Monday, May 01, 2006

1. mai

Ég fékk vakt niðrá Hringbraut í dag og missti því af "hátíðarhöldunum" í tilefni dagsins. Það er kannski allt í lagi að brjóta þetta upp og sleppa þessari svokölluðu kröfugöngu, sem maður fer í svona af gömlum vana til að hitta vini og kunningja. Missti því af ræðunum á Íngólfstorgi. Þetta hafa örugglega verið útblásnar hátíðarræður, sama gamla lumman. En ég sá að fundarstjórinn var ungi maðurinn sem ég leitaði til vegna Fl málsins. Þetta er greinilega upprennandi verkalýðsforingi, sem vert er að fylgjast með í framtíðinni. Annars fór ég í kaffi hjá vinstri grænum á Borginni, eftir kl 4.00 og síðan í pulsupartý hjá íhaldinu í Aðalstræti. Sem sýndi hversu sjálfsvirðingin er léleg þessa dagana, eða er nokkuð að því að borða pulsur á kostnað íhaldsins? Ég hefði örugglega heimsótt Framsókn, Samfylkingu og Frjálslynda ef ég hefði vitað hvar þeir voru með samkomu, taka síðan í spaðann á Össuri og Birni Inga vinum mínum og síðan leitað uppi Ólaf Magnússon hjá Frjálslyndum. Talaði við hann á stöndinni í Sarasota (Florida), þar sem hann sótti námsstefnu ásamt Jóhanni fyrrum mág mínum. Fínn náungi sem er laus við allt læknasnobb. Mjög alþýðlegur maður sem er reyndar aðeins of tilfinningaríkur fyrir minn smekk. Kýs þá bara vinstri hægri snú, ef þeir skyldu bjóða fram.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home