Friday, May 12, 2006

Halla fæðist erfingi

Haraldi Baldurssyni og Elizu konu hans fæddist 20 marka dóttur í gær. Fæðingin gekk að óskum og heilsast þeim mæðginum vel. Frú Eliza er frá Dómenikanska lýðveldinu og er því litla skákdrottningin dekkri, en gengur og gerist. Herra Sparimann og frú eru víst næst á biðlistanum, en þau eiga von á sér um miðjan Júní. Frá Sparimann er frá Manila. Síðan á Deng von á sér snemma í Júlí og Nanna í lok Júlí. Nóg að gera

Tuesday, May 09, 2006

Tæknitröll

Sjónvarpstækið mitt bilaði núna í vikunni. Það hefur svo sem verið aðdragandi að því vegna þess að maður hefur séð það skipta litum og hvít ský birtast á skjánum, sem síðan endaði með einni hvítri línu. Tækið mitt er nokkura ára Sharp tæki, sem er 28 tommu að stærð. Ég dröslaði tækinu í viðgerð, en er samt byrjaður að líta í kringum mig með nýtt tæki, ef allt fer á versta veg. Það gæti nefnilega borgað sig að kaupa nýtt, ef viðgerðarkostnaður fer yfir 8. þúsund krónur. Þetta gæti verið myndlampinn, en að öðru leiti hef ég ekki hundsvit á þessu frekar en öðru. Nýjustu sjónvörpin í verslununum (kíkti í nokkrar) kallast núna Plastma eða LCD tæki og eru á einhverri "gay" línu. Mjög fyrirferðalítil, en stór. Sölumaðurinn sagði mér að LCD tækin væru framtíðin, þegar ég sýndi áhuga á 42 tommu plasma tæki, sem var einungis á um 150. þúsund krónur. Hvað eru þau marga megariða spurði ég og fékk þá skrítnar augngotur frá sölumanninum. Það er ekkert svoleiðis lengur sagði hann benti út í horn þar sem voru um þrjú lampa tæki (gamla línan), en þau eru eiginlega alveg hætt að seljast. Styttist í að þau fari á brunaútsölu. En fara ekki að detta inn HM tilboð spurði ég. Jú þau fara að detta inn, en það er ekki víst að fólk fái það tæki sem það vill, því sendingarnar eiga eftir að klárast. Svo hækkar verðið sennilega! Svo fór maður að skoða bíltæki, en þar komst ég að því að ég var ekki af þessari plánetu. Ég vildi fá kasetutæki með geislaspilaranum, sagði ég og var hugsað til allra kasetnana sem ég ég sankað að mér í gegnum árin. Kasetutæki sagði sölumaðurinn og andlitið datt næsum af honum. Þau hafi ekki selst eða sést í mörg ár. Ég ætla þá að skoða geisladiskamagasín. Þau eru líka alveg að detta út, eigum bara ekkert svoleiðis, sagði sölumaðurinn og var greinilega orðinn þreyttur á þessum bjána. Núna er þetta allt komið í stafrænt form, sagði sölumaðurinn og benti á nokkur tæki, sem voru einhver ipod bílatæki. En ef ég vil spila nýjusta diskinn með Bubba (sem er væntanlega ritvarinn), hvað geri ég þá, spurði ég eins og kjáni. Blessaður þú ferð bara á netið og lest þér til hvernig þú nærð að afrita diskinn, sagði hann. Ég lét mig hverfa út úr búðini, eins og bjáni og hugsaði með mér hversu gamall ég væri nú orðinn.

Friday, May 05, 2006

Meira af CHE

Nokkrir "brjálæðingar" samtímans hafa fengið CHE á heilann. En það er saga baka við þessa frægu mynd af Che, sem virðist alltaf vera að detta í tísku annað slagið. Che var tákn um uppreisn unga fólksins kennt við 68 kynslóðina. En hver var maðurinn bak við goðsögnina. Var hann kaldrifjaður morðingi eða djúpvitur mannvinur? Hans helsta "gæfa" var að deyja ungur og því þekkir fólk hann ekki öðruvísi, en manninn á myndinni, Meira að segja myndin með líki Che, sem líka er orðin fræg nær ekki að skemma goðsögnina. Díana prinsessa, Evita Peron, James Dean og Jón Páll, svo að fáeinir séu nefndir náðu ekki háum aldri. En við minnumst þeirra eins og þau voru. þau voru ungt og glæsilegt fólk og tákn um eilífa æsku.



















Sporgöngumaður fellur frá

Í dag var Ólafur Sigurgeirsson máttarstólpinn í kraftlyftingum á Íslandi borinn til grafar. Ólafur lést langt fyrir aldur fram, en hann varð einungis 57. ára. Skarð hans í forustu kraftamanna á Íslandi verður vandfyllt.

Wednesday, May 03, 2006

Meistarar

3. mai

Þá er þetta búið fyrir England. Wayne Rooney nær sér ekki fyrir HM í sumar. Slæmt fyrir hann, England og United og að sjálfsögðu alla sem unna knattspyrnunni. Þá er bara að halda með Argentínu, heimalandi Che. Che var eins og menn muna fæddur í Argentínu, starfaði á Cúbu og dó í Bólevíu. Argentínumenn verða mjög sterkir í sumar og þeir verða mitt lið eins og hin síðari ár.

Monday, May 01, 2006

1. mai

Ég fékk vakt niðrá Hringbraut í dag og missti því af "hátíðarhöldunum" í tilefni dagsins. Það er kannski allt í lagi að brjóta þetta upp og sleppa þessari svokölluðu kröfugöngu, sem maður fer í svona af gömlum vana til að hitta vini og kunningja. Missti því af ræðunum á Íngólfstorgi. Þetta hafa örugglega verið útblásnar hátíðarræður, sama gamla lumman. En ég sá að fundarstjórinn var ungi maðurinn sem ég leitaði til vegna Fl málsins. Þetta er greinilega upprennandi verkalýðsforingi, sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Annars fór ég í kaffi hjá vinstri grænum á Borginni, eftir kl 4.00 og síðan í pulsupartý hjá íhaldinu í Aðalstræti. Sem sýndi hversu sjálfsvirðingin er léleg þessa dagana, eða er nokkuð að því að borða pulsur á kostnað íhaldsins? Ég hefði örugglega heimsótt Framsókn, Samfylkingu og Frjálslynda ef ég hefði vitað hvar þeir voru með samkomu, taka síðan í spaðann á Össuri og Birni Inga vinum mínum og síðan leitað uppi Ólaf Magnússon hjá Frjálslyndum. Talaði við hann á stöndinni í Sarasota (Florida), þar sem hann sótti námsstefnu ásamt Jóhanni fyrrum mág mínum. Fínn náungi sem er laus við allt læknasnobb. Mjög alþýðlegur maður sem er reyndar aðeins of tilfinningaríkur fyrir minn smekk. Kýs þá bara vinstri hægri snú, ef þeir skyldu bjóða fram.