Monday, October 05, 2009

Hnébeygjur & dedd

Tók frekar þungan dag í hnébeygju og réttstöðulyftu í Stevegym í kvöld. Kalt var í hjallanum og því var það löngu ákveðið á tekin væri þung æfing á mánudögum í Super-gym annan hvern mánudag. Þrátt fyrir kuldan, þá fór ég aðeins yfir 200 kg á kjötinu í beygjum. Enn er dýptin vandamál. Svo var tekið réttstöðulyfta. Var kominn í góðan fíling, en vildi ekki toppa alveg í dag. Því kom sú hugmynd að bæta sig á léttri upphækkun, þs tvær mottur. Flestir æfa með eina mottu og taka varla eftir því. Fór fyrst í bætinguna 285 kg og stökk svo í 300 kg. Rétt klikkaði á þyngdinni. Veit ekki hversu skynsamlegt þetta var, en það hefði verið óneytanlega gaman að taka 300 kg í frostinu í Steve-gym.

Myndbönd

202,5 kg í hnébeygjum hér:
285 kg í réttstöðulyftu (upphækkun) hér:
300 kg í réttstöðu (upphækkun) hér:

1 Comments:

Blogger Fjölnir said...

Flottur Gunni!

2:45 PM  

Post a Comment

<< Home