Tuesday, October 19, 2010

Bekkur & dedd

Síðustu æfingar hafa gengið svona upp og ofan í bekk og deddi. Prógrammið er hið vinsæla simple & stupid, sem Stefán Foringi innleiddi hér forðum. Þungur dagur & léttur dagur til skiptis, og taka frískt og helst engar aukaæfingar, eins og niðurtog og annað slíkt. Þar með yrði maður brottrækur úr stöðinni. Hef þó tekið allar svoleiðis æfingar í WC á léttari deginum. Ef ég hefði ekki haft WC sem stað til að æfa á milli væri maður ekki að tala um keppni í Englandi. Því miður fær fjölskyldumaður með tv0 lítil börn ekki allan þann tíma sem hann óskar sér og er WC fínn staður til að æfa á morgnana á undirbúningstímabilinu og staður til að taka léttari æfingar á osf. Æfingar í fyrir HM í Bath hafa gengið þannig fyrir sig síðustu vikurnar:

Hnébeygja: Engar þungar hnébeygjur, en þó tekið "þungt" á því á þeim degi sem ekki er réttstöðulyfta. Mest tekið 120-50 kg 3-5 reps eftir hentugleika. Mest þrjú þung sett. Ekki æft í útbúnaði eða með belti (til að styrkja mjóbakið) og teknar svokallaður heigh bar beygjur, en á eftir beygjum var svo oftast tekið tog (en stundum létt dedda af palli), með mestu þyngdum frá 120-40 kg og togað var með böndum. Þessi æfing hefur verið vinsæl í áratugi og m.a tók Skúli Óskarsson togið milli deddæfinga, þegar hann setti heimsmet sitt 315 kg forðum. Skúli fór mest í 180 kg í togi mest fyrir heimsmet sitt.

Bekkpressa: Stöðugt var var verið að fikra sig upp í bekknum frá því síðsumars. Hækkað um c.a 5-10 kíló á viku og endaði í 150 kg x 3 á kjötinu fyrir c.a 3. vikum, en hef síðan bara tekið eina sloppæfingu því miður. Fór þá í 220 kg af þrem búkkum. Á miðvikudaginn 18 okt verður hins vegar dómsdagur, en þá verður loksins farið í þyngd niður á kassa í nýja sloppnum. Annars verið tekið mikið af búkka og keðjum í góðum fíling í september og október.

Réttstöðulyfta: Var að fikra mig áfram í deddinu í september og október. Þyngdi um 10 kg c.a vikulega, fyrst 220 x 3, svo 230 x 3, 240 x3, 250 x 3 og svo í deddbrók, 260 kg & 270 kg x 3 á sömu æfingunni. 270 kg eftir 260 kg tók mikið á skjóðuna og um níu dögum síðar fór meistarinn í 283 kg sem hann ætlaði að repsa í fíling, en þá fyrst kom "slæmi" dagurinn. Tók þetta bara einu sinni. Ekki verður tekið þyngra dedd fyrir Hm í Bath, en vonir standa til að klára loksins 300 kg múrinn á mótinu.

MEGI GUÐ STANDA MEÐ KARLINUM Â PALLINUM Í BATH:)

Myndir frá síðust æfingum fara að detta inn, m.a 270 kg x 3 í deddi og búkkabekkur með 220 kg.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Páverguðirnir standa með þér gamli í Bath engin spurning!..þú ert ofuröldungur sem ekkert bítur á!

kv. Catzilla 27 ára

9:16 AM  

Post a Comment

<< Home