan Hillen M45+ Deadlift -82,5 GER 185 kg
8. 50 66,90 Salih Meryem M50+ Deadlift -67,5 GER 140 kg

Það gerist sennilega ekki aftur að Masterinn verði með mestu réttstöðulyftu í öldungaflokki á stórmóti. Á HM í Vegas mun það varla gerast að hann verði einu sinni efstur af Íslendingunum, enda munu þar mæta til leiks Magister Cat í sínu bezta formi, Jón Bóndi, Jói Málari og sjálfur Magnús Ver svo fáeinir öldungar séu taldir upp. Á mótinu í Amsterdam átti ég við algjöra járnkarla að etja eins og Peter Malfa, Waldemar Freiberg, sem m.a á 240 kg í bekkpressu og heljarmennið breska Korntoppinn Richard Fricker, sem á mörg heimsmet öldunga hjá WPF sambandinu. Calin Eschenasy frá Þýskalandi hefur sennilega verið með bestana árangur, þegar tilit er tekið til þyngdarflokka og aldurs, en Sir Magister Cat hefði tekið þann titil ef hann hefði mætt til leiks í réttstöðulyftunni eingöngu. Hins vegar gleymdist að afhenda verðlaun fyrir beztan árangur í réttstöðu, sem er í takt við standartinn í deddinu í evrópu.

Þessir tveir heiðurmenn lyftu meiru í réttstöðu, en þeir kepptu ekki í réttstöðulyftumótinu sjálfu, heldur í öllum greinum kraftlyftinga.

114,40 Peter BongersM40-44Powerlifting- 125NL 310 kg
122,90 David CarterM60-64Powerlifting- 125GB 320 kg

David Carter á sjötugsaldri tekur 320 kg hér:
Gunz tekur upphitun & 250 kg hér:
Gunz tekur 275 kg hér:
Gunz reynir við 290 kg hér:
Heljarmennið Richard Fricker (GB) deddar hér:
Peter Malfa (Ger) deddar hér:
Alexander (Bul) deddar 295 kg hér:
Kári tekur 240 kg hér:
Kári tekur 220 kg hér:

Úrslitin á Evrópumótinu má nálgast hér:

Ef ég hefði tekið 290 kg í réttstöðu þá hefði það sennilega verið 4-5 mesta þyngd mótsins. Það skal einnig taka fram að 275 kg hefði orðið þriðji bezti árangur í opnum flokki karla í réttstöðulyftumótinu, en einungis Búlgarinn Kyurchev og Rússinn Pryakin lyftu meiri þyngd eða 295 kg. Þyngdin hefði að sjálfsöðu líka dugað til Evrópumeistaratitils í opnum flokki í 110 kg flokki, en 275 kg hefður nægt til að vinna Evrópumeistarann Oliver Glanzer. Sextán keppendur kepptu í öldungaflokkunum í power karla og átta keppendur kepptu í sérstöku réttstöðulyftumóti í öldungaflokki karla og níu í opnum flokki karla. Alls voru keppendur á evrópumótinu um 130 manns. Tuttugu-og-einn öldungur kepptu sérstaklega í bekkpressu karla í öldungaflokki. Þar var Ingvar Ingvarsson með besta afrekið þegar hann tók mestu þyngd mótsins yfir alla flokka. Einungis einn keppandi tók sömu þyngd og Ingvar en það var Bernard Delany frá Írlandi en hann tók 260 kg í 90 kg flokki eða 850 kg í samanlögðu.

Richard Fricker er heljarmenni að burðum, en átti ekki roð í Materinn í réttstöðulyftumótinu. Fricker vann þó þyngsta flokkinn með glans! Masterinn var mjög spældur að hafa ekki náð að taka 290 kg í deddinu og hefði þá með því tekið eitt mesta dedd mótsins í öllum flokkum!
Richard Fricker hér:
Kraftaheimar.net hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home