Saturday, September 19, 2009

202.5 kg

Þessi nýji sloppur kostaði 26.500 kr og ég veðjaði á að hann myndi virka. Í dag var önnur sloppaæfing í þessum nýja slopp. Góð mæting var í gymmið og því kjöraðstæður til að máta sloppinn aftur. Æfingin gekk framar vonum og í dag komst ég niður með þyngdina. Tók nokkrar lyftur af búkka og endaði m.a í 180 kg af einum búkka. Nú var ekki um annað að gera en að setja alvöru þyngd á stöngina. Tók 200 kg í frekar misheppnaðir lyftu en það teygðist þó vel á sloppnum. Þyngdin fór úr ferli, en upp fór hún einhvernvegin. Ákvað að fara aftur í lyftuna, sem er jöfnun á mínum besta árangri á æfingu. Hafði tekið 200 kg á æfingu í Silfursporti í fyrra. Einnig fóru 200 kg upp á Ísl. móti WPC í mai í fyrra, en lyftan var dæmt ógild. Núna setti Masterinn all-time bætingu á stöngina og 202,5 kg þutu upp. Hitti mun betur á þetta en í lyftunni á undan. Með þessari lyftu náði ég m.a að jafan sjálfan Hörð Magnússon sem var á æfingu í gær, en hann á 202.5 kg á móti. Nú er ekkert annað að gera en að taka 210 kg á næstu þungu æfingu. Haukur Pálsson kvikmyndagerðarmaður tók upp lyftuna og vonandi fær maður að sjá hana eftir helgi. Margir öflugir menn voru í gymminu í gær, m.a Fjölnir sem hjálpaði mér í sloppinn, Silli, Baldvin bekkur, Flosi, Hermann Haralds, Bjarki læknanemi, Bjarki Geysir og sjálfur Bjarki Hriki. Bjarki Hriki tók m.a góða réttstöðulyftu, m.a 305 kg og síðan 310 kg og átti vel inni. Myndin af 305 kg er tekinn á Ericson símann minn.

Bjarki Hriki tekur 305 kg hér:
Bjarki Hriki tekur 310 kg hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home