Saturday, February 07, 2009

6. febrúar

Bekkpressa 100 kg 3x5
Skábekkur 90 kg 3x5
axlir með dumbell 25 kg 3x8

aukaæfingar....

Ég ákvað að prófa WC í Hafnarfirði meðan konan skrapp í klukkutíma heimsókn. Þetta er frekar lítill staður, en dugar samt. Á eftir að prófa fleirri WC staði á næstu vikum. Fínt að breyta aðeins til og stefni á að æfa í Orkuveituhúsinu og Grafarvogi fljótlega.

5. febrúar

Hnebeygjur 120 kg 3x5
clean 80 kg 3x3
róður 80 kg 3x5

aukaæfingar.....

Þetta var frekar léttur dagur. Hitti marga gamla æfingafélaga í WC. Alveg ótrúlegt hvað maður hittir marga þarna sem maður hefur ekki séð í mörg ár. Á staðnum ægir öllu saman. Þar æfa hlið við hlið, banamaðurinn, tilvonandi forsætiráðherra, löggur, sérsveitarmenn, handrukkarar, prófessorar við Háskólann osf.

M.a hitti ég þennan dag nokkra einstaklinga sem höfðu æft í Steve-gym hér áður fyrr. Einnig hitti ég fyrir gamlan félaga sem nú er orðinn læknir. Hann er búinn að dútla í þessari líkamsrækt í 14 . ár og sagðist hafa tekið mest 180 kg í bekkpressu á kjötinu. Ég trúði honum alveg enda hefur hann bætt mörgum kílóum af massa á skrokkinn.

3. febrúar

Bekkpressa 90 kg 3x5
skábekkur 80 kg 3x5
hnakkapressa 50 kg 3x8

aukaæfingar...

Þetta var morgunæfing í WC út á Nesi. Þetta var líka skóladagur, þannig að maður var ekki mikið að reyna á sig.

2. febrúar

Hnebeygja 120 kg 3x3
clean 80 kg 3 reps

aukaæfingar...

Æft var í Big-daddy gym. Ég var rosalega þreyttur og hafði ekki 90 kg í jafnhöttun, en vikuna á undan hafði í tekið 100 kg. Ég á best um 125 kg, þannig að núna er kominn tími til að spíta í lófana. Clean-ið verður núna hluti af æfingakerfinu á móti réttstöðulyftunni. Vonandi á ég ekki eftir að klikka á svona léttum viktum í bráð.

Magnús júdokappi fékk lánaðana slopp hjá mér númer 58. Þetta var hans fyrsta æfing í slopp og því fór sem fór. Vikuna áður hafði hann tekið 160 kg 5x3 á kjötinu. Hann er hrikalega sterkur á bekknum.

30. janúar

Bekkpressa 110 kg 3x3
skábekkur 90 kg 3x5
hnakkapressa 50 kg 3x5

aukæfingar...

Æft var í WC í Laugum. Á föstudögum æfa þar gamlir skákmenn með nokkrum félögum sínum bekkpressu. Þetta eru mjög öflugir strákar, sem æfa flestir sex-skiptu prógrammi. Ég þarf svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum ef ég ætla að halda í við þá í bekknum. Hef bara rosalega gott af nýrri samkeppni frá þessum hraustu piltum. Stefni á að æfa með þeim á föstudögum í vetur.

29. janúar

Hneybeygjur 100 kg 3x5
clean 80 kg 3x3
róður 80 kg 3x10

aukaæfingar...

Þetta var æfing í WC laugum

27. janúar

Bekkpressa 100 kg 3x3
skábekkur 80 kg 3x5
hnakkapressa 60 kg 3x5

aukaæfingar

Þetta var morgunæfing í WC gymminu út á Nesi.