Wednesday, September 09, 2009

Hnébeygja & réttstöðulyfta

Tók nokkuð fríska æfingu í hnébeygju og réttstöðulyftu. Stefnan er tekin á að taka 250 kg í hnébeygju í nóvember sem er bæting upp á 10. kíló. Í réttstöðulyftunni er markmiðið 290 kg. Þessi æfing gaf góð fyrirheit um framhaldið. Í beygjum var fyrst farið í sjúkrabætinu, þegar 180 kg voru tekið þrisvar á kjötinu. Síðan var farið i 200 kg eitt reps. Lyftan var nokkuð frísk, en Masterinn á í nokkrum erfiðleikum að komast í dýpt. Sir-Magister Cat benti svo þumalnum niður til merkis um að lyftan væri ekki nógu djúp. 200 kg lyftan var víst aðeins betri. Þetta á eftir að lagast þegar stíllinn fer að fínpússast betur. Svo var réttstöðulyftan tekin. 240 kg fór upp eins og hrat, en síða var tekið vel af búkka-deddi og endað i 200 kg x 3.

240 kg í réttstöðu hér:
180 kg x 3 í hnébeygju hér:
200 kg í hnébeygju hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home