Wednesday, October 27, 2010

Síðustu æfingar fyrir mót

Æfingarnar fyrir sjálft heimsmeistarmótið gengu þokkalega síðust daga fyrir mót. Það var helst bekkpressan þar sem mistök voru gerð, því þungar æfingar í slopp varð oftar en ekki að fresta vegna vinnu, fjölskylduástæðna og síðast en ekki síst vegna þess að fáir félagar voru tilbúnir að mæta þegar maður sjálfur var tilbúinn að sloppast. Æfingar í slopp krefst þess að ákveðinn fjöldi aðstoðarmanna verður að vera á svæðinu, m.a menn sem eru vanir að klæða menn í nýju ofursloppana.

Bekkurinn: Náði bara þrem æfingum í slopp. Sú fyrsta var tekin í nýja sloppnum númer 49, um það bil mánuði fyrir keppni. Þorði ekki að fara nema niður á tvö búkka á þessari æfingu. Tók þó 220 kg x 3 á þrefaldan búkka og er það mesta þyngd sem Master hefur nokkurn tíman tekið á búkka. Umb tíu dögum seinna var svo aðalæfingin þar sem flest fór úrskeiðis. Slopppurinn er frekar þröngur og því misheppnaðist lyfta með 200 kg, sem reyndar var tekin aftur en þá heppnaðist hún betur. Svo var farið i 210 kg, sem því miður fór ekki upp. Síðasta vor náði Marsterinn hins vegar að taka 217.5 kg þyngst. Á lokafingu fyrir mótið viku síðar (og 10. dögum fyrir Barth) þorði Masterinn ekki öðru en að fara aftur í sloppinn hans Ingvar, sem er númer 52. Fór tvisvar sinnum í 190 kg sem var ekki eins létt og vonast hafi verið til. Bekkurinn hefur því valdið töluverðum vonbrigðum og óvíst hvor sloppurinn verður fyrir valinu á mótsdag. Sennilega verður nýji sloppurinn fyrir valinu, en ekki er búist við miklum bætingum í bekkpressu á þessu móti. Þó er ekki útilokað að 215 kg bæting muni verða niðurstaðan. Það verður bara að koma í ljós.

Réttstöðulyfta: Deddæfingar gengu mun betur en bekkurinn. Þyngt var um 10 kíló á 7-10 daga fresti. Fyrst, 220 kg x 3, svo 230 kg x3 og svo í útbúnað 260 kg x 3 og 270 kg x 3. næsta æfing á eftir gekk ekki eins vel þegar 283 kg fór upp einugis eitt reps. Viku síðar var svo mun skárri þegar Masteinn bætti sig og tók 280 kg x 3 í ágæti repsabætingu.

Nú er bara spurning hvað mikil vikt verður tekin á heimsmeistaramótinu í Bath. 290, 295, 300, eða 305.5 kg. Sú tala er heimsmet í single lift í M2 flokknum í 110 kg flokki.

Að lokum:

Ómögulegt er um að spá hvernig fer. Markmiðin í Bath eru að bæta sig í bekk og Deddi. 215 kg í bekk og 300 kg í deddi. Tíminn verður að leiða í ljós hvort það takist.

Nokkur myndbönd frá síðustu dögum:

280 kg x 3 hér:
270 kg x 3 hér:
260 kg x 3 hér:
220 kg í búkkabekk hér:
Bjarki Þór tekur 300 kg í squat hér:
Kári beygir hér:
Flosi tekur 195 kg í bekkpressu hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home