Sunday, October 04, 2009

Fógetamótið

Tók þátt í F'ogetamótinu í bekkpressu á laugardaginn. Þegar nær dró móti var ég orðinn harla efins að þetta mót myndi gangast mér mikið. Í fyrstal lagi hafði ég ekki æft hreinan kjötbekk síðustu vikur, heldur droðist í allskonar sloppa, en tekið í staðinn æfingar eins og keðjubekk, þröngan bekk og trýsepæfingar. Í öðru lagi myndi ég missa úr eina mikilvæga sloppaæfingu. Ég hafði fyrir nokkru tekið æfingabætingu í nýja sloppnum og klæjaði í fingurna að teka fleirri.

Ég var hins vegar einn af þeim fyrstu sem skráðu sig í mótið í vetur og kunni engan vegin við að draga mig út úr mótinu á síðustu stundu eins og svo margir gera. Taldi þó að ég væri upp á 160-70 kg á kjötinu og sloppurinn gæfi mér því um 40 kg viðbótarstyrk. Hins vegar fór það svo að ég átti ekki séns í 162.5 kg sem kom manni í opna skjöldu. Er það virkilega svo að sloppurinn er að gefa mér heil 50 kg? Ég er ekki svo viss um það, því eins og áður segir hafa æfingar mínar miðast við að taka bekk í slopp, auk þess sem tækni mín í sloppum hefur stórlagast. Tíminn á eftir að leiða það í ljós hvort ég klári ekki 200-210 kg í nóvember.

Mótið var hins vegar vel heppnað og Silli Trappi vann minn flokk glæsilega. Gerði reyndar smá mistök í síðustu lyftunni, sem varð til þess að hann sat eftir með 165 kg. Hann fór með 175 kg upp, en fékk hana dæmda ógilda.

Úrlit mótsins má nálgast hér:
202.5 kg lyfta mín í sloppnum má sjá hér:
162.5 kg lyfta mín slopplaus má sjá hér:
Trailer úr Steve-gym hér:
Big Ben með þyngstu lyftu mótsins hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home