Tuesday, August 25, 2009

Æfingatímabilið hefst















Nú er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar. Lítill hópur kraftamanna á bezta aldri ætla að æfa fyrir heimsmeistaramótið í Vegas í nóvember. Sjálfur ætlar öldungameistarinn að æfa með þeim Sir Magister, Teigju-Tvister, Palla Patró og öllum hinum sem detta inn. Hinir eru m.a að æfa á öðrum stöðum m.a í bílskúr á Kjalarnesi. Þegar Masterinn kemst ekki á æfingar mun hann æfa í World Class, en reyna eins og kostur er að mæta á æfingar með HM öldungunum. Masterinn ætlar að fylgjast með hinum stórefnilega Fjölni í hans miklu bætingum í hnébeygjum og bekkpressu í vetur og reyna eftir fremsta megni að veita honum aðhald eins og kostur er. Fyrstu myndböndin af HM förum eru af Fjölni sem stefnir að að taka vel yfir 700 kg í samanlögðu í sínum flokki.

Fjölnir tekur bekkpressu hér:
Fjölnir með 180 kg létt í beygjum hér:
Fjölnir tekur 200 kg létt á "kjötinu" hér:

1 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Við fljúgum báðir yfir 700kg í total! Kemur ekki annað til greina!!!

2:39 PM  

Post a Comment

<< Home