Monday, October 19, 2009

Squat


Hnébeygjuæfingin fór ekki eins til var ætlast. Ætlunin var að fara í 230-40 kg í græjunum. Taka svo létta réttstöðu og enda svo í laufléttum aukaæfingum. Hugmyndin var að kanna sig á laugardaginn í réttstöðulyftu. Ég er skráður til leiks á Bikarmóti Metals í kraftlyftingum. Það er naðsynlegt að taka eina opna deddæfingu fyrir framan fullt af fólki, því það mun verða múgur og marmenni á Riviera hóteliu í Vegas í Nóvember. Það verður að viðurkennast að markmiðið er að taka þar 300 kg. Og á laugardaginn gæti maður vonandi tekið eitthvað nálægt því.

En í hnébeygju dagsins fraus ég niðri með 230 kg. Var eitthvað svo hægur og stirður. Kenni svínaflensusprautunni um máttleysið. Harkaði síðan af mér og ákvað að taka 220 kg tæknilyftu og hún var svo tekin létt og í góðri dýpt. Er samt nokkuð viss um að taka 240-50 kg á mótinu. Meira verður það víst ekki að þessu sinni, það er ljóst. En þrátt fyrir niðurbrot þá verður maður að hugsa um það að hnébeygjan skiptir minnstu máli fyrir fyrirhugað mót. Aðalatriðið er að bekkpressan og réttstöðulyftan verði mér ekki til skammar. Þar mæti ég til leiks sem evrópumeistari öldunga í 110 kg flokki og hef því heiður að verja.

Svo er það sem skiptir lang mestu máli. Begga litla byrjaði að labba í vikunni. Ég hafði verið að vinna svo mikið að ég missti alltaf af þessu stuttu sprettum hennar. En í gær var hún komin á fullt skrið. Þá var hún loksins til í að labba fyrir mig.

220 kg squat hér:
230 kg squat hér:
Begga byrjuð að ganga hér:
Bjarki hriki hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home