Saturday, December 25, 2010

Úrslit í desember

Mótin í desember voru ekkert sérstaklega góð. Fyrst var það Stevegym-mótið í réttstöðu. Þar var maður alveg sprunginn á því, enda búinn að dedda 300 kg tíu dögum fyrr. Var kominn í ofþjálfun. Samt flott mót, en úrslit má lángast hér:

Svo átta dögum seinna skráði maður sig á Raw-bikarmótið í deddi og bekk. Ekkert sérstakt kom út úr því, en ég vann minn flokk, þs 110 kg flokkinn með sterkum keppendum, þeim Sverri Sig, sem er 310 kg deddari og Dóra Driver sem á eftir að bæta sig mikið á næstunni. Við Sverrir skiptumst þó á því að setja Raw-met í deddi. Fyrst 260 kg, svo 270 kg og svo fór ég upp með 280 kg sem því miður var dæmd ógild. Samt gaman að eiga Íslandsmet í nokkra daga þótt lélegt sé, þar að segja 270 kg. Metið verður slegið á næsta móti af einhverjum, en vonandi sjálfum mér:) Sverrir var um kg þyngri en ég og því á ég metið einn :) Myndband af síðustu lyftu okkar, þs 280 kg má nálgast hér.

Svo var það hið sterka Stevegym mót í bekkpressu sem haldið var 20 desember. Því miður var ég of þjáður í öxl, þannig að ég hætti í upphitun við að vera með. Það var ekkert annað í stöðunni. Fékk þó verðlaunagrip. Ingvar tók þarna 300 kg, Flosi 205 kg og Bjarki hriki tók 200 kg. Flott mót. Videó af mótinu má sjá hér fyrir neðan.

Nokkur myndbönd

1. Gunnar og Sverrir Sig reyna að bæta metið hjá RAW, 280 kg

2. Fyrsta umferð i Stevegymmótinu í bekk (þyngstu menn) hér:

3. Önnur umferð, ma 200 kg hjá Flosa og 300 kg hjá Ingvari, hér:

4. Þriðja umferð, m.a 200 kg hjá Hrika, 205 kg hjá Flosa og 310kg hjá Ingvari, hér

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

skemmtileg myndbönd hjá þér!

kv.Catzilla

6:14 AM  

Post a Comment

<< Home