Evrópumótið 2010
Evrópumótið á Akureyri var ekki eins fjölmennt og búast hefði mátt við vegna gosins í Eyjafjallajökli. Svo tók evrópusambandsarmur WPF sambandsins mótið af Íslendingum, en það var svo sett á aftur um hálfum mánuði seinna, en þá var gosinu að mestu lokið. Við það fækkaði því miður hinum erlendu keppendum um heilan helling.
Mótið var mjög skemmtilegt, en hvað persónulega árangur varðaði, þá bætti ég mig um 10 kíló í bekkpressu á móti. En ég hafði samt tekið 217.5 kg um þrem vikum áður og það var sú þyngd sem ég ætlaði að taka. Þegar myndbandið er skoðað af þeirri lyftu sést að hún er frekar hröð, þótt hún hafi verið ólölgeg, þs ekkert stopp og fjósið lyftist. Það voru því smá vonbrigði að lyfta ekki örlítið meira, því þá hefði maður í leiðinni lyft meiru í bekk, en Aðal-Fúsi, Valdimar Valdimars og Jón Gunnarsson. Það skal þó taka fram að þeir kepptu í öllum greinum á Akureyri, en það hefði samt verið gaman að taka þriðju mestu þyngd mótsins. Lyftan mín var sú næst þyngsta sem tekin var í bekkpressukeppninni og sú þyngsta sem öldungur yfir 40+ tók á því móti. Þrír menn lyftu yfir 210 kg í báðum mótunum, þs Ísleifur 235 kg í bekkpressumótinu, Þrumu-Þór 235 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni og Valdimar Valdimars tók 212 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni. Jón Gunnars (í powerkppninni), Aðal-Fúsi og ég tókum 210 kg.
En 210 kg er samt sæmileg tala og gefur vonandi góð fyrirheit um framhaldið. Ég gerði ákveðin tæknimistök, sem urður þess valdandi að ég lyfti ekki meiru. Kom of seint á mótsstað á laugardegi, var veikur nóttina áður, auk þess sem ég var hálfsvefnlaus. Var ekki vel fjáður vikurnar á undan og gat því ekki heldur fjárfest í örlítið þrengri bol.
Því verður næsta mót HM í BATH á Englandi og þá er markmiðið að taka yfir 500 pundinn í bekkpressu. Það skal taka fram að heimsmetið í M2 í bekkpressu er 227.5 kg, þs í kraftlyftingum í WPF sambandinu í þessum aldurs&þyngdarflokk. Þá verð ég líka að keppa í öllum greinum, ef ég ætla að eiga séns í það met. Samt mun ég við núverandi aðstæður bara skrá mig í bekk og dedd á mótinu. Hef aldrei getað neitt í hnébeygjum eða hef verið duglegur að æfa þær. Læt því bara þessar tvær greinar duga og stefni á að taka 220-230 kg í bekkpressu og 290-305 kg í réttstöðulyftu.
Úrslit á EM má nálgast
powerkeppnin hér:
bekkpressan hér:
réttstöðulyftan hér:
Mótið var mjög skemmtilegt, en hvað persónulega árangur varðaði, þá bætti ég mig um 10 kíló í bekkpressu á móti. En ég hafði samt tekið 217.5 kg um þrem vikum áður og það var sú þyngd sem ég ætlaði að taka. Þegar myndbandið er skoðað af þeirri lyftu sést að hún er frekar hröð, þótt hún hafi verið ólölgeg, þs ekkert stopp og fjósið lyftist. Það voru því smá vonbrigði að lyfta ekki örlítið meira, því þá hefði maður í leiðinni lyft meiru í bekk, en Aðal-Fúsi, Valdimar Valdimars og Jón Gunnarsson. Það skal þó taka fram að þeir kepptu í öllum greinum á Akureyri, en það hefði samt verið gaman að taka þriðju mestu þyngd mótsins. Lyftan mín var sú næst þyngsta sem tekin var í bekkpressukeppninni og sú þyngsta sem öldungur yfir 40+ tók á því móti. Þrír menn lyftu yfir 210 kg í báðum mótunum, þs Ísleifur 235 kg í bekkpressumótinu, Þrumu-Þór 235 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni og Valdimar Valdimars tók 212 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni. Jón Gunnars (í powerkppninni), Aðal-Fúsi og ég tókum 210 kg.
En 210 kg er samt sæmileg tala og gefur vonandi góð fyrirheit um framhaldið. Ég gerði ákveðin tæknimistök, sem urður þess valdandi að ég lyfti ekki meiru. Kom of seint á mótsstað á laugardegi, var veikur nóttina áður, auk þess sem ég var hálfsvefnlaus. Var ekki vel fjáður vikurnar á undan og gat því ekki heldur fjárfest í örlítið þrengri bol.
Því verður næsta mót HM í BATH á Englandi og þá er markmiðið að taka yfir 500 pundinn í bekkpressu. Það skal taka fram að heimsmetið í M2 í bekkpressu er 227.5 kg, þs í kraftlyftingum í WPF sambandinu í þessum aldurs&þyngdarflokk. Þá verð ég líka að keppa í öllum greinum, ef ég ætla að eiga séns í það met. Samt mun ég við núverandi aðstæður bara skrá mig í bekk og dedd á mótinu. Hef aldrei getað neitt í hnébeygjum eða hef verið duglegur að æfa þær. Læt því bara þessar tvær greinar duga og stefni á að taka 220-230 kg í bekkpressu og 290-305 kg í réttstöðulyftu.
Úrslit á EM má nálgast
powerkeppnin hér:
bekkpressan hér:
réttstöðulyftan hér:
0 Comments:
Post a Comment
<< Home