Æfing hjá Benna Tarfi
Æfing dagsins var tekin í Super-gym. Þar voru m.a mættir nokkrir gamlir jaxlar m.a Spjóti, Jói Málari, Fjölnir, Sverrir Sig osf. Það var hrikalegur andi í gymminu og flestir áttu góðan dag, enda margir að keyra upp fyrir mót. Ég átti þokkalegan dag í beygjum og tók 220 kg í brók, sem er sennilega bæting á æfingu. Dýptin var ekki nógu góð, en þetta var fyrsta æfingin í brók og svo má ekki gleyma því að Master er gamall og gigtveikur. Tók svo 260 kg í réttstöðu sem var svo létt að ég var rekinn í 275 kg, sem fór líka upp. Fjölnir fór í 240 kg í beygjum sem var mjög gott, en vantaði aðeins upp á dýpt. Spjótinn tók svo 230 kg á kjötinu í góðri lyftu. Nokkuð góður dagur og 290 kg í réttstöðu gæti dottið inn einn daginn & eftilvill þristurinn?
Spjóti beygir hér:
Spjóti beygir 230 kg hér:
Gunz tekur sjúkrabætingu í beygjum 220 kg hér:
Gunz tekur 260 kg í réttstöðu hér:
Gunz tekur 275 kg í réttstöðu hér:
Fjölnir tekur 240 kg í beygjum hér:
Spjóti beygir hér:
Spjóti beygir 230 kg hér:
Gunz tekur sjúkrabætingu í beygjum 220 kg hér:
Gunz tekur 260 kg í réttstöðu hér:
Gunz tekur 275 kg í réttstöðu hér:
Fjölnir tekur 240 kg í beygjum hér:
0 Comments:
Post a Comment
<< Home