Tuesday, May 09, 2006

Tæknitröll

Sjónvarpstækið mitt bilaði núna í vikunni. Það hefur svo sem verið aðdragandi að því vegna þess að maður hefur séð það skipta litum og hvít ský birtast á skjánum, sem síðan endaði með einni hvítri línu. Tækið mitt er nokkura ára Sharp tæki, sem er 28 tommu að stærð. Ég dröslaði tækinu í viðgerð, en er samt byrjaður að líta í kringum mig með nýtt tæki, ef allt fer á versta veg. Það gæti nefnilega borgað sig að kaupa nýtt, ef viðgerðarkostnaður fer yfir 8. þúsund krónur. Þetta gæti verið myndlampinn, en að öðru leiti hef ég ekki hundsvit á þessu frekar en öðru. Nýjustu sjónvörpin í verslununum (kíkti í nokkrar) kallast núna Plastma eða LCD tæki og eru á einhverri "gay" línu. Mjög fyrirferðalítil, en stór. Sölumaðurinn sagði mér að LCD tækin væru framtíðin, þegar ég sýndi áhuga á 42 tommu plasma tæki, sem var einungis á um 150. þúsund krónur. Hvað eru þau marga megariða spurði ég og fékk þá skrítnar augngotur frá sölumanninum. Það er ekkert svoleiðis lengur sagði hann benti út í horn þar sem voru um þrjú lampa tæki (gamla línan), en þau eru eiginlega alveg hætt að seljast. Styttist í að þau fari á brunaútsölu. En fara ekki að detta inn HM tilboð spurði ég. Jú þau fara að detta inn, en það er ekki víst að fólk fái það tæki sem það vill, því sendingarnar eiga eftir að klárast. Svo hækkar verðið sennilega! Svo fór maður að skoða bíltæki, en þar komst ég að því að ég var ekki af þessari plánetu. Ég vildi fá kasetutæki með geislaspilaranum, sagði ég og var hugsað til allra kasetnana sem ég ég sankað að mér í gegnum árin. Kasetutæki sagði sölumaðurinn og andlitið datt næsum af honum. Þau hafi ekki selst eða sést í mörg ár. Ég ætla þá að skoða geisladiskamagasín. Þau eru líka alveg að detta út, eigum bara ekkert svoleiðis, sagði sölumaðurinn og var greinilega orðinn þreyttur á þessum bjána. Núna er þetta allt komið í stafrænt form, sagði sölumaðurinn og benti á nokkur tæki, sem voru einhver ipod bílatæki. En ef ég vil spila nýjusta diskinn með Bubba (sem er væntanlega ritvarinn), hvað geri ég þá, spurði ég eins og kjáni. Blessaður þú ferð bara á netið og lest þér til hvernig þú nærð að afrita diskinn, sagði hann. Ég lét mig hverfa út úr búðini, eins og bjáni og hugsaði með mér hversu gamall ég væri nú orðinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home